Vestmanneyjabær mótmælir efnisvinnslu Heidelberg við Landeyjahöfn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2024 06:40 Um er að ræða sama fyrirtæki og hyggur á rekstur mölunarverksmiðju í Ölfusi. Vísir/Egill Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gera alvarlegar athugasemdir við áform HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. um efnisvinnslu í sjó úti fyrir Landeyjahöfn. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að á svæðinu sem um ræðir sé að finna „líflínur“ samfélagsins í Vestmannaeyjum; neysluvatn, rafmagn og samgönguhöfn heimamanna. Skemmdir á þeim hefðu verulegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér. „Vestmannaeyjabær telur að hagsmunir samfélagsins og hagsmunir sjávarútvegs Íslands, sem óvissa og áhætta ríkir um vegna ófyrirséðra og óafturkræfra áhrifa fyrirhugaðrar framkvæmdar, hljóti að vega þyngra en ósk fyrirtækis um námugröft á einu mikilvægasta hryggningarsvæði Íslandsmiða,“ segir meðal annars í umsögn bæjaryfirvalda. Þar segir að umrætt framkvæmdasvæði sé afmarkað við netlögn sem sé 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði og dýpi áætlað um 2,5 metrar og út á 40 metra dýpi. Það sé samtals um 96 ferkílómetrar að stærð og fyrirhugað sé að vinna allt að 80 milljónir rúmmetra ef efni á svæðinu á 30 árum, eða 2,67 milljón rúmmetra á ári. Óvissa, áhætta og óafturkræfi Vestmannaeyjabær gerir athugasemd við ófyrirsjáanlegar afleiðingar efnistökunnar og vísar til umsagna annarra aðila á borð við Vegagerðina, HS-Veitur, Landsnet og Hafrannsóknarstofnun. Segir meðal annars að efnisnám í nálægð við innviði gæti haft áhrif á set og þá sé svæðið innan mikilvægs hryggningarsvæðis margra fiskistofna, þar með talið loðnu og þorsks. „Áhrif efnistöku með dælingu á egg, lirfur og seiði margra fisktegunda eru að miklu leyti óþekkt. Að auki er um að ræða mikilvægt uppeldissvæði fyrir fjölmargar fisktegundir og er svæðið því verðmætt fyrir sjávarútveg á Íslandi,“ segir meðal annars í umsögninni. Það er niðurstaða bæjaryfirvalda að óvissa, áhætta og óafturkræfi framkvæmdanna sé slík að ekki sé ásættanlegt að veita heimild fyrir þeim eins og þær eru lagðar upp. Þá hefði verið eðlilegt að leita umsagnar mun breiðari hóps hagaðila, meðal annars aðila í sjávarútvegi. „Ekki eru ljós áhrif fyrirhugaðar efnisvinnslunnar á Landeyjarhöfn og sandflutninga í kringum hana eða áhrifin á öryggi innviða eins og vatnsleiðslur, rafstrengi, fjarskiptastrengi sem allir liggja í sjó og hluta til grafnir í sand. Einnig geti fyrirhuguð framkvæmd ógnað mikilvægum nytjastofnum. Vestmannaeyjabær ítrekar að sveitarfélagið getur aldrei veitt jákvæða umsögn á meðan ekki er hægt að tryggja að efnisvinnslan hafi engin áhrif á nytjastofna eða ógni lífæðum samfélagsins þegar um slíka gríðarlega mikilvæga innviði er að ræða sem eru forsenda byggðar í Vestmannaeyjum,“ segir að lokum. Vestmannaeyjar Deilur um iðnað í Ölfusi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að á svæðinu sem um ræðir sé að finna „líflínur“ samfélagsins í Vestmannaeyjum; neysluvatn, rafmagn og samgönguhöfn heimamanna. Skemmdir á þeim hefðu verulegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér. „Vestmannaeyjabær telur að hagsmunir samfélagsins og hagsmunir sjávarútvegs Íslands, sem óvissa og áhætta ríkir um vegna ófyrirséðra og óafturkræfra áhrifa fyrirhugaðrar framkvæmdar, hljóti að vega þyngra en ósk fyrirtækis um námugröft á einu mikilvægasta hryggningarsvæði Íslandsmiða,“ segir meðal annars í umsögn bæjaryfirvalda. Þar segir að umrætt framkvæmdasvæði sé afmarkað við netlögn sem sé 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði og dýpi áætlað um 2,5 metrar og út á 40 metra dýpi. Það sé samtals um 96 ferkílómetrar að stærð og fyrirhugað sé að vinna allt að 80 milljónir rúmmetra ef efni á svæðinu á 30 árum, eða 2,67 milljón rúmmetra á ári. Óvissa, áhætta og óafturkræfi Vestmannaeyjabær gerir athugasemd við ófyrirsjáanlegar afleiðingar efnistökunnar og vísar til umsagna annarra aðila á borð við Vegagerðina, HS-Veitur, Landsnet og Hafrannsóknarstofnun. Segir meðal annars að efnisnám í nálægð við innviði gæti haft áhrif á set og þá sé svæðið innan mikilvægs hryggningarsvæðis margra fiskistofna, þar með talið loðnu og þorsks. „Áhrif efnistöku með dælingu á egg, lirfur og seiði margra fisktegunda eru að miklu leyti óþekkt. Að auki er um að ræða mikilvægt uppeldissvæði fyrir fjölmargar fisktegundir og er svæðið því verðmætt fyrir sjávarútveg á Íslandi,“ segir meðal annars í umsögninni. Það er niðurstaða bæjaryfirvalda að óvissa, áhætta og óafturkræfi framkvæmdanna sé slík að ekki sé ásættanlegt að veita heimild fyrir þeim eins og þær eru lagðar upp. Þá hefði verið eðlilegt að leita umsagnar mun breiðari hóps hagaðila, meðal annars aðila í sjávarútvegi. „Ekki eru ljós áhrif fyrirhugaðar efnisvinnslunnar á Landeyjarhöfn og sandflutninga í kringum hana eða áhrifin á öryggi innviða eins og vatnsleiðslur, rafstrengi, fjarskiptastrengi sem allir liggja í sjó og hluta til grafnir í sand. Einnig geti fyrirhuguð framkvæmd ógnað mikilvægum nytjastofnum. Vestmannaeyjabær ítrekar að sveitarfélagið getur aldrei veitt jákvæða umsögn á meðan ekki er hægt að tryggja að efnisvinnslan hafi engin áhrif á nytjastofna eða ógni lífæðum samfélagsins þegar um slíka gríðarlega mikilvæga innviði er að ræða sem eru forsenda byggðar í Vestmannaeyjum,“ segir að lokum.
Vestmannaeyjar Deilur um iðnað í Ölfusi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira