Nauðungarstjórnun í nánum samböndum Ásgeir Þór Ásgeirsson skrifar 10. júní 2024 10:00 Nauðungarstjórnun er orð sem líklega fæstir þekkja, né vita hvað merkir. Að vita merkingu þess er hins vegar nauðsynlegt. Það þarf að auka vitund almennings um þetta mjög mikilvæga málefni. Nauðungarstjórnun er þegar einstaklingur, oftast maki eða fyrrverandi maki, tekur sér stjórn á lífi annarrar manneskju, t.d. með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf. Þau sem búa við nauðungarstjórnun eru þannig eins konar gíslar í sínu eigin lífi. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar, það þekkjum við í lögreglunni eftir að hafa fengið slík mál til rannsóknar. Fræðsla um nauðungarstjórnun er því mjög mikilvæg og hana hefur allt starfsfólk Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undirgengist. Gert var sérstakt myndband um nauðungarstjórnun sem nú er hægt að nálgast bæði á heimasíðu lögreglunnar og á samfélagsmiðlum LRH. Því verður enn fremur dreift víðar en við hvetjum fólk eindregið til að gefa sér tíma og horfa á myndbandið, enda á það erindi til allra. Efni myndbandsins er þýtt og staðfært með góðfúslegu leyfi Jane Monckton-Smith, prófessors við háskólann í Gloucestershire. Hún er fyrrverandi lögreglumaður og afbrotafræðingur sem rannsakaði upphaflega 372 kvennamorð í Englandi og Wales, sem áttu sér stað á árunum 2012–2015, en þau tengdust ofbeldi í nánum samböndum. Jane vinnur mikið með lögreglu við rannsókn mála, við greiningu á grunsamlegum dauðsföllum og við þjálfun lögreglumanna, dómara, ákærenda og fleira starfsfólks réttarkerfisins. Þá hefur hún unnið mikið með fjölskyldum kvenna sem hafa verið myrtar af eiginmanni, sambýlismanni, kærasta eða fyrrverandi maka. Í myndbandinu um nauðungarstjórnun, sem er um 17 mínútur að lengd, er fjallað um átta stig nauðungarstjórnunar í manndrápsmálum. Þar er einnig vakin athygli á þremur mikilvægum spurningum sem hjálpa fólki við að þekkja nauðungarstjórnun. Hafir þú grun um að manneskja búi við nauðungarstjórnun er hægt að hafa samband við lögreglu í síma 800 5005 (nafnlaus ábendingarsími) eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Teljir þú manneskju vera í bráðri hættu skaltu ávallt hringja í 112. Höfundur er aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Heimilisofbeldi Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nauðungarstjórnun er orð sem líklega fæstir þekkja, né vita hvað merkir. Að vita merkingu þess er hins vegar nauðsynlegt. Það þarf að auka vitund almennings um þetta mjög mikilvæga málefni. Nauðungarstjórnun er þegar einstaklingur, oftast maki eða fyrrverandi maki, tekur sér stjórn á lífi annarrar manneskju, t.d. með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf. Þau sem búa við nauðungarstjórnun eru þannig eins konar gíslar í sínu eigin lífi. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar, það þekkjum við í lögreglunni eftir að hafa fengið slík mál til rannsóknar. Fræðsla um nauðungarstjórnun er því mjög mikilvæg og hana hefur allt starfsfólk Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undirgengist. Gert var sérstakt myndband um nauðungarstjórnun sem nú er hægt að nálgast bæði á heimasíðu lögreglunnar og á samfélagsmiðlum LRH. Því verður enn fremur dreift víðar en við hvetjum fólk eindregið til að gefa sér tíma og horfa á myndbandið, enda á það erindi til allra. Efni myndbandsins er þýtt og staðfært með góðfúslegu leyfi Jane Monckton-Smith, prófessors við háskólann í Gloucestershire. Hún er fyrrverandi lögreglumaður og afbrotafræðingur sem rannsakaði upphaflega 372 kvennamorð í Englandi og Wales, sem áttu sér stað á árunum 2012–2015, en þau tengdust ofbeldi í nánum samböndum. Jane vinnur mikið með lögreglu við rannsókn mála, við greiningu á grunsamlegum dauðsföllum og við þjálfun lögreglumanna, dómara, ákærenda og fleira starfsfólks réttarkerfisins. Þá hefur hún unnið mikið með fjölskyldum kvenna sem hafa verið myrtar af eiginmanni, sambýlismanni, kærasta eða fyrrverandi maka. Í myndbandinu um nauðungarstjórnun, sem er um 17 mínútur að lengd, er fjallað um átta stig nauðungarstjórnunar í manndrápsmálum. Þar er einnig vakin athygli á þremur mikilvægum spurningum sem hjálpa fólki við að þekkja nauðungarstjórnun. Hafir þú grun um að manneskja búi við nauðungarstjórnun er hægt að hafa samband við lögreglu í síma 800 5005 (nafnlaus ábendingarsími) eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Teljir þú manneskju vera í bráðri hættu skaltu ávallt hringja í 112. Höfundur er aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun