Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2024 13:10 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. Nokkur ár eru liðin síðan nokkrir íslenskri kaupsýslumenn hófu netverslun með áfengi. Síðan þá hefur ágreiningur verið uppi um lögmæti umræddrar áfengissölu. Sumir segja hana vera skýrt brot á íslenskri áfengislöggjöf á meðan aðrir segja að salan sé heimil á grundvelli EES-samningsins. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd vill skera úr um lögmæti sölunnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður nefndarinnar. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu áfengis. Við fengum dómsmálaráðherra á okkar fund en frumkvæðisathugunin krefst þess að við fáum fleiri gesti og öflum gagna þannig að þetta var fyrsta skrefið í morgun“ Þórunn var spurð hvers vegna nefndin hefði farið af stað með athugunina. „Það eru ítrekaðar ábendingar um að netsala áfengis fari fram í lagalegu tómarúmi. Einhverjir hafa orðað það þannig. Við viljum auðvitað ganga úr skugga um að hér fari allt fram eins og það á að vera en það eru margar hliðar á þessu máli og það liggur fyrir að það hafa verið kynnt í samráðsgátt frumvörp frá ráðherra dómsmála um að skýra umgjörð og lagalega umgjörð netsölunnar. Þetta er það sem við erum að kanna. Við höfum fengið ábendingar meðal annars frá forvarnarsamtökum og öðrum sem hafa áhyggjur af áhrifum áfengissölu á lýðheilsu þannig að þetta er allt saman undir í þessari könnun.“ Hvenær gætum við vænst þess að fá einhvers konar niðurstöðu? „Það er ekki gott að segja. Þingið verður komið í sumarhlé eftir einar tvær vikur og ég geri allt eins ráð fyrir því að við tökum þráðinn upp aftur að því loknu þannig að við vinnum þetta áfram inn í nýjan þingvetur.“ Áfengi og tóbak Alþingi Netverslun með áfengi Verslun Tengdar fréttir Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01 Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45 Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Nokkur ár eru liðin síðan nokkrir íslenskri kaupsýslumenn hófu netverslun með áfengi. Síðan þá hefur ágreiningur verið uppi um lögmæti umræddrar áfengissölu. Sumir segja hana vera skýrt brot á íslenskri áfengislöggjöf á meðan aðrir segja að salan sé heimil á grundvelli EES-samningsins. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd vill skera úr um lögmæti sölunnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður nefndarinnar. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu áfengis. Við fengum dómsmálaráðherra á okkar fund en frumkvæðisathugunin krefst þess að við fáum fleiri gesti og öflum gagna þannig að þetta var fyrsta skrefið í morgun“ Þórunn var spurð hvers vegna nefndin hefði farið af stað með athugunina. „Það eru ítrekaðar ábendingar um að netsala áfengis fari fram í lagalegu tómarúmi. Einhverjir hafa orðað það þannig. Við viljum auðvitað ganga úr skugga um að hér fari allt fram eins og það á að vera en það eru margar hliðar á þessu máli og það liggur fyrir að það hafa verið kynnt í samráðsgátt frumvörp frá ráðherra dómsmála um að skýra umgjörð og lagalega umgjörð netsölunnar. Þetta er það sem við erum að kanna. Við höfum fengið ábendingar meðal annars frá forvarnarsamtökum og öðrum sem hafa áhyggjur af áhrifum áfengissölu á lýðheilsu þannig að þetta er allt saman undir í þessari könnun.“ Hvenær gætum við vænst þess að fá einhvers konar niðurstöðu? „Það er ekki gott að segja. Þingið verður komið í sumarhlé eftir einar tvær vikur og ég geri allt eins ráð fyrir því að við tökum þráðinn upp aftur að því loknu þannig að við vinnum þetta áfram inn í nýjan þingvetur.“
Áfengi og tóbak Alþingi Netverslun með áfengi Verslun Tengdar fréttir Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01 Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45 Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01
Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15
Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00