Skúli Óskarsson er látinn Árni Sæberg skrifar 10. júní 2024 16:11 Skúli Margeir Óskarsson var sæmdur gullmerki Kraftlyftingasambands Íslands árið 2016. vísir/KRAFT Skúli Margeir Óskarsson kraftlyftingamaður lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 9. júní. Skúli varð fyrstur íslenskra íþróttamanna til að setja heimsmet, þegar hann setti heimsmet í réttstöðulyftingum árið 1980 og var brautryðjandi á sviði kraftlyftinga á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Skúla Margeirs. Þar segir að Skúli hafi fæðst þann fæddist 3. september árið 1948. Skúli hafi alist upp á Fáskrúðsfirði og þrátt fyrir að hafa lengst af búið á höfuðborgarsvæðinu hafi hann keppt undir merkjum Leiknis og UÍA. Hann hafi hafið að æfa lyftingar seint á sjöunda áratugnum. Hann hafi keppt á sínu fyrsta móti 1970 og sett næstu árin hvert Íslandsmetið á fætur öðru. Skúli hafi einnig keppt á alþjóðlegum lyftingamótum og náð silfri í léttvigtarflokki á heimsmeistaramótinu árið 1978 í Turku í Finnlandi. Það ár hafi hann verið kjörinn Íþróttamaður ársins, fyrstur allra kraftlyftingamanna. Árið 1980 hafi hann sett heimsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 315,5 kílóum í 75 kílóa flokki. Það ár hafi hann verið kjörinn Íþróttamaður ársins í annað skipti. Skúli hafi að auki unnið tvenn bronsverðlaun á HM, þrjá Norðurlandameistaratitla og fjölmarga titla innanlands. Skúli hafi verið þjóðþekktur fyrir afrek sín en ekki síður vakið athygli fyrir hnyttin tilsvör og líflega framkomu á mótum. Skúli hafi verið sæmdur gullmerki KRAFT 2016 og útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2017. Skúli lætur eftir sig eiginkonu, dóttur, tvær stjúpdætur og átta barnabörn. Andlát Kraftlyftingar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Skúla Margeirs. Þar segir að Skúli hafi fæðst þann fæddist 3. september árið 1948. Skúli hafi alist upp á Fáskrúðsfirði og þrátt fyrir að hafa lengst af búið á höfuðborgarsvæðinu hafi hann keppt undir merkjum Leiknis og UÍA. Hann hafi hafið að æfa lyftingar seint á sjöunda áratugnum. Hann hafi keppt á sínu fyrsta móti 1970 og sett næstu árin hvert Íslandsmetið á fætur öðru. Skúli hafi einnig keppt á alþjóðlegum lyftingamótum og náð silfri í léttvigtarflokki á heimsmeistaramótinu árið 1978 í Turku í Finnlandi. Það ár hafi hann verið kjörinn Íþróttamaður ársins, fyrstur allra kraftlyftingamanna. Árið 1980 hafi hann sett heimsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 315,5 kílóum í 75 kílóa flokki. Það ár hafi hann verið kjörinn Íþróttamaður ársins í annað skipti. Skúli hafi að auki unnið tvenn bronsverðlaun á HM, þrjá Norðurlandameistaratitla og fjölmarga titla innanlands. Skúli hafi verið þjóðþekktur fyrir afrek sín en ekki síður vakið athygli fyrir hnyttin tilsvör og líflega framkomu á mótum. Skúli hafi verið sæmdur gullmerki KRAFT 2016 og útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2017. Skúli lætur eftir sig eiginkonu, dóttur, tvær stjúpdætur og átta barnabörn.
Andlát Kraftlyftingar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira