Bjarkey verði að sæta ábyrgð Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2024 13:23 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vísir/Arnar Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. Í gær gaf Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra út leyfi til veiða á 128 langreyðum við Íslandsstrendur. Umsókn um leyfið var send inn í janúar og því tók hálft ár að afgreiða hana. Alla jafna væru veiðar hafnar á þessum tíma árs. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harkalega, bæði af þeim sem tala með og gegn hvalveiðum. Hvalavinir vildu ekki að leyfið yrði gefið út en aðrir eru ósáttir við seinaganginn við afgreiðsluna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir augljóst að ráðherra hafi slegið vertíð þessa árs af. „Ráðherra veit það sjálf að það er það langt liðið á árið að það er ekki hægt að undirbúa vertíð á þessu ári. Þannig þátt fyrir að tæknilega sé leyfi í gildi til árs, þá er fyrirtækinu ókleift að nýta leyfið. Að þeim sökum teljum við ólögmætið jafn mikið nú og fyrir ári síðan,“ segir Heiðrún. Hún telur að ríkið hafa bakað sér bótaskyldu og að Hvalur muni höfða mál. Hvalveiðar séu löglegar og Alþingi ekki á leið í að banna þær. „Ég hygg að ef að menn töldu meirihluta fyrir því á þingi að banna hvalveiðar, þá hefði það þegar litið dagsins ljós. Af þeim sökum líka, tel ég það mjög ámælisvert að hálfu ráðherra og ég trúi ekki öðru en að þingið hafi á því líka miklar skoðanir þegar ráðherra gengur fram með þessum hætti og í raun bannar þá atvinnustarfsemi sem þingið hefur þegar leyft,“ segir Heiðrún. Hún segist skilja að um sé að ræða hitamál í þjóðfélaginu. „En það breytir því hins vegar ekki að við getum aldrei, við sem borgarar, eigum aldrei að sætta okkur við það þegar ráðherrar af ásetningin, brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Það breytir engu hvort við séum sammála eða ósammálalögum, eða hvalveiðum. Ráðherrar eiga að sæta ábyrgð ef þeir virða ekki þau lög sem sett eru,“ segir Heiðrún. Hvalir Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hafið Hvalveiðar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í gær gaf Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra út leyfi til veiða á 128 langreyðum við Íslandsstrendur. Umsókn um leyfið var send inn í janúar og því tók hálft ár að afgreiða hana. Alla jafna væru veiðar hafnar á þessum tíma árs. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harkalega, bæði af þeim sem tala með og gegn hvalveiðum. Hvalavinir vildu ekki að leyfið yrði gefið út en aðrir eru ósáttir við seinaganginn við afgreiðsluna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir augljóst að ráðherra hafi slegið vertíð þessa árs af. „Ráðherra veit það sjálf að það er það langt liðið á árið að það er ekki hægt að undirbúa vertíð á þessu ári. Þannig þátt fyrir að tæknilega sé leyfi í gildi til árs, þá er fyrirtækinu ókleift að nýta leyfið. Að þeim sökum teljum við ólögmætið jafn mikið nú og fyrir ári síðan,“ segir Heiðrún. Hún telur að ríkið hafa bakað sér bótaskyldu og að Hvalur muni höfða mál. Hvalveiðar séu löglegar og Alþingi ekki á leið í að banna þær. „Ég hygg að ef að menn töldu meirihluta fyrir því á þingi að banna hvalveiðar, þá hefði það þegar litið dagsins ljós. Af þeim sökum líka, tel ég það mjög ámælisvert að hálfu ráðherra og ég trúi ekki öðru en að þingið hafi á því líka miklar skoðanir þegar ráðherra gengur fram með þessum hætti og í raun bannar þá atvinnustarfsemi sem þingið hefur þegar leyft,“ segir Heiðrún. Hún segist skilja að um sé að ræða hitamál í þjóðfélaginu. „En það breytir því hins vegar ekki að við getum aldrei, við sem borgarar, eigum aldrei að sætta okkur við það þegar ráðherrar af ásetningin, brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Það breytir engu hvort við séum sammála eða ósammálalögum, eða hvalveiðum. Ráðherrar eiga að sæta ábyrgð ef þeir virða ekki þau lög sem sett eru,“ segir Heiðrún.
Hvalir Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hafið Hvalveiðar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira