Ljúgandi málpípa Sjálfstæðisflokksins Tómas Kristjánsson skrifar 13. júní 2024 07:01 Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Sannleikurinn er sá að skv. fjárlögum síðast liðinna ára hefur að meðaltali 30% meira verið innheimt í formi bifreiðagjalda, olíugjalda og bensíngjalda en var úthlutað í framkvæmdir í vegakerfinu. Fjárlög 2024 gera t.d. ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði 38,5 milljörðum á meðan framkvæmdir á vegakerfinu kosti 26,2 milljarða. Þetta eru allt opinberar upplýsingar sem allir nettengdir einstaklingar hafa aðgang að. Við þetta mæti bæta að kolefnisgjald skilar ríkissjóði 14 milljörðum á ári þannig að í raun er umferðin að skila tvöfallt meiri tekjum til ríkisins en ríkið leggur í þjóðvegakerfið. Jón fullyrðir líka að allar þessar tekjur fari í vegakerfið. Þarna er ekki einusinni hægt að tala um misskilning af því að í öllum þeim lögum sem þessi gjöld eru nefnd stendur skýrum stöfum að gjöldin renni í ríkissjóð. Sama má segja um nýlega samþykkt lög um kílómetragjald. Ekkert af þessum skatti er eyrnamerktur vegakerfinu, eins og hann var fram til ársins 2018, heldur rennur þetta allt í taumlausa eyðslu partíflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi staðið fyrir upplýsingaóreiðu þegar kemur að samfélagslegum innviðum. Síðan flokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 2013 hefur eyðsla ríkisins vaxið úr 583 milljörðum á ári í 1313 milljarða fyrir árið 2024. Það eru 500 milljarðar umfram verðbólgu. En einhverja hluta vegna skal allur áróður flokksins snúast um þessi tilteknu útgjöld, sem samtals eru ekki nema 1,8% af heildarútgjöldum ríkisins, í stað þess að spara í einhverjum af þeim tæplega 2000 gjaldaliðum sem má finna í fjárlögum. Alltaf skal báknið stækka. Í tengslum við glórulaus lög um kílómetragjald, eina skattinn sem rukkaður er eftir ólöggiltum mæli fyrir akstur utan þjóðvegakerfisins, var orðum eins og „jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu“ slengt fram, að því virðist vera í þeim eina tilgangi að gera rafbílaeigendur að jaðarsettum hóp sem væri á einhvern hátt að svindla á kerfinu. Þetta og meira rugl má meira að segja finna á opinberri heimasíðu fjármálaráðuneytisins: vegirokkarallra.is Þetta er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Staðreyndin er sú að rafbílavæðing er þjóðhagslega hagkvæm leið til að draga úr orkunotkun í samgöngum og það er algjörlega glórulaust að ríkið sé að skattleggja akstur rafbíla svo mikið að kostnaður við akstur á innlendu rafmagni geti verið nálægt því sá sami og að aka um á innfluttu eldsneyti. Ríkið er bundið af alþjóðlegum samningum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og almenningur var búinn að sýna fram á mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni með stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að stöðva þessa ásókn í rafbíla og á einni nóttu hrundi sala á rafbílum. Í dag sýna tölurnar okkur að það er ógerningur að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld voru búin að setja sér og því stefnir allt í sektargreiðslur, líkt og til annarra umhverfissóða. Vert er að taka fram að öll stjórnarandstaðan kaus gegn þessu kílómetragjaldi þannig að bæði VG og Framsókn hefðu getað stöðvað þessa vitleysu en því miður þá virðast stjórnarsamstarfið hafa yljað meira en skynsemi í skattlagningu á almenning. Höfundur er áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Samgöngur Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Sannleikurinn er sá að skv. fjárlögum síðast liðinna ára hefur að meðaltali 30% meira verið innheimt í formi bifreiðagjalda, olíugjalda og bensíngjalda en var úthlutað í framkvæmdir í vegakerfinu. Fjárlög 2024 gera t.d. ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði 38,5 milljörðum á meðan framkvæmdir á vegakerfinu kosti 26,2 milljarða. Þetta eru allt opinberar upplýsingar sem allir nettengdir einstaklingar hafa aðgang að. Við þetta mæti bæta að kolefnisgjald skilar ríkissjóði 14 milljörðum á ári þannig að í raun er umferðin að skila tvöfallt meiri tekjum til ríkisins en ríkið leggur í þjóðvegakerfið. Jón fullyrðir líka að allar þessar tekjur fari í vegakerfið. Þarna er ekki einusinni hægt að tala um misskilning af því að í öllum þeim lögum sem þessi gjöld eru nefnd stendur skýrum stöfum að gjöldin renni í ríkissjóð. Sama má segja um nýlega samþykkt lög um kílómetragjald. Ekkert af þessum skatti er eyrnamerktur vegakerfinu, eins og hann var fram til ársins 2018, heldur rennur þetta allt í taumlausa eyðslu partíflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi staðið fyrir upplýsingaóreiðu þegar kemur að samfélagslegum innviðum. Síðan flokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 2013 hefur eyðsla ríkisins vaxið úr 583 milljörðum á ári í 1313 milljarða fyrir árið 2024. Það eru 500 milljarðar umfram verðbólgu. En einhverja hluta vegna skal allur áróður flokksins snúast um þessi tilteknu útgjöld, sem samtals eru ekki nema 1,8% af heildarútgjöldum ríkisins, í stað þess að spara í einhverjum af þeim tæplega 2000 gjaldaliðum sem má finna í fjárlögum. Alltaf skal báknið stækka. Í tengslum við glórulaus lög um kílómetragjald, eina skattinn sem rukkaður er eftir ólöggiltum mæli fyrir akstur utan þjóðvegakerfisins, var orðum eins og „jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu“ slengt fram, að því virðist vera í þeim eina tilgangi að gera rafbílaeigendur að jaðarsettum hóp sem væri á einhvern hátt að svindla á kerfinu. Þetta og meira rugl má meira að segja finna á opinberri heimasíðu fjármálaráðuneytisins: vegirokkarallra.is Þetta er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Staðreyndin er sú að rafbílavæðing er þjóðhagslega hagkvæm leið til að draga úr orkunotkun í samgöngum og það er algjörlega glórulaust að ríkið sé að skattleggja akstur rafbíla svo mikið að kostnaður við akstur á innlendu rafmagni geti verið nálægt því sá sami og að aka um á innfluttu eldsneyti. Ríkið er bundið af alþjóðlegum samningum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og almenningur var búinn að sýna fram á mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni með stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að stöðva þessa ásókn í rafbíla og á einni nóttu hrundi sala á rafbílum. Í dag sýna tölurnar okkur að það er ógerningur að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld voru búin að setja sér og því stefnir allt í sektargreiðslur, líkt og til annarra umhverfissóða. Vert er að taka fram að öll stjórnarandstaðan kaus gegn þessu kílómetragjaldi þannig að bæði VG og Framsókn hefðu getað stöðvað þessa vitleysu en því miður þá virðast stjórnarsamstarfið hafa yljað meira en skynsemi í skattlagningu á almenning. Höfundur er áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun