Skotinn með rafbyssu þegar hann hljóp inn á völlinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 07:30 Ljósmyndari leiksins var á tánum þegar atvikið átti sér stað. Andy Lyons/Getty Images Cincinnati Reds tók á móti Cleveland Guardians í MLB-deildinni í hafnabolta á miðvikudag og fór það svo að gestirnir unnu 5-3 sigur. Það er þó ekki ástæðan fyrir því að leikurinn ratar í fréttirnar hér á Vísi en ástæðan er sú að áhorfandi sem hljóp inn á völlinn var skotinn með rafbyssu af lögreglumanni sem sinnti öryggisgæslu á leiknum. Leikurinn fór eins og hann fór en á einum tímapunkti leiksins ákvað hinn 19 ára gamli William Hendon, stuðningsmaður Cincinnati, að hann vildi sínar 15 sekúndur af frægð. These photos of the fan who ran onto the field during Reds-Guardians game 😳He did a backflip before being tased by police(📸: Andy Lyons) pic.twitter.com/U0TasgUUHc— Bleacher Report (@BleacherReport) June 12, 2024 Hann hljóp því inn á Great American Ball Park-völlinn, spjallaði stuttlega við Tyler Freeman – leikmann Guardians, áður en komið var að stuttri fimleika sýningu. Eftir stutta sýningu á miðjum vellinum var komið að því að reyna stinga lögregluna af. Það gekk vægast sagt ekki upp þar sem lögreglumaðurinn tók upp rafbyssu og skaut Hendon í bakið. Féll hann til jarðar í þann mund er annar lögreglumaður kom askvaðandi. „Stuðningsmaður hljóp inn á völlinn og reyndi að stinga lögregluna af þegar þeir reyndu að hindra frekari truflun á leiknum. Með því ögraði hann bæði öryggi leikmanna og starfsfólki vallarins. Téður einstaklingur var skotinn með rafbyssu til að hægt væri að hafa hendur í hári hans,“ sagði lögreglufulltrúinn Jonathan Cunningham í viðtali við NBC News. Lögmaður og fjölskylda Hendons svaraði ekki fyrirspurnum NBC um málið. Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Það er þó ekki ástæðan fyrir því að leikurinn ratar í fréttirnar hér á Vísi en ástæðan er sú að áhorfandi sem hljóp inn á völlinn var skotinn með rafbyssu af lögreglumanni sem sinnti öryggisgæslu á leiknum. Leikurinn fór eins og hann fór en á einum tímapunkti leiksins ákvað hinn 19 ára gamli William Hendon, stuðningsmaður Cincinnati, að hann vildi sínar 15 sekúndur af frægð. These photos of the fan who ran onto the field during Reds-Guardians game 😳He did a backflip before being tased by police(📸: Andy Lyons) pic.twitter.com/U0TasgUUHc— Bleacher Report (@BleacherReport) June 12, 2024 Hann hljóp því inn á Great American Ball Park-völlinn, spjallaði stuttlega við Tyler Freeman – leikmann Guardians, áður en komið var að stuttri fimleika sýningu. Eftir stutta sýningu á miðjum vellinum var komið að því að reyna stinga lögregluna af. Það gekk vægast sagt ekki upp þar sem lögreglumaðurinn tók upp rafbyssu og skaut Hendon í bakið. Féll hann til jarðar í þann mund er annar lögreglumaður kom askvaðandi. „Stuðningsmaður hljóp inn á völlinn og reyndi að stinga lögregluna af þegar þeir reyndu að hindra frekari truflun á leiknum. Með því ögraði hann bæði öryggi leikmanna og starfsfólki vallarins. Téður einstaklingur var skotinn með rafbyssu til að hægt væri að hafa hendur í hári hans,“ sagði lögreglufulltrúinn Jonathan Cunningham í viðtali við NBC News. Lögmaður og fjölskylda Hendons svaraði ekki fyrirspurnum NBC um málið.
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira