Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2024 09:30 Mynd frá vettvangi við Reykjanesvirkjun árið 2017. Vísir/GVA Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. Þetta staðfestir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í svarinu segir að nýja verklagið sé öruggara og að sambærilegt verklag sé viðhaft við jarðvarmavinnslu hér á landi. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig „Breytingar voru gerðar á verkferlum fyrirtækisins strax í kjölfar slyssins. Meginbreytingin fólst í því að við niðurdælingu á köldu vatni skal í öllum tilvikum vera ker á milli vatnsveitu og niðurdælingar þannig að tryggt sé að gas geti ekki borist frá holu í vatnsveitulagnir,“ segir í svarinu. HS Orka harmar að banaslysið hafi orðið og segir að verkferlar fyrirtækisins hafi verið endurbættir gagngert til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig. Gerðu samkomulag við aðstandendur Spurð hvort að HS Orka beri ábyrgð á banaslysinu á grunni vanrækslu og gáleysis segir Birna að lögreglurannsókn hafi farið fram og málið látið niður falla. „Líkt og fram kemur í skýrslu Vinnueftirlitsins frá þessum tíma varð röð atvika til þess að skapa þær aðstæður sem leiddu til slyssins,“ segir í svarinu en tryggingafélag fyrirtækisins gerði samkomulag við aðstandendur Osowski um bætur. Ekkert gert áður en það var of seint Eins og greint var frá sagði Jóhannes Helgason, fyrrum rannsakandi Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi að banaslysið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik átti sér stað árið 2013 með sömu borholu en þá virðist sem ekkert hafi verið gert þó að atvikið hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 segir Birna í skriflegu svari sínu að svo virðist sem eitthvað hafi ollið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Eftirlitsaðilar voru upplýstir um það. Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 segir Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Draga lærdóm frá slysinu Í svarinu kemur fram að HS Orka dragi lærdóm frá banaslysinu og að öryggismál séu í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Öryggismál eiga alltaf að vera í forgrunni og því mikilvægt að dreginn sé lærdómur af atburðum sem þessum. Metnaður okkar stendur til þess að vinna ávallt eftir bestu mögulegu öryggisviðmiðum sem þekkjast. Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Þetta staðfestir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í svarinu segir að nýja verklagið sé öruggara og að sambærilegt verklag sé viðhaft við jarðvarmavinnslu hér á landi. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig „Breytingar voru gerðar á verkferlum fyrirtækisins strax í kjölfar slyssins. Meginbreytingin fólst í því að við niðurdælingu á köldu vatni skal í öllum tilvikum vera ker á milli vatnsveitu og niðurdælingar þannig að tryggt sé að gas geti ekki borist frá holu í vatnsveitulagnir,“ segir í svarinu. HS Orka harmar að banaslysið hafi orðið og segir að verkferlar fyrirtækisins hafi verið endurbættir gagngert til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig. Gerðu samkomulag við aðstandendur Spurð hvort að HS Orka beri ábyrgð á banaslysinu á grunni vanrækslu og gáleysis segir Birna að lögreglurannsókn hafi farið fram og málið látið niður falla. „Líkt og fram kemur í skýrslu Vinnueftirlitsins frá þessum tíma varð röð atvika til þess að skapa þær aðstæður sem leiddu til slyssins,“ segir í svarinu en tryggingafélag fyrirtækisins gerði samkomulag við aðstandendur Osowski um bætur. Ekkert gert áður en það var of seint Eins og greint var frá sagði Jóhannes Helgason, fyrrum rannsakandi Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi að banaslysið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik átti sér stað árið 2013 með sömu borholu en þá virðist sem ekkert hafi verið gert þó að atvikið hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 segir Birna í skriflegu svari sínu að svo virðist sem eitthvað hafi ollið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Eftirlitsaðilar voru upplýstir um það. Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 segir Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Draga lærdóm frá slysinu Í svarinu kemur fram að HS Orka dragi lærdóm frá banaslysinu og að öryggismál séu í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Öryggismál eiga alltaf að vera í forgrunni og því mikilvægt að dreginn sé lærdómur af atburðum sem þessum. Metnaður okkar stendur til þess að vinna ávallt eftir bestu mögulegu öryggisviðmiðum sem þekkjast.
Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02