Markahæstur í sögu KA með hundrað mörk: „ Vonandi fer ég í 150” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. júní 2024 21:04 Hallgrímur Mar Steingrímsson skráði sig í sögubækur KA í kvöld. vísir / vilhelm Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA og varð í leiðinni markahæsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann gulltryggði KA sigur gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í leik sem fram fór á Akureyri. Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Hallgrímur setti þriðja markið og lokatölur því 3-0. „Bara heiður. Ég er búinn stefna að þessu síðan í fyrra allavega og ég hef verið nálægt þessu. Það var bara mjög góð tilfinning að vera búinn að brjóta þennan múr þannig vonandi verða bara enn fleiri mörk. Vonandi fer ég í 150.” Varstu meðvitaður um að þetta væri þitt hundraðasta mark þegar vallarþulurinn tilkynnti það strax eftir markið? „Nei, án djóks þá ég hélt ég að ég ætti tvö mörk eftir í þetta en það var illa gott að heyra þetta svona óvænt, þá fékk ég svona smá gæsahúð.” KA hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og situr í næðstneðsta sæti deildarinnar en frammistaðan í dag var jafnvel sú besta hjá liðinu í sumar. „Jú, eða eins og ég sagði í öðru viðtali þá hefur alveg frammistaðan verið góð í mörgum leikjum þó að úrslitin hafi verið ömurleg en svona heilt yfir vorum við alvöru lið í dag og sýndum af hverju við erum í þessu, þannig jú heildar frammistaðan í dag var örugglega sú langbesta með varnarleik og öllu.” KA hefur lekið inn mörkum í Bestu deildinni og hafa fengið á sig flest mörk allra liða en liðið hélt hreinu í dag sem boðar gott. „Það var virkilega ljúft, ég veit ekki hvort við höfum haldið hreinu í sumar, kannski einu sinni eða eitthvað, en já það var kominn tími á þetta.” „Ég ætla að vona að menn noti þetta í næstu leikjum og við loksins sýndum frammistöðu sem við höfum verið að sýna síðustu ár. Við erum með sama lið og síðustu tvö til þrjú ár þannig að við höfum gæðin, við þurfum bara að spila sem lið og nenna að hafa fyrir þessu því það er miklu skemmtilegra að vinna fótboltaleiki heldur en að tapa þeim.” KA hefur verið heppið með heimaleiki í bikardrættinum og Hallgrímur óskar sér að sjálfsögðu heimaleiks í undanúrslitum. „Já, eins og ég sagði áðan, þetta eru Stjarnan, Víkingur og Valur; allt frábært lið þannig lykilatriði að fá heimaleik, sérstaklega ef veðrið verður eins og í dag verður það frábært”, sagði stoltur Hallgrímur að endingu en leikurinn fór fram í glampandi sól og hita. Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Hallgrímur setti þriðja markið og lokatölur því 3-0. „Bara heiður. Ég er búinn stefna að þessu síðan í fyrra allavega og ég hef verið nálægt þessu. Það var bara mjög góð tilfinning að vera búinn að brjóta þennan múr þannig vonandi verða bara enn fleiri mörk. Vonandi fer ég í 150.” Varstu meðvitaður um að þetta væri þitt hundraðasta mark þegar vallarþulurinn tilkynnti það strax eftir markið? „Nei, án djóks þá ég hélt ég að ég ætti tvö mörk eftir í þetta en það var illa gott að heyra þetta svona óvænt, þá fékk ég svona smá gæsahúð.” KA hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og situr í næðstneðsta sæti deildarinnar en frammistaðan í dag var jafnvel sú besta hjá liðinu í sumar. „Jú, eða eins og ég sagði í öðru viðtali þá hefur alveg frammistaðan verið góð í mörgum leikjum þó að úrslitin hafi verið ömurleg en svona heilt yfir vorum við alvöru lið í dag og sýndum af hverju við erum í þessu, þannig jú heildar frammistaðan í dag var örugglega sú langbesta með varnarleik og öllu.” KA hefur lekið inn mörkum í Bestu deildinni og hafa fengið á sig flest mörk allra liða en liðið hélt hreinu í dag sem boðar gott. „Það var virkilega ljúft, ég veit ekki hvort við höfum haldið hreinu í sumar, kannski einu sinni eða eitthvað, en já það var kominn tími á þetta.” „Ég ætla að vona að menn noti þetta í næstu leikjum og við loksins sýndum frammistöðu sem við höfum verið að sýna síðustu ár. Við erum með sama lið og síðustu tvö til þrjú ár þannig að við höfum gæðin, við þurfum bara að spila sem lið og nenna að hafa fyrir þessu því það er miklu skemmtilegra að vinna fótboltaleiki heldur en að tapa þeim.” KA hefur verið heppið með heimaleiki í bikardrættinum og Hallgrímur óskar sér að sjálfsögðu heimaleiks í undanúrslitum. „Já, eins og ég sagði áðan, þetta eru Stjarnan, Víkingur og Valur; allt frábært lið þannig lykilatriði að fá heimaleik, sérstaklega ef veðrið verður eins og í dag verður það frábært”, sagði stoltur Hallgrímur að endingu en leikurinn fór fram í glampandi sól og hita.
Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira