Helgi Guðjónss.: Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá Árni Jóhannsson skrifar 13. júní 2024 21:37 Helgi Guðjónsson lagði upp tvö mörk í kvöld og finnst hann finna sig vel á kantinum. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Helgi Guðjónsson var einn af þeim leikmönnum Víkings sem hafði hvað mest áhrif á útkomu leiks þeirra gegn Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Hann lagði upp tvö mörk í 3-1 sigri og var ánægður með dagsverkið. „Það er bara hrikalega sætt að ná að klára þetta“, sagði Helgi þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri skömmu eftir leik en Víkingur virðist ekki kunna að tapa í bikarnum. „Við byrjuðum ekkert spes, það var smá bras í byrjun en síðan var bara gott að klára þetta og vera komnir í fjögurra liða úrslit.“ Helgi var spurður hvað hann væri sáttastur með eftir leikinn. „Bara að ná að komast í 2-0 þó við værum ekkert spes í fyrri hálfleik. Þeir voru lágt niðri og það tók smá tíma að brjóta þá niður. Að ná að fara inn í hálfleik í 2-0 var fjári sterkt fyrir seinni hálfleikinn.“ Helgi er kannski þekktari fyrir að pota boltanum í netið en í kvöld var það hann sem var í gjafastuði og lagði upp mörk tvö og þrjú. Hann var spurður að því hvernig hann var að finna sig í kvöld. „Þessi staða á kantinum hentar mér mjög vel vegna fyrirgjafanna. Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá þannig að það er þeirra að mæta inn í eins og það er mitt að hitta á þá.“ Víkingur hafði mjög góð tök á leiknum þegar þeir voru komnir yfir en er það þá ekki erfitt að halda einbeitingu í allar 90 mínúturnar þegar andstæðingurinn virðist ekki geta ógnað liðinu að ráði. „Já, en það er mikilvægt að halda haus og ekki gefa þeim von eins og kom kannski þarna í lokin. Þess vegna var svo mikilvægt að ná þriðja markinu í seinni hálfleik. Það rotaði leikinn fannst mér og kom í veg fyrir að þessi leikur færi í eitthvað kaos í lokin.“ Það er skammt stórra högga á milli en strax eftir helgi er leikur við Val hjá Víkingum. Hvernig fannst Helga frammistaðan í kvöld ríma við það sem Víkingur sér fyrir sér í þeim leik. „Bara fínt. Menn eru að koma sprækir eftir smá frí og við þurfum bara að vera klárir í stórleikinn á þriðjudaginn.“ Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
„Það er bara hrikalega sætt að ná að klára þetta“, sagði Helgi þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri skömmu eftir leik en Víkingur virðist ekki kunna að tapa í bikarnum. „Við byrjuðum ekkert spes, það var smá bras í byrjun en síðan var bara gott að klára þetta og vera komnir í fjögurra liða úrslit.“ Helgi var spurður hvað hann væri sáttastur með eftir leikinn. „Bara að ná að komast í 2-0 þó við værum ekkert spes í fyrri hálfleik. Þeir voru lágt niðri og það tók smá tíma að brjóta þá niður. Að ná að fara inn í hálfleik í 2-0 var fjári sterkt fyrir seinni hálfleikinn.“ Helgi er kannski þekktari fyrir að pota boltanum í netið en í kvöld var það hann sem var í gjafastuði og lagði upp mörk tvö og þrjú. Hann var spurður að því hvernig hann var að finna sig í kvöld. „Þessi staða á kantinum hentar mér mjög vel vegna fyrirgjafanna. Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá þannig að það er þeirra að mæta inn í eins og það er mitt að hitta á þá.“ Víkingur hafði mjög góð tök á leiknum þegar þeir voru komnir yfir en er það þá ekki erfitt að halda einbeitingu í allar 90 mínúturnar þegar andstæðingurinn virðist ekki geta ógnað liðinu að ráði. „Já, en það er mikilvægt að halda haus og ekki gefa þeim von eins og kom kannski þarna í lokin. Þess vegna var svo mikilvægt að ná þriðja markinu í seinni hálfleik. Það rotaði leikinn fannst mér og kom í veg fyrir að þessi leikur færi í eitthvað kaos í lokin.“ Það er skammt stórra högga á milli en strax eftir helgi er leikur við Val hjá Víkingum. Hvernig fannst Helga frammistaðan í kvöld ríma við það sem Víkingur sér fyrir sér í þeim leik. „Bara fínt. Menn eru að koma sprækir eftir smá frí og við þurfum bara að vera klárir í stórleikinn á þriðjudaginn.“
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30