Helgi Guðjónss.: Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá Árni Jóhannsson skrifar 13. júní 2024 21:37 Helgi Guðjónsson lagði upp tvö mörk í kvöld og finnst hann finna sig vel á kantinum. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Helgi Guðjónsson var einn af þeim leikmönnum Víkings sem hafði hvað mest áhrif á útkomu leiks þeirra gegn Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Hann lagði upp tvö mörk í 3-1 sigri og var ánægður með dagsverkið. „Það er bara hrikalega sætt að ná að klára þetta“, sagði Helgi þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri skömmu eftir leik en Víkingur virðist ekki kunna að tapa í bikarnum. „Við byrjuðum ekkert spes, það var smá bras í byrjun en síðan var bara gott að klára þetta og vera komnir í fjögurra liða úrslit.“ Helgi var spurður hvað hann væri sáttastur með eftir leikinn. „Bara að ná að komast í 2-0 þó við værum ekkert spes í fyrri hálfleik. Þeir voru lágt niðri og það tók smá tíma að brjóta þá niður. Að ná að fara inn í hálfleik í 2-0 var fjári sterkt fyrir seinni hálfleikinn.“ Helgi er kannski þekktari fyrir að pota boltanum í netið en í kvöld var það hann sem var í gjafastuði og lagði upp mörk tvö og þrjú. Hann var spurður að því hvernig hann var að finna sig í kvöld. „Þessi staða á kantinum hentar mér mjög vel vegna fyrirgjafanna. Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá þannig að það er þeirra að mæta inn í eins og það er mitt að hitta á þá.“ Víkingur hafði mjög góð tök á leiknum þegar þeir voru komnir yfir en er það þá ekki erfitt að halda einbeitingu í allar 90 mínúturnar þegar andstæðingurinn virðist ekki geta ógnað liðinu að ráði. „Já, en það er mikilvægt að halda haus og ekki gefa þeim von eins og kom kannski þarna í lokin. Þess vegna var svo mikilvægt að ná þriðja markinu í seinni hálfleik. Það rotaði leikinn fannst mér og kom í veg fyrir að þessi leikur færi í eitthvað kaos í lokin.“ Það er skammt stórra högga á milli en strax eftir helgi er leikur við Val hjá Víkingum. Hvernig fannst Helga frammistaðan í kvöld ríma við það sem Víkingur sér fyrir sér í þeim leik. „Bara fínt. Menn eru að koma sprækir eftir smá frí og við þurfum bara að vera klárir í stórleikinn á þriðjudaginn.“ Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
„Það er bara hrikalega sætt að ná að klára þetta“, sagði Helgi þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri skömmu eftir leik en Víkingur virðist ekki kunna að tapa í bikarnum. „Við byrjuðum ekkert spes, það var smá bras í byrjun en síðan var bara gott að klára þetta og vera komnir í fjögurra liða úrslit.“ Helgi var spurður hvað hann væri sáttastur með eftir leikinn. „Bara að ná að komast í 2-0 þó við værum ekkert spes í fyrri hálfleik. Þeir voru lágt niðri og það tók smá tíma að brjóta þá niður. Að ná að fara inn í hálfleik í 2-0 var fjári sterkt fyrir seinni hálfleikinn.“ Helgi er kannski þekktari fyrir að pota boltanum í netið en í kvöld var það hann sem var í gjafastuði og lagði upp mörk tvö og þrjú. Hann var spurður að því hvernig hann var að finna sig í kvöld. „Þessi staða á kantinum hentar mér mjög vel vegna fyrirgjafanna. Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá þannig að það er þeirra að mæta inn í eins og það er mitt að hitta á þá.“ Víkingur hafði mjög góð tök á leiknum þegar þeir voru komnir yfir en er það þá ekki erfitt að halda einbeitingu í allar 90 mínúturnar þegar andstæðingurinn virðist ekki geta ógnað liðinu að ráði. „Já, en það er mikilvægt að halda haus og ekki gefa þeim von eins og kom kannski þarna í lokin. Þess vegna var svo mikilvægt að ná þriðja markinu í seinni hálfleik. Það rotaði leikinn fannst mér og kom í veg fyrir að þessi leikur færi í eitthvað kaos í lokin.“ Það er skammt stórra högga á milli en strax eftir helgi er leikur við Val hjá Víkingum. Hvernig fannst Helga frammistaðan í kvöld ríma við það sem Víkingur sér fyrir sér í þeim leik. „Bara fínt. Menn eru að koma sprækir eftir smá frí og við þurfum bara að vera klárir í stórleikinn á þriðjudaginn.“
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30