Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 06:45 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf leyfi til hvalveiða fyrr í vikunni. Stöð 2/Einar Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Í vikunni veitti Bjarkey Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Veiðileyfið nær aðeins yfir þetta ár. Síðan hefur Kristján Loftsson, stærsti eigandi Hvals hf. sagt að sér þyki ólíklegt að hann muni veiða hval í sumar, aðallega vegna þess hversu langt er liðið á veiðitímabilið. Rætt var um málið á Alþingi í gær. Þar spurði Bergþór Bjarkeyju út í hvort aðrir ráðherrar hefðu beitt hana þrýstingi við ákvarðanatökuna. „Þeir beittu mig ekki þrýstingi og ég er þakklát fyrir það. Ég tel að það séu eðlileg vinnubrögð innan ríkisstjórnar að ráðherrar fái tækifæri og rými til að taka sínar ákvarðanir, hvort sem það snýr að hvalveiðum eða einhverju öðru slíku. Ég myndi ekki beita annan ráðherra þrýstingi vegna þess að mér fyndist eitthvað um eitthvert tiltekið mál sem væri til umfjöllunar. Svo svarið er nei,“ sagði Bjarkey. Bergþór spurði jafnframt út í lengd veiðileyfisins. Hann vildi fá að vita til hversu langs tíma henni hefði verið ráðlagt að veita leyfið. Bjarkey sagði að þeir hefðu ráðlagt henni að fara ekki fram yfir tvö ár, og því hafi í raun verið í boði að velja eitt ár eða tvö ár og hún valið fyrri kostinn. „Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ sagði Bergþór við Morgunblaðið um svar hennar. „Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.” Bergþór segir að hafi aðrir ráðherrar ekki þrýst á hana sé það til marks um að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Í vikunni veitti Bjarkey Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Veiðileyfið nær aðeins yfir þetta ár. Síðan hefur Kristján Loftsson, stærsti eigandi Hvals hf. sagt að sér þyki ólíklegt að hann muni veiða hval í sumar, aðallega vegna þess hversu langt er liðið á veiðitímabilið. Rætt var um málið á Alþingi í gær. Þar spurði Bergþór Bjarkeyju út í hvort aðrir ráðherrar hefðu beitt hana þrýstingi við ákvarðanatökuna. „Þeir beittu mig ekki þrýstingi og ég er þakklát fyrir það. Ég tel að það séu eðlileg vinnubrögð innan ríkisstjórnar að ráðherrar fái tækifæri og rými til að taka sínar ákvarðanir, hvort sem það snýr að hvalveiðum eða einhverju öðru slíku. Ég myndi ekki beita annan ráðherra þrýstingi vegna þess að mér fyndist eitthvað um eitthvert tiltekið mál sem væri til umfjöllunar. Svo svarið er nei,“ sagði Bjarkey. Bergþór spurði jafnframt út í lengd veiðileyfisins. Hann vildi fá að vita til hversu langs tíma henni hefði verið ráðlagt að veita leyfið. Bjarkey sagði að þeir hefðu ráðlagt henni að fara ekki fram yfir tvö ár, og því hafi í raun verið í boði að velja eitt ár eða tvö ár og hún valið fyrri kostinn. „Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ sagði Bergþór við Morgunblaðið um svar hennar. „Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.” Bergþór segir að hafi aðrir ráðherrar ekki þrýst á hana sé það til marks um að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira