Rétturinn til heilnæms umhverfis vs bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar Björg Sveinsdóttir skrifar 14. júní 2024 12:30 Þegar ég var ung tók móðir mín okkur systkinin í ævintýraferðalög út í hraunið út frá Holtinu. Við fórum í sólbað i hraunbollum /gjótum, skoðuðum burkna og lynggróður, ræddum um álfabústaði, týndum ber og nutum okkar í heilnæmu umhverfi. Álverið í Straumsvík hóf framleiðslu áls árið 1969 þegar ég var 10 ára. Eftir að álverið fór í gang fór enginn í berjamó nálægt Straumsvík, sögur af starfsmönnum sem fengu steinlunga, lauf varð svart á trjám á Álftanesi og tannskemmdir og vanhöld í dýrum vegna flúormengunar í nágrenni álversins. Árið 2006 og 2007 voru umræður í gangi um stækkun álversins og kusu íbúar Hafnarfjarðar í atkvæðagreiðslu um hvort samþykkja ætti deiliskipulagið sem heimilaði stækkun álversins, 76,6% kusu og niðurstaðan var að stækkun var hafnað. Bæjarbúar vildu ekki meiri stóriðju í bænum. Rétturinn til heilnæms umhverfis er viðurkenndur í yfir 150 ríkjum í stjórnarskrá eða löggjöf þó það sé ekki gert hér á landi. Árið 2019 var lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá þar sem m.a. sagði: „ Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvílir sameiginlega á öllum og skal verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stuðlað skal að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Allir skulu njóta heilnæms umhverfis.“ Eins og allir vita hefur ekki náðst samkomulag um þetta atriði á þingi. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði virðast ekki enn telja að vernd náttúru og umhverfis hvíli á sér né viðhefur varúðar og langtímasjónarmið þegar kemur að þóknun við Coda Terminal verkefnið. Umhverfismatsskýrslur fyrir stækkun hafnar og Coda verkefnið er nú í Skipulagsgátt. Það er enginn sjáanlegur hagur af því fyrir bæjarbúa að fara í verkefnið. Þvert á móti, það hefur í för með sér áhættufjárfestingu við hafnargerð og margskonar röskun á náttúru, 67.000 ferðir vörubíla frá Rauðamelsnámu að hafnarsvæðinu með tilheyrandi röskun á því svæði, sóun náttúruauðlinda eins og vatns (um 2.500 l/s sem nemur þrisvar sinnum því sem Reykvíkingar nota), álag á innviði eins og hitaveitu og rafmagn, hugsanlegir jarðskjálftar í a.m.k. 2 km frá niðurdælingarstað. (Það gætu verið 700m frá borteig í íbúðabyggð á Völlunum). Grunnvatnið spillist, það hitnar væntanlega af því að hafa kraumandi koltvísýringspott undir niðurdælingarstöðum og Hafnarfjarðarbæ, (reyndar nær áhrifasvæðið undir Garðabæ og langt suður undir Kleifarvatn). Uppdælingin í þessu magni úr grunnvatnsgeyminum dregur inn saltblandað vatn innar í landið og líkanareikningar benda til þess að það taki seltu meira en 100 ár að breytist í átt að náttúrulegu ástandi eftir líftíma verkefnisins sem er 30 ár. Áhrif á Straumsvíkurtjarnirnar sem eru friðaðar og lífríki þeirra eru metin talsverð neikvæð. Einhverra hluta vegna eru möguleg áhrif af koltvísýringi í jarðlögum og grunnvatni tekin út úr umfjöllun Vatnaskila og byggir á mælingum Carbfix í umhverfismatsskýrslunni. Þar kemur þó fram að einhverjar líkur eru á að mengun berist í vatnsborholur Ríó Tintó sem eru 8 með 320 l/s og staðsettar rétt sunnan við Reykjanesbraut. Þær borholur gætu e.t.v. farið að skila volgu, söltu sódavatni en salt og sýra er e.t.v ekki það besta til að kæla vélar og nýverið óskaði Ríó Tintó eftir leyfi til að bora nýjar holur fyrir þessar sem hafa nýst vel í áratugi. Skv. umhverfismatsskýrslunni mun yfirborð grunnvatns lækka þar sem uppdælt (hefur áhrif á tjarnir í Straumsvík) en hækka yfirborð grunnvatns jafnvel um 40 cm, til austurs af svæðinu þar sem niðurdælt, og e.t.v. þar með getað haft áhrif á grunna í eldri húsum og á gegnumstreymi í vötnum eins og Hvaleyrarvatni, Ástjörn og Urriðavatni. Svo er það hættan við að vinna við koltvísýringinn. Þeir sem vinna við verkefnið þurfa að hafa gasmæla. Gasmælar út um allt. Þarna verða 11 km langar lagnir sem um renna milljón tonn af koltvísýringi á ári og lagnir geta lekið, svæðið með borteigum nær nú upp í skógrækt, það verða 30.000 rúmmetra tankar fyrir koltvísýring í fljótandi formi á hafnarsvæðinu, og þeir geta einnig lekið og fleiri hættur með það eins og snögg kæling umhverfis. Koltvísýringur er þyngri en andrúmsloft. Þrátt fyrir að gryfja verði kringum tanka eru raunverulegar hættur út um allt á svæðinu í kringum lagnir og við niðurdælingar og fer eftir hvort logn eða vindur. Ef leki í logni sígur koltvísýringurinn niður í kjallara og í lautir í landslagi. Hvern langar í lautarferð í Kapelluhraun? Frelsi frá umhverfislegum skaða og rétturinn til heilnæms umhverfis á að vera í forgangi fyrir íbúa í Hafnarfirði en er það ekki. Kolefnisbókhald við innflutning á koltvísýringi Þau milljónir tonna sem eru fönguð erlendis koma kolefnisbókhaldi hér ekki við. Mínusinn verður til í því landi sem koltvísýringurinn er fangaður í. Strangt til tekið kemur koltvísýringurinn hingað til lands sem plús við annað hér á landi uns hann er bundinn. Samkvæmt umhverfismatsskýrslunni er varlega gert ráð fyrir 1% koltvísýringsleka sem nemi 0,7milljónum tonna á 30 ára tímabili verkefnisins, sjóflutningar valdi losun sem nemur um 3,2 milljónum tonna, og þó það kolefnisspor tilheyri sjóflutningum bitnar það á Íslandi eins og öðrum löndum, auk þess sem kjarnastarfsemin losar 0,16 milljón tonn skv. umhverfismatsskýrslunni sem er í skipulagsgátt. Ekki var gerð vistferilsgreining um losun vegna föngunar koltvísýringsins erlendis en það er sagt orkukrefjandi ferli. Fyrir „Ísland“ eykst losun um nærri 1 milljón tonn af koltvísýringi á tímabilinu vegna verkefnisins og auk þess aukast sjóflutningar um 3,2 milljón tonn. Þetta er andstætt því „að draga úr losun hér á landi“, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að gera. Það er skaðlegt náttúru að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu með eyðileggjandi, grófum, og orkufrekum aðgerðum. Drögum fremur úr losun eins og markmið eru um. Og eins og margbent á, 3 milljónir tonna eru minna en 0,01% af þeirri losun sem verður til árlega í heiminum. Vill Ísland vera grænþvottastöð fyrir umhverfissóða? Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ung tók móðir mín okkur systkinin í ævintýraferðalög út í hraunið út frá Holtinu. Við fórum í sólbað i hraunbollum /gjótum, skoðuðum burkna og lynggróður, ræddum um álfabústaði, týndum ber og nutum okkar í heilnæmu umhverfi. Álverið í Straumsvík hóf framleiðslu áls árið 1969 þegar ég var 10 ára. Eftir að álverið fór í gang fór enginn í berjamó nálægt Straumsvík, sögur af starfsmönnum sem fengu steinlunga, lauf varð svart á trjám á Álftanesi og tannskemmdir og vanhöld í dýrum vegna flúormengunar í nágrenni álversins. Árið 2006 og 2007 voru umræður í gangi um stækkun álversins og kusu íbúar Hafnarfjarðar í atkvæðagreiðslu um hvort samþykkja ætti deiliskipulagið sem heimilaði stækkun álversins, 76,6% kusu og niðurstaðan var að stækkun var hafnað. Bæjarbúar vildu ekki meiri stóriðju í bænum. Rétturinn til heilnæms umhverfis er viðurkenndur í yfir 150 ríkjum í stjórnarskrá eða löggjöf þó það sé ekki gert hér á landi. Árið 2019 var lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá þar sem m.a. sagði: „ Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvílir sameiginlega á öllum og skal verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stuðlað skal að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Allir skulu njóta heilnæms umhverfis.“ Eins og allir vita hefur ekki náðst samkomulag um þetta atriði á þingi. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði virðast ekki enn telja að vernd náttúru og umhverfis hvíli á sér né viðhefur varúðar og langtímasjónarmið þegar kemur að þóknun við Coda Terminal verkefnið. Umhverfismatsskýrslur fyrir stækkun hafnar og Coda verkefnið er nú í Skipulagsgátt. Það er enginn sjáanlegur hagur af því fyrir bæjarbúa að fara í verkefnið. Þvert á móti, það hefur í för með sér áhættufjárfestingu við hafnargerð og margskonar röskun á náttúru, 67.000 ferðir vörubíla frá Rauðamelsnámu að hafnarsvæðinu með tilheyrandi röskun á því svæði, sóun náttúruauðlinda eins og vatns (um 2.500 l/s sem nemur þrisvar sinnum því sem Reykvíkingar nota), álag á innviði eins og hitaveitu og rafmagn, hugsanlegir jarðskjálftar í a.m.k. 2 km frá niðurdælingarstað. (Það gætu verið 700m frá borteig í íbúðabyggð á Völlunum). Grunnvatnið spillist, það hitnar væntanlega af því að hafa kraumandi koltvísýringspott undir niðurdælingarstöðum og Hafnarfjarðarbæ, (reyndar nær áhrifasvæðið undir Garðabæ og langt suður undir Kleifarvatn). Uppdælingin í þessu magni úr grunnvatnsgeyminum dregur inn saltblandað vatn innar í landið og líkanareikningar benda til þess að það taki seltu meira en 100 ár að breytist í átt að náttúrulegu ástandi eftir líftíma verkefnisins sem er 30 ár. Áhrif á Straumsvíkurtjarnirnar sem eru friðaðar og lífríki þeirra eru metin talsverð neikvæð. Einhverra hluta vegna eru möguleg áhrif af koltvísýringi í jarðlögum og grunnvatni tekin út úr umfjöllun Vatnaskila og byggir á mælingum Carbfix í umhverfismatsskýrslunni. Þar kemur þó fram að einhverjar líkur eru á að mengun berist í vatnsborholur Ríó Tintó sem eru 8 með 320 l/s og staðsettar rétt sunnan við Reykjanesbraut. Þær borholur gætu e.t.v. farið að skila volgu, söltu sódavatni en salt og sýra er e.t.v ekki það besta til að kæla vélar og nýverið óskaði Ríó Tintó eftir leyfi til að bora nýjar holur fyrir þessar sem hafa nýst vel í áratugi. Skv. umhverfismatsskýrslunni mun yfirborð grunnvatns lækka þar sem uppdælt (hefur áhrif á tjarnir í Straumsvík) en hækka yfirborð grunnvatns jafnvel um 40 cm, til austurs af svæðinu þar sem niðurdælt, og e.t.v. þar með getað haft áhrif á grunna í eldri húsum og á gegnumstreymi í vötnum eins og Hvaleyrarvatni, Ástjörn og Urriðavatni. Svo er það hættan við að vinna við koltvísýringinn. Þeir sem vinna við verkefnið þurfa að hafa gasmæla. Gasmælar út um allt. Þarna verða 11 km langar lagnir sem um renna milljón tonn af koltvísýringi á ári og lagnir geta lekið, svæðið með borteigum nær nú upp í skógrækt, það verða 30.000 rúmmetra tankar fyrir koltvísýring í fljótandi formi á hafnarsvæðinu, og þeir geta einnig lekið og fleiri hættur með það eins og snögg kæling umhverfis. Koltvísýringur er þyngri en andrúmsloft. Þrátt fyrir að gryfja verði kringum tanka eru raunverulegar hættur út um allt á svæðinu í kringum lagnir og við niðurdælingar og fer eftir hvort logn eða vindur. Ef leki í logni sígur koltvísýringurinn niður í kjallara og í lautir í landslagi. Hvern langar í lautarferð í Kapelluhraun? Frelsi frá umhverfislegum skaða og rétturinn til heilnæms umhverfis á að vera í forgangi fyrir íbúa í Hafnarfirði en er það ekki. Kolefnisbókhald við innflutning á koltvísýringi Þau milljónir tonna sem eru fönguð erlendis koma kolefnisbókhaldi hér ekki við. Mínusinn verður til í því landi sem koltvísýringurinn er fangaður í. Strangt til tekið kemur koltvísýringurinn hingað til lands sem plús við annað hér á landi uns hann er bundinn. Samkvæmt umhverfismatsskýrslunni er varlega gert ráð fyrir 1% koltvísýringsleka sem nemi 0,7milljónum tonna á 30 ára tímabili verkefnisins, sjóflutningar valdi losun sem nemur um 3,2 milljónum tonna, og þó það kolefnisspor tilheyri sjóflutningum bitnar það á Íslandi eins og öðrum löndum, auk þess sem kjarnastarfsemin losar 0,16 milljón tonn skv. umhverfismatsskýrslunni sem er í skipulagsgátt. Ekki var gerð vistferilsgreining um losun vegna föngunar koltvísýringsins erlendis en það er sagt orkukrefjandi ferli. Fyrir „Ísland“ eykst losun um nærri 1 milljón tonn af koltvísýringi á tímabilinu vegna verkefnisins og auk þess aukast sjóflutningar um 3,2 milljón tonn. Þetta er andstætt því „að draga úr losun hér á landi“, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að gera. Það er skaðlegt náttúru að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu með eyðileggjandi, grófum, og orkufrekum aðgerðum. Drögum fremur úr losun eins og markmið eru um. Og eins og margbent á, 3 milljónir tonna eru minna en 0,01% af þeirri losun sem verður til árlega í heiminum. Vill Ísland vera grænþvottastöð fyrir umhverfissóða? Höfundur er íbúi í Hafnarfirði.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun