Spennandi tímar fyrir ungt fólk í Hafnarfirði Kristín Thoroddsen og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 14. júní 2024 16:31 Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí. Ungmennastarf í Hafnarfirði verður eflt og útvíkkað frá því sem verið hefur m.a. með fleiri tækifærum til sköpunar, samveru og til að sinna áhugamálum í frístundum. Einnig verður nú boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir aldurshópinn á tveimur stöðum í bænum í stað einnar starfsstöðvar. Það er mikilvægt og hefur verið kallað eftir því í ört stækkandi bæjarfélagi. Frístundastarfið verður frá og með hausti í glænýju húsnæði að Selhellu 7 og í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn. Breytingarnar voru samþykktar á fundum fræðslu- og fjölskylduráðs. Í þeim er lögð áhersla á að veita ungu fólki í Hafnarfirði, fötluðu sem ófötluðu, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Í því skyni verður frístundastarfið endurskipulagt og útfært í takt við nútímann og síbreytilegar þarfir og vilja ungs fólks. Kallað hefur verið eftir slíkum breytingum víða að úr samfélaginu, meðal annars frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kjörnum fulltrúum, foreldrum og ungmennum sem ekki hafa sótt núverandi þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu. Mikilvægt er að ná til breiðari hóp fólks en nú er og verður það gert í samstarfi við væntanlega notendur. Starfsemi ungmennahússins Hamarsins við Suðurgötu verður hætt og húsnæðið nýtt undir þjónustu við fólk með fötlun. Þar verður markmiðið að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og efla kennslu í óhefðbundnum tjáskiptum. Umsjón með tómstunda- og frístundaþjónustu við ungt fólk með fötlun færist yfir á mennta- og lýðheilsusvið. Lögð er áhersla á að samráð og samtal hefjist sem fyrst við aðstandendur og notendur þjónustu Vinaskjóls og Klettsins og að þeir komi að vinnu starfshóps sem stofnaður verður til að útfæra breytingar á starfseminni. Unga fólkið fái að blómstra Í nýju glæsilegu húsnæði að Selhellu 7 verður boðið upp á fjölbreytta þjónusta fyrir ungt fólk, hópa- og félagsstarf ásamt sérhæfðari þjónustu fyrir öll ungmenni. Í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn er að mótast starf sem nýtist öllum, ekki síst ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Þar verða möguleikar á aðþróa hugmyndir ungs fólks, vinna að ýmis konar listsköpun og efla tengsl við önnur ungmenni með sameiginleg áhugamál. Í nýsköpunarsetrinu verður búnaður sem mun nýtast vel og getur hjálpað ungum frumkvöðlum í vinnu sinni og nýsköpun samfélaginu til heilla. Þar er einnig rúmgott fjölnota rými sem mun nýtast vel fyrir námskeið og viðburði. Það er því ljóst að tækifærin þar eru óþrjótandi og einskorðast við hugmyndir og framtak unga fólksins sem þarna fær að njóta sín og blómstra Ungmennaþing í haust Í kjölfar ákvörðunar um að efla og útvíkka starf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði verður á næstu dögum stofnaður starfshópur þar sem 16-24 ára ungmenni verða kölluð að borðinu, fulltrúar Ungmennaráðs og fatlaðra ungmenna. Verkefni starfshópsins verður meðal annars aðkalla saman enn stærri hóp ungs fólks á ungmennaþing í haust til að taka þátt í útfærslu breytinganna. Markmiðið með ungmennaþingi er að ná til breiðari hóps, valdefla ungt fólk, tengja þau við verkefnið og skapa samheldni og samvinnu. Við erum að hlusta og skilaboðin frá hafnfirskum ungmennum er samráð og samtal um starfsemi miðstöðva fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Kristín er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Margrét Vala er formaður fjölskylduráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Mikil breyting verður á möguleikum hafnfirskra ungmenna á aldrinum 16-24 ára til frístundastarfs og afþreyingar þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi eftir sumarfrí. Ungmennastarf í Hafnarfirði verður eflt og útvíkkað frá því sem verið hefur m.a. með fleiri tækifærum til sköpunar, samveru og til að sinna áhugamálum í frístundum. Einnig verður nú boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir aldurshópinn á tveimur stöðum í bænum í stað einnar starfsstöðvar. Það er mikilvægt og hefur verið kallað eftir því í ört stækkandi bæjarfélagi. Frístundastarfið verður frá og með hausti í glænýju húsnæði að Selhellu 7 og í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn. Breytingarnar voru samþykktar á fundum fræðslu- og fjölskylduráðs. Í þeim er lögð áhersla á að veita ungu fólki í Hafnarfirði, fötluðu sem ófötluðu, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu. Í því skyni verður frístundastarfið endurskipulagt og útfært í takt við nútímann og síbreytilegar þarfir og vilja ungs fólks. Kallað hefur verið eftir slíkum breytingum víða að úr samfélaginu, meðal annars frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, kjörnum fulltrúum, foreldrum og ungmennum sem ekki hafa sótt núverandi þjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum við Suðurgötu. Mikilvægt er að ná til breiðari hóp fólks en nú er og verður það gert í samstarfi við væntanlega notendur. Starfsemi ungmennahússins Hamarsins við Suðurgötu verður hætt og húsnæðið nýtt undir þjónustu við fólk með fötlun. Þar verður markmiðið að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og efla kennslu í óhefðbundnum tjáskiptum. Umsjón með tómstunda- og frístundaþjónustu við ungt fólk með fötlun færist yfir á mennta- og lýðheilsusvið. Lögð er áhersla á að samráð og samtal hefjist sem fyrst við aðstandendur og notendur þjónustu Vinaskjóls og Klettsins og að þeir komi að vinnu starfshóps sem stofnaður verður til að útfæra breytingar á starfseminni. Unga fólkið fái að blómstra Í nýju glæsilegu húsnæði að Selhellu 7 verður boðið upp á fjölbreytta þjónusta fyrir ungt fólk, hópa- og félagsstarf ásamt sérhæfðari þjónustu fyrir öll ungmenni. Í nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn er að mótast starf sem nýtist öllum, ekki síst ungu fólki á aldrinum 16-24 ára. Þar verða möguleikar á aðþróa hugmyndir ungs fólks, vinna að ýmis konar listsköpun og efla tengsl við önnur ungmenni með sameiginleg áhugamál. Í nýsköpunarsetrinu verður búnaður sem mun nýtast vel og getur hjálpað ungum frumkvöðlum í vinnu sinni og nýsköpun samfélaginu til heilla. Þar er einnig rúmgott fjölnota rými sem mun nýtast vel fyrir námskeið og viðburði. Það er því ljóst að tækifærin þar eru óþrjótandi og einskorðast við hugmyndir og framtak unga fólksins sem þarna fær að njóta sín og blómstra Ungmennaþing í haust Í kjölfar ákvörðunar um að efla og útvíkka starf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði verður á næstu dögum stofnaður starfshópur þar sem 16-24 ára ungmenni verða kölluð að borðinu, fulltrúar Ungmennaráðs og fatlaðra ungmenna. Verkefni starfshópsins verður meðal annars aðkalla saman enn stærri hóp ungs fólks á ungmennaþing í haust til að taka þátt í útfærslu breytinganna. Markmiðið með ungmennaþingi er að ná til breiðari hóps, valdefla ungt fólk, tengja þau við verkefnið og skapa samheldni og samvinnu. Við erum að hlusta og skilaboðin frá hafnfirskum ungmennum er samráð og samtal um starfsemi miðstöðva fyrir ungt fólk í Hafnarfirði. Kristín er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og Margrét Vala er formaður fjölskylduráðs.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun