Viðurkennum þjóðarmorð á Armenum Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. júní 2024 10:02 Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg. Útlimir voru slitnir af börnum og þau brennd lifandi, karlmönnum slátrað en konur og börn rekin út í eyðimörkina þar sem þeim var nauðgað og þau pyntuð á ýmsan hátt þar til þau sem eftir lifðu vesluðust að lokum upp af hungri og þorsta. Eina sök þessa fólks var að vera ekki af réttu þjóðerni. Nasistar notuðu þetta þjóðarmorð sem skálkaskjól fyrir þjóðarmorð á Gyðingum – fyrst Tyrkir hefðu komist upp með þetta án þess að alþjóðasamfélagið hreyfði legg eða lið hlytu Þjóðverjar að gera það líka. Það er þyngra en tárum taki að sambærilegir atburðir skuli enn vera að gerast á Gaza – enn án þess að alþjóðasamfélagið geri nokkuð í málinu. Armenum er mjög í mun að þjóðir heims viðurkenni að þarna var framið þjóðarmorð, en hingað til hafa aðeins um þrjátíu þjóðir gert það – þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og ýmsar fleiri bandalagsþjóðir Tyrkja í NATO, svo sem Þýskaland og Bandríkin. Ísland er ekki þar á meðal, en þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi einum níu sinnum frá árinu 2012 án þess að hljóta afgreiðslu. Sumum kann að finnast ástæðulaust að vera eitthvað að álykta um þetta núna – þessir atburðir gerðust fyrir meira en hundrað árum og allir sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu og stjórnuðu því eru löngu látnir og verður ekki refsað úr þessu – a.m.k. ekki þessa heims. En þetta snýst ekki um refsingu eða hefnd, heldur um viðurkenningu á því sem gerðist – uppgjör við fortíðina. Tillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum var endurflutt á Alþingi í enn eitt skipti í haust af fólki úr öllum þingflokkum nema einum. Þess vegna hefði mátt vænta þess að hún yrði samþykkt enda hefur gefist nægur tími til að ræða hana – hún var lögð fram í september. En hún hefur ekki enn verið afgreidd úr utanríkismálanefnd, þrátt fyrir að formaður nefndarinnar sé í hópi flutningsmanna. Litlar líkur eru á að hún verði forgangsmál í þeim hrossakaupum sem nú standa væntanlega yfir um afgreiðslu mála fyrir þinglok sem eru að bresta á. Það má samt alltaf vona og ég skora á Alþingi að reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillöguna áður en þingi verður slitið – það er þinginu til skammar að þæfa málið svona. Þar hljóta að vera einhverjar óeðlilegar ástæður eða ytri þrýstingur að baki. Höfundur er ferðamaður í Armeníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Armenía Tyrkland Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg. Útlimir voru slitnir af börnum og þau brennd lifandi, karlmönnum slátrað en konur og börn rekin út í eyðimörkina þar sem þeim var nauðgað og þau pyntuð á ýmsan hátt þar til þau sem eftir lifðu vesluðust að lokum upp af hungri og þorsta. Eina sök þessa fólks var að vera ekki af réttu þjóðerni. Nasistar notuðu þetta þjóðarmorð sem skálkaskjól fyrir þjóðarmorð á Gyðingum – fyrst Tyrkir hefðu komist upp með þetta án þess að alþjóðasamfélagið hreyfði legg eða lið hlytu Þjóðverjar að gera það líka. Það er þyngra en tárum taki að sambærilegir atburðir skuli enn vera að gerast á Gaza – enn án þess að alþjóðasamfélagið geri nokkuð í málinu. Armenum er mjög í mun að þjóðir heims viðurkenni að þarna var framið þjóðarmorð, en hingað til hafa aðeins um þrjátíu þjóðir gert það – þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og ýmsar fleiri bandalagsþjóðir Tyrkja í NATO, svo sem Þýskaland og Bandríkin. Ísland er ekki þar á meðal, en þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi einum níu sinnum frá árinu 2012 án þess að hljóta afgreiðslu. Sumum kann að finnast ástæðulaust að vera eitthvað að álykta um þetta núna – þessir atburðir gerðust fyrir meira en hundrað árum og allir sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu og stjórnuðu því eru löngu látnir og verður ekki refsað úr þessu – a.m.k. ekki þessa heims. En þetta snýst ekki um refsingu eða hefnd, heldur um viðurkenningu á því sem gerðist – uppgjör við fortíðina. Tillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum var endurflutt á Alþingi í enn eitt skipti í haust af fólki úr öllum þingflokkum nema einum. Þess vegna hefði mátt vænta þess að hún yrði samþykkt enda hefur gefist nægur tími til að ræða hana – hún var lögð fram í september. En hún hefur ekki enn verið afgreidd úr utanríkismálanefnd, þrátt fyrir að formaður nefndarinnar sé í hópi flutningsmanna. Litlar líkur eru á að hún verði forgangsmál í þeim hrossakaupum sem nú standa væntanlega yfir um afgreiðslu mála fyrir þinglok sem eru að bresta á. Það má samt alltaf vona og ég skora á Alþingi að reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillöguna áður en þingi verður slitið – það er þinginu til skammar að þæfa málið svona. Þar hljóta að vera einhverjar óeðlilegar ástæður eða ytri þrýstingur að baki. Höfundur er ferðamaður í Armeníu.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun