Viðurkennum þjóðarmorð á Armenum Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. júní 2024 10:02 Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg. Útlimir voru slitnir af börnum og þau brennd lifandi, karlmönnum slátrað en konur og börn rekin út í eyðimörkina þar sem þeim var nauðgað og þau pyntuð á ýmsan hátt þar til þau sem eftir lifðu vesluðust að lokum upp af hungri og þorsta. Eina sök þessa fólks var að vera ekki af réttu þjóðerni. Nasistar notuðu þetta þjóðarmorð sem skálkaskjól fyrir þjóðarmorð á Gyðingum – fyrst Tyrkir hefðu komist upp með þetta án þess að alþjóðasamfélagið hreyfði legg eða lið hlytu Þjóðverjar að gera það líka. Það er þyngra en tárum taki að sambærilegir atburðir skuli enn vera að gerast á Gaza – enn án þess að alþjóðasamfélagið geri nokkuð í málinu. Armenum er mjög í mun að þjóðir heims viðurkenni að þarna var framið þjóðarmorð, en hingað til hafa aðeins um þrjátíu þjóðir gert það – þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og ýmsar fleiri bandalagsþjóðir Tyrkja í NATO, svo sem Þýskaland og Bandríkin. Ísland er ekki þar á meðal, en þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi einum níu sinnum frá árinu 2012 án þess að hljóta afgreiðslu. Sumum kann að finnast ástæðulaust að vera eitthvað að álykta um þetta núna – þessir atburðir gerðust fyrir meira en hundrað árum og allir sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu og stjórnuðu því eru löngu látnir og verður ekki refsað úr þessu – a.m.k. ekki þessa heims. En þetta snýst ekki um refsingu eða hefnd, heldur um viðurkenningu á því sem gerðist – uppgjör við fortíðina. Tillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum var endurflutt á Alþingi í enn eitt skipti í haust af fólki úr öllum þingflokkum nema einum. Þess vegna hefði mátt vænta þess að hún yrði samþykkt enda hefur gefist nægur tími til að ræða hana – hún var lögð fram í september. En hún hefur ekki enn verið afgreidd úr utanríkismálanefnd, þrátt fyrir að formaður nefndarinnar sé í hópi flutningsmanna. Litlar líkur eru á að hún verði forgangsmál í þeim hrossakaupum sem nú standa væntanlega yfir um afgreiðslu mála fyrir þinglok sem eru að bresta á. Það má samt alltaf vona og ég skora á Alþingi að reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillöguna áður en þingi verður slitið – það er þinginu til skammar að þæfa málið svona. Þar hljóta að vera einhverjar óeðlilegar ástæður eða ytri þrýstingur að baki. Höfundur er ferðamaður í Armeníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Armenía Tyrkland Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í gær kom ég á einn áhrifamesta og jafnframt dapurlegasta stað sem ég veit um – stað sem jafnast alveg á við Auschwitz í hryllingi og óhugnaði. Þetta er minningarsafn í Jerevan um þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Grimmdin og illskan var ólýsanleg. Útlimir voru slitnir af börnum og þau brennd lifandi, karlmönnum slátrað en konur og börn rekin út í eyðimörkina þar sem þeim var nauðgað og þau pyntuð á ýmsan hátt þar til þau sem eftir lifðu vesluðust að lokum upp af hungri og þorsta. Eina sök þessa fólks var að vera ekki af réttu þjóðerni. Nasistar notuðu þetta þjóðarmorð sem skálkaskjól fyrir þjóðarmorð á Gyðingum – fyrst Tyrkir hefðu komist upp með þetta án þess að alþjóðasamfélagið hreyfði legg eða lið hlytu Þjóðverjar að gera það líka. Það er þyngra en tárum taki að sambærilegir atburðir skuli enn vera að gerast á Gaza – enn án þess að alþjóðasamfélagið geri nokkuð í málinu. Armenum er mjög í mun að þjóðir heims viðurkenni að þarna var framið þjóðarmorð, en hingað til hafa aðeins um þrjátíu þjóðir gert það – þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og ýmsar fleiri bandalagsþjóðir Tyrkja í NATO, svo sem Þýskaland og Bandríkin. Ísland er ekki þar á meðal, en þingsályktunartillaga þess efnis hefur verið lögð fram á Alþingi einum níu sinnum frá árinu 2012 án þess að hljóta afgreiðslu. Sumum kann að finnast ástæðulaust að vera eitthvað að álykta um þetta núna – þessir atburðir gerðust fyrir meira en hundrað árum og allir sem báru ábyrgð á þjóðarmorðinu og stjórnuðu því eru löngu látnir og verður ekki refsað úr þessu – a.m.k. ekki þessa heims. En þetta snýst ekki um refsingu eða hefnd, heldur um viðurkenningu á því sem gerðist – uppgjör við fortíðina. Tillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum var endurflutt á Alþingi í enn eitt skipti í haust af fólki úr öllum þingflokkum nema einum. Þess vegna hefði mátt vænta þess að hún yrði samþykkt enda hefur gefist nægur tími til að ræða hana – hún var lögð fram í september. En hún hefur ekki enn verið afgreidd úr utanríkismálanefnd, þrátt fyrir að formaður nefndarinnar sé í hópi flutningsmanna. Litlar líkur eru á að hún verði forgangsmál í þeim hrossakaupum sem nú standa væntanlega yfir um afgreiðslu mála fyrir þinglok sem eru að bresta á. Það má samt alltaf vona og ég skora á Alþingi að reka af sér slyðruorðið og samþykkja tillöguna áður en þingi verður slitið – það er þinginu til skammar að þæfa málið svona. Þar hljóta að vera einhverjar óeðlilegar ástæður eða ytri þrýstingur að baki. Höfundur er ferðamaður í Armeníu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun