Ronaldinho hættur að horfa á Brasilíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2024 08:01 Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen í leik Barcelona og Chelsea á sínum tíma. Phil Cole/Getty Images Brasilíska goðsögnin Ronaldinho segist hættur að horfa á brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu og sömu leiðis hættur að fagna þegar liðið sigrar. Hinn 44 ára gamli Ronaldo de Assis Moreira, betur þekktur sem Ronaldinho, var á sínum tíma besti leikmaður heims. Frægðarsól hans reis hvað hæst þegar hann spilaði með Barcelona árin 2003 til 2008 en hann varð jafnframt heimsmeistari með Brasilíu á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Alls spilaði hann 97 A-landsleiki á ferli sínum og í raun aldrei verið langt undan þegar brasilíska landsliðið er að spila. Það er þangað til nú. Það styttist í að Suður-Ameríkukeppnin fari af stað en Ronaldinho ætlar sér ekki að horfa á einn leik með Brasilíu. „Ég hef fengið nóg. Þetta er sorglegt augnablik fyrir þau sem elska brasilíska landsliðið. Það er erfitt að finna viljann til að horfa á leiki. Þetta er eitt versta lið sem Brasilíu hefur boðið upp á undanfarin ár, engir virðingarverðir leiðtogar og í raun ekkert nema miðlungs leikmenn,“ sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi um stöðu mála í brasilíska landsliðinu. Ronaldinho on Instagram does NOT hold back on Brazil. 🤯🇧🇷 pic.twitter.com/MgpiTy2L3e— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) June 15, 2024 Hann var þó ekki hættur. „Ég man ekki til þess að staðan hafi verið verri. Það vantar alla ástríðu fyrir treyjunni sem og alla ástríðu fyrir góðum fótbolta.“ „Frammistöður okkar hafa verið einhverjar þær verstu sem ég hef séð. Það er synd og skömm,“ sagði Ronaldinho að endingu. Brasilía er í D-riðli Suður-Ameríkukeppninnar ásamt Kólumbíu, Paragvæ og Kosta Ríka. Fótbolti Copa América Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Ronaldo de Assis Moreira, betur þekktur sem Ronaldinho, var á sínum tíma besti leikmaður heims. Frægðarsól hans reis hvað hæst þegar hann spilaði með Barcelona árin 2003 til 2008 en hann varð jafnframt heimsmeistari með Brasilíu á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002. Alls spilaði hann 97 A-landsleiki á ferli sínum og í raun aldrei verið langt undan þegar brasilíska landsliðið er að spila. Það er þangað til nú. Það styttist í að Suður-Ameríkukeppnin fari af stað en Ronaldinho ætlar sér ekki að horfa á einn leik með Brasilíu. „Ég hef fengið nóg. Þetta er sorglegt augnablik fyrir þau sem elska brasilíska landsliðið. Það er erfitt að finna viljann til að horfa á leiki. Þetta er eitt versta lið sem Brasilíu hefur boðið upp á undanfarin ár, engir virðingarverðir leiðtogar og í raun ekkert nema miðlungs leikmenn,“ sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi um stöðu mála í brasilíska landsliðinu. Ronaldinho on Instagram does NOT hold back on Brazil. 🤯🇧🇷 pic.twitter.com/MgpiTy2L3e— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) June 15, 2024 Hann var þó ekki hættur. „Ég man ekki til þess að staðan hafi verið verri. Það vantar alla ástríðu fyrir treyjunni sem og alla ástríðu fyrir góðum fótbolta.“ „Frammistöður okkar hafa verið einhverjar þær verstu sem ég hef séð. Það er synd og skömm,“ sagði Ronaldinho að endingu. Brasilía er í D-riðli Suður-Ameríkukeppninnar ásamt Kólumbíu, Paragvæ og Kosta Ríka.
Fótbolti Copa América Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjá meira