„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júní 2024 12:31 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir málið stranda hjá Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Arnar Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri og á Egilstöðum og á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir óvíst hvort það gangi eftir þótt fyrirtækið sé tilbúið að hefja gjaldtöku. „Við erum að undirbúa hana á fullu og reiknuðum með að setja hana í gang núna nítjánda eða tuttugasta og erum í rauninni að bíða eftir afgerandi svörum frá ráðuneytinu. Við töldum okkur vera með gildan þjónustusamning en eins og hefur komið fram í fréttum þá á fjármálaráðherra eftir að staðfesta hann. En við töldum okkur engu að síður vera með samþykki ráðuneytisins fyrir þessu. Þannig að þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu og ég er í rauninni bara að bíða fregna með það hvað ráðherra hyggst gera,“ segir Sigrún. Til að gjaldtaka verði að veruleika dugi ekki til að ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra undirriti samninginn. Allir samningar þurfi samþykki fjármálaráðuneytisins til þess að öðlast endanlegt gildi og því sé beðið eftir undirritun Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Sigrún Björk kveðst ekki vita á hverju strandar. „Nei alls ekki. Af því að samningurinn er gerður á milli innviðaráðuneytisins og okkar um framkvæmd þessara verkefna sem við höfum með höndum fyrir þetta ráðuneyti varðandi rekstur þessara flugvalla og ég hef ekki fengið upplýsingar um það á hverju strandar,“ segir Sigrún. Áformin um gjaldtöku hafa mætt töluverðri andstöðu íbúa Norðausturkjördæmis. Meðal annars hefur lögmæti gjaldtökunnar verið dregið í efa í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir sveitarfélagið Múlaþing, og þá hafa þingmenn kjördæmisins, bæði úr röðum Vinstri Grænna og Framsóknarflokks auk annarra, lýst andstöðu við gjaldtökuna. Uppfært klukkan 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu styður ráðuneytið áform Isavia innanlands ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf. um að hefja umrædda gjaldtöku. Ráðuneytið hefur aftur á móti sent bréf til Isavia ohf. þar sem þess er farið á leit við félagið að það beiti sér þó fyrir því „að dótturfélagið innheimti ekki bílastæðagjöld af einstaklingum sem fljúga þurfa frá tilteknum innanlandsflugvelli til að fá læknisþjónustu og fljúga aftur til sama flugvallar sama dag,“ að því er segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Isavia ohf. Bílastæði Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri og á Egilstöðum og á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir óvíst hvort það gangi eftir þótt fyrirtækið sé tilbúið að hefja gjaldtöku. „Við erum að undirbúa hana á fullu og reiknuðum með að setja hana í gang núna nítjánda eða tuttugasta og erum í rauninni að bíða eftir afgerandi svörum frá ráðuneytinu. Við töldum okkur vera með gildan þjónustusamning en eins og hefur komið fram í fréttum þá á fjármálaráðherra eftir að staðfesta hann. En við töldum okkur engu að síður vera með samþykki ráðuneytisins fyrir þessu. Þannig að þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu og ég er í rauninni bara að bíða fregna með það hvað ráðherra hyggst gera,“ segir Sigrún. Til að gjaldtaka verði að veruleika dugi ekki til að ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra undirriti samninginn. Allir samningar þurfi samþykki fjármálaráðuneytisins til þess að öðlast endanlegt gildi og því sé beðið eftir undirritun Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Sigrún Björk kveðst ekki vita á hverju strandar. „Nei alls ekki. Af því að samningurinn er gerður á milli innviðaráðuneytisins og okkar um framkvæmd þessara verkefna sem við höfum með höndum fyrir þetta ráðuneyti varðandi rekstur þessara flugvalla og ég hef ekki fengið upplýsingar um það á hverju strandar,“ segir Sigrún. Áformin um gjaldtöku hafa mætt töluverðri andstöðu íbúa Norðausturkjördæmis. Meðal annars hefur lögmæti gjaldtökunnar verið dregið í efa í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir sveitarfélagið Múlaþing, og þá hafa þingmenn kjördæmisins, bæði úr röðum Vinstri Grænna og Framsóknarflokks auk annarra, lýst andstöðu við gjaldtökuna. Uppfært klukkan 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu styður ráðuneytið áform Isavia innanlands ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf. um að hefja umrædda gjaldtöku. Ráðuneytið hefur aftur á móti sent bréf til Isavia ohf. þar sem þess er farið á leit við félagið að það beiti sér þó fyrir því „að dótturfélagið innheimti ekki bílastæðagjöld af einstaklingum sem fljúga þurfa frá tilteknum innanlandsflugvelli til að fá læknisþjónustu og fljúga aftur til sama flugvallar sama dag,“ að því er segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Isavia ohf.
Bílastæði Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira