Gagnrýnir viðbúnað lögreglu og takmarkað aðgengi almennings að Austurvelli Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. júní 2024 13:07 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata er afar ósáttur við löggæslu gærdagsins. Vísir/Vilhelm/Viktor Þingmaður Pírata gagnrýnir mikinn viðbúnað lögreglu við hátíðarhöld á Austurvelli í gær. Ekki sé góður bragur á að fagna þjóðhátíð með grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar. Þá fer hann fram á að forseti Alþingis banni lífverði forsætisráðherra á Alþingi. Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina í tengslum við 17. júní á Austurvelli í gær var meiri undanfarin ár. Hátíðarsvæðið var girt af og þurfti almenningur að standa talsvert frá ræðuhöldum og öðrum atriðum á meðan ráðamenn og ráðherrar sátu inn i tjaldi fyrir framan ræðupúltið. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðiu. Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum en að öðru leyti fór hátíðarathöfnin friðsamlega fram. Hefðu átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað Píratar hafa ekki mætt á viðburði innan girðingar og sniðgengu því hátíðarhöldin í gær. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að það sé verið að fagna þjóðhátíð með einhverju grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það var búið að girða af eiginlega allan Austurvöll þannig að almenningur fær rétt að sniglast á útjöðrum svæðisins. Ég held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang hvernig þetta er skipulagt.“ Lögregla ræðir við mótmælendur sem gerðu hróp að Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í gær.Vísir/Viktor Lögregla hefur sagt að öryggissvæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir gærdaginn. Andrés segir að þá hefði einfaldlega átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað og leyfa almenningi að hafa Austurvöll út af fyrir sig. „Þetta er þróun sem við höfum séð á undanförnum árum, það er borið við einhverju öryggismati sem við fáum aldrei að sjá.“ Viðvera öryggisvarða Bjarna ekki viðeigandi á Alþingi Andrés gagnrýnir einnig viðveru öryggisvarða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi. „Hann má alveg hafa lífverði ef það er metið að það sé nauðsynlegt. En að þeir séu bókstaflega að standa í gættinni á þingsalnum, það er eitthvað sem forseti Alþingis á ekki að leyfa. Alþingi er ekki hvaða vinnustaður sem er heldur friðheilagt gagnvart stjórnarskrá.“ Ef hann er það óöruggur innanhúss að hann þurfi að hafa öryggisgæslu í sjónlínu þá er um við með eitthvað stærra vandamál í gangi en það leysir. Hann kallar eftir opnara samtal um þessi mál. „Við höfum til þessa verið stolt af því að geta verið án sérstaka lífvarða á einstökum embættismönnum. Á sama tíma og forsætisráðherra er með tvo lífverði öllum stundum þá er forseti Íslands að labba í gegnum Almannagjá með tvö hundruð manns á 17. júní. Það þarf balans þarna á milli.“ Þá segir Andrés að forseti Alþingis víki sér undan ábyrgð. „Hann ber ábyrgð á ástandinu innanhúss á Alþingi og öryggisgæsla þar er í samvinu við lögreglu. En það hlýtur að vera hægt að vera sammála um að það eigi ekki að leyfa prívar vörðum ráðherra að sniglast í kringum þingsalinn á meðan við erum að funda. Hvað þá að standa í gættinni eins og þeir gerðu fyrir helgi. Þá eru við komin ansi langt með þingið sem þann friðheilaga stað sem það á að vera.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Lögreglan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina í tengslum við 17. júní á Austurvelli í gær var meiri undanfarin ár. Hátíðarsvæðið var girt af og þurfti almenningur að standa talsvert frá ræðuhöldum og öðrum atriðum á meðan ráðamenn og ráðherrar sátu inn i tjaldi fyrir framan ræðupúltið. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðiu. Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum en að öðru leyti fór hátíðarathöfnin friðsamlega fram. Hefðu átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað Píratar hafa ekki mætt á viðburði innan girðingar og sniðgengu því hátíðarhöldin í gær. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að það sé verið að fagna þjóðhátíð með einhverju grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það var búið að girða af eiginlega allan Austurvöll þannig að almenningur fær rétt að sniglast á útjöðrum svæðisins. Ég held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang hvernig þetta er skipulagt.“ Lögregla ræðir við mótmælendur sem gerðu hróp að Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í gær.Vísir/Viktor Lögregla hefur sagt að öryggissvæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir gærdaginn. Andrés segir að þá hefði einfaldlega átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað og leyfa almenningi að hafa Austurvöll út af fyrir sig. „Þetta er þróun sem við höfum séð á undanförnum árum, það er borið við einhverju öryggismati sem við fáum aldrei að sjá.“ Viðvera öryggisvarða Bjarna ekki viðeigandi á Alþingi Andrés gagnrýnir einnig viðveru öryggisvarða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi. „Hann má alveg hafa lífverði ef það er metið að það sé nauðsynlegt. En að þeir séu bókstaflega að standa í gættinni á þingsalnum, það er eitthvað sem forseti Alþingis á ekki að leyfa. Alþingi er ekki hvaða vinnustaður sem er heldur friðheilagt gagnvart stjórnarskrá.“ Ef hann er það óöruggur innanhúss að hann þurfi að hafa öryggisgæslu í sjónlínu þá er um við með eitthvað stærra vandamál í gangi en það leysir. Hann kallar eftir opnara samtal um þessi mál. „Við höfum til þessa verið stolt af því að geta verið án sérstaka lífvarða á einstökum embættismönnum. Á sama tíma og forsætisráðherra er með tvo lífverði öllum stundum þá er forseti Íslands að labba í gegnum Almannagjá með tvö hundruð manns á 17. júní. Það þarf balans þarna á milli.“ Þá segir Andrés að forseti Alþingis víki sér undan ábyrgð. „Hann ber ábyrgð á ástandinu innanhúss á Alþingi og öryggisgæsla þar er í samvinu við lögreglu. En það hlýtur að vera hægt að vera sammála um að það eigi ekki að leyfa prívar vörðum ráðherra að sniglast í kringum þingsalinn á meðan við erum að funda. Hvað þá að standa í gættinni eins og þeir gerðu fyrir helgi. Þá eru við komin ansi langt með þingið sem þann friðheilaga stað sem það á að vera.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Lögreglan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira