„Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild“ Sverrir Mar Smárason skrifar 18. júní 2024 22:06 Viktor Jónsson skoraði í kvöld, líkt og hann gerði á þessari mynd. Hulda Margrét Skagamenn unnu góðan 2-1 heimasigur á erkifjéndum sínum í KR í Bestu deild karla á Akranesi í kvöld. Skagamenn höfðu ekki unnið KR í efstu deild síðan árið 2016. Viktor Jónsson, framherji ÍA var mjög sáttur í leikslok. „Já þetta var mjög ljúft. Við töluðum um það fyrir leikinn að það væru átta ár síðan að ÍA vann KR og það væri löngu kominn tími til. Fengum frábært tækifæri í dag og vorum staðráðnir í því að sækja sigur,“ sagði Viktor Jónsson. Skagamenn höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fengu nokkur góð færi til þess að skora framan af áður en síðari hálfleikur breyttist í mikla miðjubaráttu. Loks braut Viktor sjálfur ísinn á 86. mínútu og kom ÍA yfir. „Það var misheppnuð sending, Steinar fær boltann og leggur hann fyrir mig. Ég næ góðri snertingu á hann og set hann í fjær,“ sagði Viktor sem hefur skorað 8 mörk í sumar fyrir skagamenn. “Fyrsta markmiðinu mínu er náð, ég var með mest fimm mörk fyrir þetta tímabil. Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild. Það var umræðan hjá ykkur spekingunum fyrir mót. Ég var staðráðinn í því að sanna það og það hefur gengið vel.“ Eins og Viktor nefnir var það umræðan fyrir mót hvort hann raunverulega gæti skorað mörk í efstu deild. Hann á nokkur tímabil í fyrstu deild þar sem hann hefur raðað inn mörkum en markaskorun í þeirri bestu verið dræm fram að þessu. En sat umræðan í honum? „Nei ég myndi ekki segja það. Mér fannst það eiginlega bara hvetja mig. Ég veit hvað ég get og hverjir mínir styrkleikar eru. Ég var bara staðráðinn í því að spila inn á þá og haldast heill. Ég vissi að þetta myndi detta, þetta hvetur mig ennþá til þess að leggja meira á mig,“sagði Viktor. Skagamenn sitja í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, jafnir Stjörnunni. Ætla þeir að berjast um sæti sem gæti mögulega gefið þáttökurétt í Evrópukeppni? „Já klárlega fyrst við erum þar núna. Fyrsta markmið var að halda okkur í deildinni en nú erum við í 4. sæti og það hefur gengið vel. Okkur líður vel saman inni á vellinum. Við viljum vera í efri helmingnum og berjast um Evrópu,“ sagði Viktor aðlokum. Besta deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Já þetta var mjög ljúft. Við töluðum um það fyrir leikinn að það væru átta ár síðan að ÍA vann KR og það væri löngu kominn tími til. Fengum frábært tækifæri í dag og vorum staðráðnir í því að sækja sigur,“ sagði Viktor Jónsson. Skagamenn höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fengu nokkur góð færi til þess að skora framan af áður en síðari hálfleikur breyttist í mikla miðjubaráttu. Loks braut Viktor sjálfur ísinn á 86. mínútu og kom ÍA yfir. „Það var misheppnuð sending, Steinar fær boltann og leggur hann fyrir mig. Ég næ góðri snertingu á hann og set hann í fjær,“ sagði Viktor sem hefur skorað 8 mörk í sumar fyrir skagamenn. “Fyrsta markmiðinu mínu er náð, ég var með mest fimm mörk fyrir þetta tímabil. Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild. Það var umræðan hjá ykkur spekingunum fyrir mót. Ég var staðráðinn í því að sanna það og það hefur gengið vel.“ Eins og Viktor nefnir var það umræðan fyrir mót hvort hann raunverulega gæti skorað mörk í efstu deild. Hann á nokkur tímabil í fyrstu deild þar sem hann hefur raðað inn mörkum en markaskorun í þeirri bestu verið dræm fram að þessu. En sat umræðan í honum? „Nei ég myndi ekki segja það. Mér fannst það eiginlega bara hvetja mig. Ég veit hvað ég get og hverjir mínir styrkleikar eru. Ég var bara staðráðinn í því að spila inn á þá og haldast heill. Ég vissi að þetta myndi detta, þetta hvetur mig ennþá til þess að leggja meira á mig,“sagði Viktor. Skagamenn sitja í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, jafnir Stjörnunni. Ætla þeir að berjast um sæti sem gæti mögulega gefið þáttökurétt í Evrópukeppni? „Já klárlega fyrst við erum þar núna. Fyrsta markmið var að halda okkur í deildinni en nú erum við í 4. sæti og það hefur gengið vel. Okkur líður vel saman inni á vellinum. Við viljum vera í efri helmingnum og berjast um Evrópu,“ sagði Viktor aðlokum.
Besta deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Sjá meira
Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10