„Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 18. júní 2024 22:46 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Hafnfirðingar gerðu slæma ferð yfir hraunið til nágranna sinna í Garðabæ. Þar tók Stjarnan á móti FH í leik þar sem bæði lið þurftu sigur til að komast á sigurbraut. Leiknum lauk með sannfærandi 4-2 sigri Stjörnunnar í markaleik. Heimir Guðjónsson viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að niðurstaðan væru klár vonbrigði. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Mér fannst sjást að það er langt síðan við spiluðum síðast. Einfaldar sendingar voru að klikka og vorum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.“ sagði Heimir og bætti við um frammistöðuna: „Við höfum oft verið að spila vel í sumar en kannski ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Í dag var það ekki. Í öðru markinu töpum við boltanum og sami maður (Óli Valur) hleypur með boltann frá vítateig þeirra og skorar sjálfur hinumegin. Vorum bara klaufar að láta það gerast. Á móti kemur að við þurfum bara að halda áfram.“ FH hefur fengið mikið af mörkum á sig uppá síðkastið og það er nokkuð ljóst á Heimi að varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins. „Þetta er þannig í fótbolta að þegar andstæðingurinn er með boltann áttu að verjast og þegar andstæðingurinn er að verjast átt þú að sækja. Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður. Erum að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Töluðum um það í fyrra, í vetur og í sumar og það hefur ekkert lagast. Það er erfitt í dag að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig alltaf 2-3 mörk. Við skorum alltaf 2-3 mörk í leik en fáum á okkur 2-4 mörk sem er mjög erfitt. Það sem við þurfum að gera er að fara í grunninn aftur og byrja að verja markið okkar. Fyrsta hugsun á að vera bara að ef við höldum hreinu þá fáum við stig.“ sagði Heimir. Liðið var án tveggja varnarmanna í dag í þeim Böðvari Böðvarssyni og Ástbirni Þórðarsyni sem tóku út leikbann í kvöld. Það getur ekki hjálpað FH að vera að leika ítrekað nýrri varnarlínu. „Nei auðvitað ekki. Það vantaði nokkra menn í dag. Það er samt engin afsökun, það eru meiðsli og leikbönn. Það koma bara aðrir menn í staðin og þeir verða bara að standa sig.“ FH hefur ekki unnið leik í deild síðan 5. maí síðastliðin. Hafnfirðinga er farið að lengja eftir sigri og samþykkti Heimir að það liðsvarnarleikinn þyrfti að bæta ef liðið ætti að ná í sigur. „Þurfum að eyða tíma fram að næsta leik að hugsa um það hvernig við ætlum að halda búrinu hreinu. Það er númer 1,2 og 3.“ sagði Heimir að lokum ákveðinn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira
Heimir Guðjónsson viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að niðurstaðan væru klár vonbrigði. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða. Mér fannst sjást að það er langt síðan við spiluðum síðast. Einfaldar sendingar voru að klikka og vorum í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.“ sagði Heimir og bætti við um frammistöðuna: „Við höfum oft verið að spila vel í sumar en kannski ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Í dag var það ekki. Í öðru markinu töpum við boltanum og sami maður (Óli Valur) hleypur með boltann frá vítateig þeirra og skorar sjálfur hinumegin. Vorum bara klaufar að láta það gerast. Á móti kemur að við þurfum bara að halda áfram.“ FH hefur fengið mikið af mörkum á sig uppá síðkastið og það er nokkuð ljóst á Heimi að varnarleikurinn er akkilesarhæll liðsins. „Þetta er þannig í fótbolta að þegar andstæðingurinn er með boltann áttu að verjast og þegar andstæðingurinn er að verjast átt þú að sækja. Liðsvarnarleikurinn okkar er bara ekki nógu góður. Erum að fá alltof mikið af mörkum á okkur. Töluðum um það í fyrra, í vetur og í sumar og það hefur ekkert lagast. Það er erfitt í dag að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig alltaf 2-3 mörk. Við skorum alltaf 2-3 mörk í leik en fáum á okkur 2-4 mörk sem er mjög erfitt. Það sem við þurfum að gera er að fara í grunninn aftur og byrja að verja markið okkar. Fyrsta hugsun á að vera bara að ef við höldum hreinu þá fáum við stig.“ sagði Heimir. Liðið var án tveggja varnarmanna í dag í þeim Böðvari Böðvarssyni og Ástbirni Þórðarsyni sem tóku út leikbann í kvöld. Það getur ekki hjálpað FH að vera að leika ítrekað nýrri varnarlínu. „Nei auðvitað ekki. Það vantaði nokkra menn í dag. Það er samt engin afsökun, það eru meiðsli og leikbönn. Það koma bara aðrir menn í staðin og þeir verða bara að standa sig.“ FH hefur ekki unnið leik í deild síðan 5. maí síðastliðin. Hafnfirðinga er farið að lengja eftir sigri og samþykkti Heimir að það liðsvarnarleikinn þyrfti að bæta ef liðið ætti að ná í sigur. „Þurfum að eyða tíma fram að næsta leik að hugsa um það hvernig við ætlum að halda búrinu hreinu. Það er númer 1,2 og 3.“ sagði Heimir að lokum ákveðinn.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira