Sport

Anton Sveinn náði besta tímanum í undanrásunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn Mckee synti betur en allir keppinautarnir í undanrásunum.
Anton Sveinn Mckee synti betur en allir keppinautarnir í undanrásunum. Getty/Michael Reaves

Anton Sveinn Mckee synti sig örugglega inn í undanúrslitin í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótið í sundi í Belgrad í morgun.

Anton Sveinn kom í mark á 2:11.96 mín. sem var besti tíminn í undanrásunum. Næstur honum var Svisslendingurinn Jérémy Desplanches á 2:12.32 mín.

Anton varð fjórði í sínum riðli eftir fyrstu fimmtíu metrana, þriðji eftir hundrað metra og kominn upp í annað sætið fyrir lokasprettinn. Hann síðan sannfærandi sigur í sínum riðli.

Þetta hefur því góður morgun fyrir Ísland á mótinu því áður hafði Snæfríður Sól Jórunnardóttir synt sig inn í undanúrslitin í 100 metra bringusundi.

Anton Sveinn er fyrir löngu búinn að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikanna í París og er í lokaundirbúningi sínum fyrir leikana. Snæfríður Sól er enn á eftir sínu lágmarki.

Þau synda bæði í undanúrslitunum seinna í kvöld. Í boði er að tryggja sér sæti í úrslitasundinu sem fer fram á morgun. Úrslitahluti dagsins hefst klukkan 16.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×