Hinn 23 ára gamli Viktor Gísli hefur undanfarin tvö ár spilað með Nantes í Frakklandi en þar áður var hann á mála hjá GOG í Danmörku. Hann er uppalinn Framari og færir sig nú til Póllands, allavega út næsta keppnistímabil.
Wisla Plock tryggði sér sinn áttunda meistaratitil í vor er liðið sigraði Kielce í úrslitarimmu efstu deildar í Póllandi. Með sigrinum batt liðið enda á tólf ára einokun Kielce á titlinum.
Það er ljóst að gríðarleg spenna er fyrir komu Viktors Gísla sem er talinn með efnilegri markvörðum heimshandboltans. Slík er spennan að samfélagsmiðladeild Wisla hlóð í eitt það alundarlegasta kynningarmyndband sem hefur sést. Myndbandið má sjá hér að neðan.