Jón sat hjá Árni Sæberg skrifar 20. júní 2024 12:50 Jón Gunnarsson greiddi ekki atkvæði um tillöguna. Vísir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði um vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Tillagan var felld með talsverðum meirihluta greiddra atkvæða. Talsverð eftirvænting var eftir því hvernig Jón myndi haga atkvæði sínu enda hefur hann verið mjög harðorður í garð Bjarkeyjar í kjölfar ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar. Jón var ekki óánægður með ákvörðunina sem slíka en gagnrýndi stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar harðlega. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu Alþingis þegar atkvæði voru greidd um tillöguna. Hann sagði eðlilega kröfu að ráðherra víki úr embætti ef rétt reynist að hann hafi misbeitt valdi sínu. Vinstri græn eigi ekki erindi á Alþingi „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga. Virðulegur forseti, það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhlutur að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“ Óli Björn sagði nei en vildi helst hafa VG annars staðar Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu ekki farið í grafgötur með óánægju sína með stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda og þurfti því ekki að taka afstöðu á þingi í dag. Óli Björn Kárason ákvað að gera grein fyrir atkvæði sínu á þingfundinum. Hann sagði að hann telji það enn mistök að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt að atvinnuvegaráðuneytið [matvælaráðuneytið] væri í höndum Vinstri grænna. „En eftir að hafa hlustað á þann málflutning stjórnarandstöðunnar og máltilbúnað, ef málatilbúnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Talsverð eftirvænting var eftir því hvernig Jón myndi haga atkvæði sínu enda hefur hann verið mjög harðorður í garð Bjarkeyjar í kjölfar ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar. Jón var ekki óánægður með ákvörðunina sem slíka en gagnrýndi stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar harðlega. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu Alþingis þegar atkvæði voru greidd um tillöguna. Hann sagði eðlilega kröfu að ráðherra víki úr embætti ef rétt reynist að hann hafi misbeitt valdi sínu. Vinstri græn eigi ekki erindi á Alþingi „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga. Virðulegur forseti, það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhlutur að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“ Óli Björn sagði nei en vildi helst hafa VG annars staðar Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu ekki farið í grafgötur með óánægju sína með stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda og þurfti því ekki að taka afstöðu á þingi í dag. Óli Björn Kárason ákvað að gera grein fyrir atkvæði sínu á þingfundinum. Hann sagði að hann telji það enn mistök að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt að atvinnuvegaráðuneytið [matvælaráðuneytið] væri í höndum Vinstri grænna. „En eftir að hafa hlustað á þann málflutning stjórnarandstöðunnar og máltilbúnað, ef málatilbúnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira