Taka tvö í Vesturbugt Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 14:31 Horft yfir Vesturbugt og hafnarsvæðið. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að byggingarréttur fyrir allt að 177 íbúðir í hjarta borgarinnar við gömlu höfnina í Reykjavík hafi verið boðinn út og tilboðsfrestur sé til 5. júlí næstkomandi. 27 þúsund blandaðir fermetrar Auk íbúða nái byggingarrétturinn einnig til atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Á Hlésgötu 1 verði heimilt að byggja allt að 110 íbúðir í tveggja til fimm hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn á lóðinni sé 17.120 fermetrar. Á Hlésgötu 2 verði heimilt að byggja allt að 67 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn þeirrar lóðar sé 10.368 fermetrar. Hægt að færast ekki of mikið í fang Sem áður segir var samningi um uppbyggingu í Vesturbugt rift í fyrra. Reykjavíkurborg sagði byggingafélagið Vesturbugt ehf. ekki hafa aðhafst neitt frá því að samningar voru undirritaðir árið 2017. Vesturbugt ehf. taldi riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefði ekki enn verið samþykkt. „Riftunin er fullkomlega eðlileg miðað við forsögu málsins. Borgin mun bjóða þessar frábæru lóðir aftur út í haust,“ sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri við því. Í tilkynningunni nú segir að í kjölfar riftunarinnar hafi verið gerðar minniháttar breytingar frá fyrra deiliskipulagi, meðal annars að tvískipta lóðinni. Bjóðendur hafi nú val um bjóða í aðra lóðina eða báðar. Reykjavík Húsnæðismál Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23 Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að byggingarréttur fyrir allt að 177 íbúðir í hjarta borgarinnar við gömlu höfnina í Reykjavík hafi verið boðinn út og tilboðsfrestur sé til 5. júlí næstkomandi. 27 þúsund blandaðir fermetrar Auk íbúða nái byggingarrétturinn einnig til atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Á Hlésgötu 1 verði heimilt að byggja allt að 110 íbúðir í tveggja til fimm hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn á lóðinni sé 17.120 fermetrar. Á Hlésgötu 2 verði heimilt að byggja allt að 67 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða í húsum. Heildarbyggingarmagn þeirrar lóðar sé 10.368 fermetrar. Hægt að færast ekki of mikið í fang Sem áður segir var samningi um uppbyggingu í Vesturbugt rift í fyrra. Reykjavíkurborg sagði byggingafélagið Vesturbugt ehf. ekki hafa aðhafst neitt frá því að samningar voru undirritaðir árið 2017. Vesturbugt ehf. taldi riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefði ekki enn verið samþykkt. „Riftunin er fullkomlega eðlileg miðað við forsögu málsins. Borgin mun bjóða þessar frábæru lóðir aftur út í haust,“ sagði Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri við því. Í tilkynningunni nú segir að í kjölfar riftunarinnar hafi verið gerðar minniháttar breytingar frá fyrra deiliskipulagi, meðal annars að tvískipta lóðinni. Bjóðendur hafi nú val um bjóða í aðra lóðina eða báðar.
Reykjavík Húsnæðismál Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23 Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23
Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30