Tindastóll vann góðan sigur í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2024 20:30 Tindastóll vann góðan sigur. Vísir/Anton Brink Tindastóll vann 2-0 útisigur á Keflavík í 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum. Fyrir leikinn var Tindastóll í 7. sæti með 7 stig og Keflavík sæti neðar með 6 stig. Því mátti búast við hörkuleik. Það höfðu ekki mörk færi litið dagsins ljós þegar Rhodes kom gestunum frá Sauðárkrók yfir eftir hornspyrnu. Rhodes [nr. 30] skoraði bæði mörk Tindastóls.Vísir/Anton Brink Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ræða Jonathan Glenn, þjálfara Keflavíkur, virðist ekki hafa kveikt eldur undir hans liði sem átti undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Á endanum gulltryggði Rhodes sigurinn með öðru marki sínu eftir að Keflavík hafði lagt allt kapp á að jafna leikinn. Rhodes slapp ein í gegn og kláraði af yfirvegun, lokatölur 0-2. Stólarnir stökkva þar með upp í 6. sætið með 10 stig á meðan Keflavík er komið í fallsæti ásamt Fylki. „Virkilega ánægjulegt að sjá það loksins detta“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni.Vísir/Anton Brink „Gríðarlega ánægður. Ótrúlega ánægður með stelpurnar og frábært vinnuframlag og spiluðum boltanum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Keflavík breytti aðeins hjá sér skipurlaginu í seinni hálfleik og það kom örlítið flatt upp á okkur. Tók smá tíma að átta sig. Við náðum svo að nýta svæðin sem sköpuðust þegar þær svo færðu sig framar, eðlilega til þess að jafna og ég var mjög ánægður með seinna markið.“ „Ég var kannski sérstaklega ánægður með fyrra markið þegar við erum ekki búnar að skora eitt úr föstu leikatriði og það var virkilega ánægjulegt að það skyldi detta að lokum núna þar.“ Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi skilið liðin af vildi Halldór Jón [Donni] meina að mögulega hefðu gæðin sóknarlega verið meiri hjá sínum konum. „Kannski gæði okkar á sóknarhelmingi. Við náðum að skora þessi mörk sem að skildi liðin að. Keflavík er bara hörku flott lið og erfitt fyrir okkur að spila á grasinu, það er aðeins öðruvísi. Við æfum ekki á grasi og spilum ekki á grasi og höfum ekki spilað á grasi í sumar svo við vorum í smá tíma að átta okkur aðeins á því.“ „Heilt yfir fannst mér þetta bara góður leikur. Vel spilaður leikur og sérstaklega fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikurinn var alveg ágætur og bara á pari. Heildar frammistaðan góð.“ Tindastóll er nýbúið að endurheimta heimavöllinn sinn eftir að gert hafi verið við vatnsskemmdir á vellinum á Sauðárkróki og eiga því heimavöllinn að verja fyrir seinni hlutan í sumar. „Vonandi verður það bara alveg geggjað. Við viljum spila heima eins mikið heima og hægt er, eðlilega fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn og við erum mjög spennt að fara aftur að spila heima,“ sagði Donni að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Fyrir leikinn var Tindastóll í 7. sæti með 7 stig og Keflavík sæti neðar með 6 stig. Því mátti búast við hörkuleik. Það höfðu ekki mörk færi litið dagsins ljós þegar Rhodes kom gestunum frá Sauðárkrók yfir eftir hornspyrnu. Rhodes [nr. 30] skoraði bæði mörk Tindastóls.Vísir/Anton Brink Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Ræða Jonathan Glenn, þjálfara Keflavíkur, virðist ekki hafa kveikt eldur undir hans liði sem átti undir högg að sækja framan af síðari hálfleik. Á endanum gulltryggði Rhodes sigurinn með öðru marki sínu eftir að Keflavík hafði lagt allt kapp á að jafna leikinn. Rhodes slapp ein í gegn og kláraði af yfirvegun, lokatölur 0-2. Stólarnir stökkva þar með upp í 6. sætið með 10 stig á meðan Keflavík er komið í fallsæti ásamt Fylki. „Virkilega ánægjulegt að sjá það loksins detta“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni.Vísir/Anton Brink „Gríðarlega ánægður. Ótrúlega ánægður með stelpurnar og frábært vinnuframlag og spiluðum boltanum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn. „Keflavík breytti aðeins hjá sér skipurlaginu í seinni hálfleik og það kom örlítið flatt upp á okkur. Tók smá tíma að átta sig. Við náðum svo að nýta svæðin sem sköpuðust þegar þær svo færðu sig framar, eðlilega til þess að jafna og ég var mjög ánægður með seinna markið.“ „Ég var kannski sérstaklega ánægður með fyrra markið þegar við erum ekki búnar að skora eitt úr föstu leikatriði og það var virkilega ánægjulegt að það skyldi detta að lokum núna þar.“ Aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi skilið liðin af vildi Halldór Jón [Donni] meina að mögulega hefðu gæðin sóknarlega verið meiri hjá sínum konum. „Kannski gæði okkar á sóknarhelmingi. Við náðum að skora þessi mörk sem að skildi liðin að. Keflavík er bara hörku flott lið og erfitt fyrir okkur að spila á grasinu, það er aðeins öðruvísi. Við æfum ekki á grasi og spilum ekki á grasi og höfum ekki spilað á grasi í sumar svo við vorum í smá tíma að átta okkur aðeins á því.“ „Heilt yfir fannst mér þetta bara góður leikur. Vel spilaður leikur og sérstaklega fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikurinn var alveg ágætur og bara á pari. Heildar frammistaðan góð.“ Tindastóll er nýbúið að endurheimta heimavöllinn sinn eftir að gert hafi verið við vatnsskemmdir á vellinum á Sauðárkróki og eiga því heimavöllinn að verja fyrir seinni hlutan í sumar. „Vonandi verður það bara alveg geggjað. Við viljum spila heima eins mikið heima og hægt er, eðlilega fyrir framan okkar frábæru stuðningsmenn og við erum mjög spennt að fara aftur að spila heima,“ sagði Donni að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki