Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 22:31 Lögreglan á Tenerife hefur umsjón með leitinni að hinum breska Jay Slater. Vísir/Getty Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Leitað hefur verið að hinum 19 ára gamla Breta Jay Slater á spænsku eyjunni Tenerife síðan á mánudag. Slater var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum og fór hópurinn á tónlistarhátíðina NRG um helgina. Síðast spurðist til hans þar sem hann var staddur á fjallvegi Rural de-Teno en garðurinn er bæði víðáttumikill og grýttur. Vinkona Jay tilkynnti um hvarf hans í morgunsárið á mánudag en þá hafði hún fengið símtal frá honum þar sem hann sagðist ætla að ganga yfir fjalllendið og að síminn hans væri að verða batteríslaus. Vinir Jay hafa óskað eftir aðstoð frá lögreglunni í Bretlandi en spænska lögreglan hefur séð um leitina til þessa. Lögreglan í Lancashire á Bretlandi segir að þar sem málið sé ekki innan hennar lögsögu hafi þeir boðið spænsku lögreglunni aðstoð sem hafi þó verið afþökkuð. „Þeir hafa staðfest að á þessum tímapunkti séu þeir ánægðir með þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða en að þeir muni hafa samband ef staðan breytist,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire. Spænsk kona er sú síðasta til að sjá til Slater um áttaleytið á mánudagsmorgun. „Hann spurði mig tvisvar hvenær strætóinn kæmi og ég sagði að hann kæmi klukkan tíu. Eftir það fór ég í bílinn minn og sá hann á gangi þar sem hann gekk hratt. Ég sá hann ekki eftir það,“ sagði vitnið Ofelia Medina Hernandez í samtali við Sky News. Í dag einbeitti lögreglan sér að svæði við staðinn Masca og fínkemdu svæði þar í kring. Leitað var sérstaklega í kringum ána Barranco Madre del Agua og í gili þar hjá. Spánn Kanaríeyjar Bretland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Leitað hefur verið að hinum 19 ára gamla Breta Jay Slater á spænsku eyjunni Tenerife síðan á mánudag. Slater var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum og fór hópurinn á tónlistarhátíðina NRG um helgina. Síðast spurðist til hans þar sem hann var staddur á fjallvegi Rural de-Teno en garðurinn er bæði víðáttumikill og grýttur. Vinkona Jay tilkynnti um hvarf hans í morgunsárið á mánudag en þá hafði hún fengið símtal frá honum þar sem hann sagðist ætla að ganga yfir fjalllendið og að síminn hans væri að verða batteríslaus. Vinir Jay hafa óskað eftir aðstoð frá lögreglunni í Bretlandi en spænska lögreglan hefur séð um leitina til þessa. Lögreglan í Lancashire á Bretlandi segir að þar sem málið sé ekki innan hennar lögsögu hafi þeir boðið spænsku lögreglunni aðstoð sem hafi þó verið afþökkuð. „Þeir hafa staðfest að á þessum tímapunkti séu þeir ánægðir með þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða en að þeir muni hafa samband ef staðan breytist,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire. Spænsk kona er sú síðasta til að sjá til Slater um áttaleytið á mánudagsmorgun. „Hann spurði mig tvisvar hvenær strætóinn kæmi og ég sagði að hann kæmi klukkan tíu. Eftir það fór ég í bílinn minn og sá hann á gangi þar sem hann gekk hratt. Ég sá hann ekki eftir það,“ sagði vitnið Ofelia Medina Hernandez í samtali við Sky News. Í dag einbeitti lögreglan sér að svæði við staðinn Masca og fínkemdu svæði þar í kring. Leitað var sérstaklega í kringum ána Barranco Madre del Agua og í gili þar hjá.
Spánn Kanaríeyjar Bretland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira