Fjölskylduparadís Samfylkingarinnar í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 23. júní 2024 08:00 Um þessar mundir heyrast háværar raddir fjölskyldufólks sem telja samfélagið okkar ekki endurspegla veruleika þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Aðstæður þessa hóps séu síst hvetjandi til fólksfjölgunar. Þar fara umkvartanir foreldra vegna mikils skorts á dagvistunarúrræðum langhæst. Þótt löggjafinn hafi tekið af skarið nýlega og lengt lögbundinn rétt foreldra til fæðingarorlofs úr samtals níu mánuðum í tólf, hefur framlag sveitarfélaga verið æði misjafnt. Þannig er meðalaldur barna í Reykjavík við inntöku á leikskóla sá hæsti á höfuðborgarsvæðinu. Það er í hróplegu ósamræmi við þá staðreynd að börnum á leikskólaaldri hefur fækkað umtalsvert í Reykjavík á undanförnum áratug. Á sama tíma hefur börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögunum. Fjölskyldufólk virðist, skiljanlega, velja búsetu utan Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það eykst dagvistunarvandinn í Reykjavík. Það er því grátbroslegt að hlusta á þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýna að fæðingarorlofsgreiðslur muni ekki hækka nógu hratt eftir að Alþingi samþykkti nú umtalsverða hækkun þeirra. Samfylkingunni þykir ríkisstjórnin og meirihluti Alþingi ekki byggja hér upp nógu barnvænt samfélag. Margur heldur mig sig. Það er gott að langþreyttir foreldrar láti í sér heyra og haldi okkur stjórnmálamönnunum við efnið. Og þótt mikilvæg skref hafi verið stigin má áfram gera betur. Það væri hins vegar óskandi að Samfylkingin, sem hefur stýrt Reykjavíkurborg næstum óslitið í 30 ár, myndi hlusta. Langstærsta áhyggjuefni ungbarnaforeldra snúa enda að dagvistunarmálum. Og það er ekki á dagskrá að setja á fót ríkisleikskóla Íslands í Reykjavík. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir heyrast háværar raddir fjölskyldufólks sem telja samfélagið okkar ekki endurspegla veruleika þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Aðstæður þessa hóps séu síst hvetjandi til fólksfjölgunar. Þar fara umkvartanir foreldra vegna mikils skorts á dagvistunarúrræðum langhæst. Þótt löggjafinn hafi tekið af skarið nýlega og lengt lögbundinn rétt foreldra til fæðingarorlofs úr samtals níu mánuðum í tólf, hefur framlag sveitarfélaga verið æði misjafnt. Þannig er meðalaldur barna í Reykjavík við inntöku á leikskóla sá hæsti á höfuðborgarsvæðinu. Það er í hróplegu ósamræmi við þá staðreynd að börnum á leikskólaaldri hefur fækkað umtalsvert í Reykjavík á undanförnum áratug. Á sama tíma hefur börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögunum. Fjölskyldufólk virðist, skiljanlega, velja búsetu utan Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir það eykst dagvistunarvandinn í Reykjavík. Það er því grátbroslegt að hlusta á þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýna að fæðingarorlofsgreiðslur muni ekki hækka nógu hratt eftir að Alþingi samþykkti nú umtalsverða hækkun þeirra. Samfylkingunni þykir ríkisstjórnin og meirihluti Alþingi ekki byggja hér upp nógu barnvænt samfélag. Margur heldur mig sig. Það er gott að langþreyttir foreldrar láti í sér heyra og haldi okkur stjórnmálamönnunum við efnið. Og þótt mikilvæg skref hafi verið stigin má áfram gera betur. Það væri hins vegar óskandi að Samfylkingin, sem hefur stýrt Reykjavíkurborg næstum óslitið í 30 ár, myndi hlusta. Langstærsta áhyggjuefni ungbarnaforeldra snúa enda að dagvistunarmálum. Og það er ekki á dagskrá að setja á fót ríkisleikskóla Íslands í Reykjavík. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar