Tap hjá Heimi Hallgríms en fyrirliði Mexíkó fór grátandi af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 09:00 Heimir Hallgrímsson var ekki alveg sáttur á hliðarlínunni en mark var dæmt af jamaíska liðinu í leiknum. Getty/Omar Vega Mexíkó vann 1-0 sigur á lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í Jamaíka í nótt í fyrsta leik í liðanna í Suðurameríkukeppninni, Copa América. Þetta var aðeins annað tap jamaíska landsliðsins undir stjórn Heimis á árinu en hitt tapið kom á móti því bandaríska í mars. Strákarnir hans Heimis höfðu unnið þrjá síðustu leiki sína fyrir þessa keppni. Eina mark leiksins skoraði Gerardo Arteaga á 69. mínútu með skoti frá vítateigslínunni. Golazo 100% creado en Monterrey 💥 pic.twitter.com/LHOQNMyPN2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Jamaíka hélt reyndar að liðið hefði komist yfir tæpum tuttugu mínútum áður þegar Michail Antonio skallaði boltann í markið af löngu færi en myndbandsdómararnir dæmdu markið af vegna rangstöðu. Mexíkó vann vissulega leikinn en varð fyrir áfalli þegar fyrirliði Edson Álvarez fór meiddur af velli. Álvarez lagðist skyndilega í grasið eftir sprett til baka. Þessi leikmaður West Ham hélt aftan um lærið og fór grátandi af velli. Það gæti farið að hann missi af stórum hluta af Suðurameríkukeppninni en aðeins hálftími var þarna liðinn af leiknum. ¡Ánimo, Edson! 🥺 pic.twitter.com/xeQUx18GfW— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Næsti leikur Jamaíka er á móti Ekvador en lokaleikur riðilsins er síðan á móti Venesúela. Þetta er í þriðja sinn sem Jamaíka tekur þátt í Copa América en liðið hefur tapað öllum sjö leikjum sínum og á enn eftir að skora. Markatalan er 0-10. Fyrsta markið og fyrsta stigið væri því sögulegt fyrir Heimi og lærisveina hans sem eru mögulega búnir með erfiðasta mótherjann í riðlinum. Mexico’s captain Edson Alvarez in tears after a non-contact injury in his first-ever Copa America game. Life is not fair. 💔😢 pic.twitter.com/D2YKyYlEW9— All Fútbol MX 🇲🇽 (@AllFutbolMX) June 23, 2024 Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Þetta var aðeins annað tap jamaíska landsliðsins undir stjórn Heimis á árinu en hitt tapið kom á móti því bandaríska í mars. Strákarnir hans Heimis höfðu unnið þrjá síðustu leiki sína fyrir þessa keppni. Eina mark leiksins skoraði Gerardo Arteaga á 69. mínútu með skoti frá vítateigslínunni. Golazo 100% creado en Monterrey 💥 pic.twitter.com/LHOQNMyPN2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Jamaíka hélt reyndar að liðið hefði komist yfir tæpum tuttugu mínútum áður þegar Michail Antonio skallaði boltann í markið af löngu færi en myndbandsdómararnir dæmdu markið af vegna rangstöðu. Mexíkó vann vissulega leikinn en varð fyrir áfalli þegar fyrirliði Edson Álvarez fór meiddur af velli. Álvarez lagðist skyndilega í grasið eftir sprett til baka. Þessi leikmaður West Ham hélt aftan um lærið og fór grátandi af velli. Það gæti farið að hann missi af stórum hluta af Suðurameríkukeppninni en aðeins hálftími var þarna liðinn af leiknum. ¡Ánimo, Edson! 🥺 pic.twitter.com/xeQUx18GfW— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Næsti leikur Jamaíka er á móti Ekvador en lokaleikur riðilsins er síðan á móti Venesúela. Þetta er í þriðja sinn sem Jamaíka tekur þátt í Copa América en liðið hefur tapað öllum sjö leikjum sínum og á enn eftir að skora. Markatalan er 0-10. Fyrsta markið og fyrsta stigið væri því sögulegt fyrir Heimi og lærisveina hans sem eru mögulega búnir með erfiðasta mótherjann í riðlinum. Mexico’s captain Edson Alvarez in tears after a non-contact injury in his first-ever Copa America game. Life is not fair. 💔😢 pic.twitter.com/D2YKyYlEW9— All Fútbol MX 🇲🇽 (@AllFutbolMX) June 23, 2024
Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira