Hafa ekki hug á inngöngu í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. júní 2024 10:31 Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg, formaður flokksins, segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn ennfremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í sambandið. Hliðstæða sögu er að segja af Sviss. Svisslendingar vilja hvorki ganga í Evrópusambandið sé gerast aðilar að EES-samningnum. Samningnum var hafnað í þjóðaratkvæði fyrir rúmum þremur áratugum síðan og sömdu svissnesk stjórnvöld þess í stað um tvíhliða samninga við sambandið. Var þar byggt á fríverzlunarsamningi Sviss við sambandið frá 1972 en við Íslendingar höfum einnig slíkan samning við það. Telja Brussel skárri kost en Moskvu Hvað Bretland varðar gengu Bretar sem kunnugt er formlega úr Evrópusambandinu árið 2020 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu fjórum árum fyrr þar sem útgangan var samþykkt. Kosið verður til brezka þingsins 4. júlí næstkomandi og hefur enginn stjórnmálaflokkur sem í framboði er það á stefnuskrá sinni að Bretland gangi aftur í sambandið að undanskildum Græningjum sem mælast með einungis 7% fylgi. Meira að segja Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, hafa einungis það markmið samkvæmt stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að Bretland verði aftur aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Með hliðstæðum hætti og felst í aðild að EES-samningnum. Þeir stefna þó ekki að aðild að samningnum. Fylgi flokksins mælist hins vegar einungis um 8% samkvæmt nýjustu könnuninni. Með öðrum orðum er ekkert ríki í vestanverðri Evrópu sem stendur utan Evrópusambandsins með áform um það að ganga þar inn. Þau ríki sem sækjast eftir inngöngu eru öll í Austur-Evrópu. Einkum vegna þess að þau eru landfræðilega í þerri stöðu að telja sig annað hvort þurfa að halla sér að Rússlandi eða sambandinu. Mjög skiljanlegt er að þau telji það skárri kost að halla sér að Brussel en Moskvu. Forsendan er samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn einhuga um það. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta þannig ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Meira að segja lítur Evrópusambandið sjálft á málið með þeim hætti. Þannig lýstu fulltrúar þess ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga um það að ganga þar inn. Vert er að hafa í huga í þeim efnum að umsóknarferlið að sambandinu tekur mörg ár. Fylgi eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisnar, mældist 7,7% í síðustu könnun Gallups. Minna fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu. Væri einhver raunverulegur áhugi á því að ganga í sambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við hann. Deginum ljósara er hins vegar að sú hefur alls ekki verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg, formaður flokksins, segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn ennfremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í sambandið. Hliðstæða sögu er að segja af Sviss. Svisslendingar vilja hvorki ganga í Evrópusambandið sé gerast aðilar að EES-samningnum. Samningnum var hafnað í þjóðaratkvæði fyrir rúmum þremur áratugum síðan og sömdu svissnesk stjórnvöld þess í stað um tvíhliða samninga við sambandið. Var þar byggt á fríverzlunarsamningi Sviss við sambandið frá 1972 en við Íslendingar höfum einnig slíkan samning við það. Telja Brussel skárri kost en Moskvu Hvað Bretland varðar gengu Bretar sem kunnugt er formlega úr Evrópusambandinu árið 2020 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu fjórum árum fyrr þar sem útgangan var samþykkt. Kosið verður til brezka þingsins 4. júlí næstkomandi og hefur enginn stjórnmálaflokkur sem í framboði er það á stefnuskrá sinni að Bretland gangi aftur í sambandið að undanskildum Græningjum sem mælast með einungis 7% fylgi. Meira að segja Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, hafa einungis það markmið samkvæmt stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að Bretland verði aftur aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Með hliðstæðum hætti og felst í aðild að EES-samningnum. Þeir stefna þó ekki að aðild að samningnum. Fylgi flokksins mælist hins vegar einungis um 8% samkvæmt nýjustu könnuninni. Með öðrum orðum er ekkert ríki í vestanverðri Evrópu sem stendur utan Evrópusambandsins með áform um það að ganga þar inn. Þau ríki sem sækjast eftir inngöngu eru öll í Austur-Evrópu. Einkum vegna þess að þau eru landfræðilega í þerri stöðu að telja sig annað hvort þurfa að halla sér að Rússlandi eða sambandinu. Mjög skiljanlegt er að þau telji það skárri kost að halla sér að Brussel en Moskvu. Forsendan er samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn einhuga um það. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta þannig ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Meira að segja lítur Evrópusambandið sjálft á málið með þeim hætti. Þannig lýstu fulltrúar þess ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga um það að ganga þar inn. Vert er að hafa í huga í þeim efnum að umsóknarferlið að sambandinu tekur mörg ár. Fylgi eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisnar, mældist 7,7% í síðustu könnun Gallups. Minna fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu. Væri einhver raunverulegur áhugi á því að ganga í sambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við hann. Deginum ljósara er hins vegar að sú hefur alls ekki verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun