Fjöldi látinn eftir árásir á sýnagógu og kirkjur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 23:02 Reykjarmökkur stígur upp í Makhachkala. Kveikt var í sýnagógum og kirkjum. AP/Golos Dagestana Að minnsta kosti sex lögregluþjónar og einn prestur létust í skotárásum í tveimur borgum í Dagestan á sunnanverðu Rússlandi í dag. Árásarmenn hófu skothríð í sýnagógu, tveimur kirkjum og lögreglustöð. Rússnesk yfirvöld segja fjóra árásarmannanna hafa fallið en aðrir flúðu vettvang og leit að þeim stendur yfir. Minnst tólf lögregluþjónar særðust einnig í árásunum sem rússnesk yfirvöld telja að tengist. Árásirnar áttu sér stað í Makhachkala, höfuðborg Dagestan, og Derbent, borg á landamærunum við Aserbaídsjan. The New York Times hafa eftir lögregluyfirvöldum í Derbent að menn vopnaðir hríðskotabyssum hafi hafið skothríð í sýnagógu og kirkju og drepið minnst einn lögregluþjón og sært annan. RIA Novosti, rússneskur ríkismiðill, birti myndefni á Telegram sem sýnir sýnagóguna í Derbent standa í ljósum logum. Sýnagógan og kirkja brunnu til kaldra kola í kjölfar árásarinnar. Í Makhachkala-borg við Kaspíahafið hófst skothríð á götu sem sýnagóga liggur á. Sýnagógan varð einnig fyrir árás en rabbíninn í Makhachkala sagði í samtali við RIA Novosti að enginn hafi særst í árásinni. „Það er enginn vafi á því að þessi hryðjuverk tengist á einn eða annan hátt leyniþjónustum Úkraínu og NATO-ríkjanna,“ skrifar þingmaðurinn Abdulkhakim Gadzhiyev þingmaður í Dagestan í færslu á Telegram. Hryðjuverkasamtök íslamista eiga sér þó langa sögu á svæðinu. Dagestan er eitt lýðvelda sambandslýðveldisins Rússlands og er meirihluti fólks þar Íslamstrúar en gyðingar eiga þar einnig heima. Mikið hefur verið um trúartengt ofbeldi frá upplausn Sovétríkjanna en það hefur færst í aukana í kjölfar þess að stríð braust út milli Ísraels og Hamas í október síðastliðnum. Rússland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Rússnesk yfirvöld segja fjóra árásarmannanna hafa fallið en aðrir flúðu vettvang og leit að þeim stendur yfir. Minnst tólf lögregluþjónar særðust einnig í árásunum sem rússnesk yfirvöld telja að tengist. Árásirnar áttu sér stað í Makhachkala, höfuðborg Dagestan, og Derbent, borg á landamærunum við Aserbaídsjan. The New York Times hafa eftir lögregluyfirvöldum í Derbent að menn vopnaðir hríðskotabyssum hafi hafið skothríð í sýnagógu og kirkju og drepið minnst einn lögregluþjón og sært annan. RIA Novosti, rússneskur ríkismiðill, birti myndefni á Telegram sem sýnir sýnagóguna í Derbent standa í ljósum logum. Sýnagógan og kirkja brunnu til kaldra kola í kjölfar árásarinnar. Í Makhachkala-borg við Kaspíahafið hófst skothríð á götu sem sýnagóga liggur á. Sýnagógan varð einnig fyrir árás en rabbíninn í Makhachkala sagði í samtali við RIA Novosti að enginn hafi særst í árásinni. „Það er enginn vafi á því að þessi hryðjuverk tengist á einn eða annan hátt leyniþjónustum Úkraínu og NATO-ríkjanna,“ skrifar þingmaðurinn Abdulkhakim Gadzhiyev þingmaður í Dagestan í færslu á Telegram. Hryðjuverkasamtök íslamista eiga sér þó langa sögu á svæðinu. Dagestan er eitt lýðvelda sambandslýðveldisins Rússlands og er meirihluti fólks þar Íslamstrúar en gyðingar eiga þar einnig heima. Mikið hefur verið um trúartengt ofbeldi frá upplausn Sovétríkjanna en það hefur færst í aukana í kjölfar þess að stríð braust út milli Ísraels og Hamas í október síðastliðnum.
Rússland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira