Seldu til rannsóknarrisa: „Maður þarf að vera draumóramaður“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júní 2024 09:01 Agnar Sigmarsson og Birgir Hrafn Sigurðsson, tveir af fjórum stofnendum Datasmoothie. Datasmoothie/Leifur Wilberg Íslenska fyrirtækið Datasmoothie hefur verið selt til franska markaðsrannsóknarrisans Ipsos. Fyrirtækið þróar hugbúnað sem gerir rannsakendum kleift að greina niðurstöður rannsókna með miklum hraða. Þetta staðfestir Agnar Sigmarsson, einn stofnenda Datasmoothie, í samtali við Vísi en hann segist hlakka eindregið til þess að halda áfram að starfa undir Ipsos og stækka teymið og starfsemina. Ipsos er eitt stærsta markaðsrannsóknar- og skoðanakannannafyrirtæki í heiminum og er því um stórt tækifæri að ræða. Alltaf einum samning frá því að sigra heiminn „Þetta er alltaf upp og niður. Maður er alltaf alveg að fara sigra heiminn og maður er alltaf einum samningi frá því. Þetta hefur staðið til síðustu sjö ár. Við erum rosalega sáttir.“ Hugbúnaðurinn muni núna vera notaður af sumum af stærstu fyrirtækjum í heimi á þessu sviði. „Þegar verið er að vinna með stór gagnasett og sérstaklega söguleg gögn, eins og til dæmis 50 ár af gögnum hjá fyrirtækjum sem eru á neytendavörumarkaði, þá getur flækjustigið orðið alveg óstjórnlega mikið. Kraftur einkatölvunnar er ekki nægilega mikill til að greina þetta og setja þetta fram á hátt sem er skiljanlegur. Við erum að leysa þetta vandamál.“ Datasmoothie gerir markaðsrannsakendum kleift að vinna úr gögnum margfalt hraðar. Innleiða nú þjónustuna hjá Ipsos Spurður hvort að þetta sé draumur að rætast fyrir hann segir hann það vera bæði og. „Það er auðvitað frábært að fara núna inn í annað fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði. Þegar maður er að byrja með sprotafyrirtæki þá er maður ekki endilega með það markmið að selja fyrirtækið. Það er líka að búa til fyrirtæki sem skilar góðum tekjum en þetta gerir okkur kleift að halda áfram okkar vinnu.“ Næstu mánuði mun Datasmoothie innleiða þjónustu fyrirtækisins hjá viðskiptavinum Ipsos og sjálfvirknivæða verkferla þar þegar það kemur að greiningarferlum og markaðsrannsóknum. Tók ekki nema 9,5 ár „Maður heldur alltaf og hefur alltaf trú á því að maður sé að fara ná árangri í því sem maður er að gera. Maður þarf að vera draumóramaður.“ Datasmoothie var stofnað árið 2015 en fyrirtækið var á meðal sigurvegara í Seedcamp sama ár. Keppnin er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu. „Í tæknibransanum hefur maður oft heyrt því fleygt fram að „overnight success takes 10 years“. Í okkar tilfelli tók það ekki nema 9,5 ár,“ segir Agnar í Facebook-færslu um söluna. Nýsköpun Auglýsinga- og markaðsmál Skoðanakannanir Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira
Þetta staðfestir Agnar Sigmarsson, einn stofnenda Datasmoothie, í samtali við Vísi en hann segist hlakka eindregið til þess að halda áfram að starfa undir Ipsos og stækka teymið og starfsemina. Ipsos er eitt stærsta markaðsrannsóknar- og skoðanakannannafyrirtæki í heiminum og er því um stórt tækifæri að ræða. Alltaf einum samning frá því að sigra heiminn „Þetta er alltaf upp og niður. Maður er alltaf alveg að fara sigra heiminn og maður er alltaf einum samningi frá því. Þetta hefur staðið til síðustu sjö ár. Við erum rosalega sáttir.“ Hugbúnaðurinn muni núna vera notaður af sumum af stærstu fyrirtækjum í heimi á þessu sviði. „Þegar verið er að vinna með stór gagnasett og sérstaklega söguleg gögn, eins og til dæmis 50 ár af gögnum hjá fyrirtækjum sem eru á neytendavörumarkaði, þá getur flækjustigið orðið alveg óstjórnlega mikið. Kraftur einkatölvunnar er ekki nægilega mikill til að greina þetta og setja þetta fram á hátt sem er skiljanlegur. Við erum að leysa þetta vandamál.“ Datasmoothie gerir markaðsrannsakendum kleift að vinna úr gögnum margfalt hraðar. Innleiða nú þjónustuna hjá Ipsos Spurður hvort að þetta sé draumur að rætast fyrir hann segir hann það vera bæði og. „Það er auðvitað frábært að fara núna inn í annað fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði. Þegar maður er að byrja með sprotafyrirtæki þá er maður ekki endilega með það markmið að selja fyrirtækið. Það er líka að búa til fyrirtæki sem skilar góðum tekjum en þetta gerir okkur kleift að halda áfram okkar vinnu.“ Næstu mánuði mun Datasmoothie innleiða þjónustu fyrirtækisins hjá viðskiptavinum Ipsos og sjálfvirknivæða verkferla þar þegar það kemur að greiningarferlum og markaðsrannsóknum. Tók ekki nema 9,5 ár „Maður heldur alltaf og hefur alltaf trú á því að maður sé að fara ná árangri í því sem maður er að gera. Maður þarf að vera draumóramaður.“ Datasmoothie var stofnað árið 2015 en fyrirtækið var á meðal sigurvegara í Seedcamp sama ár. Keppnin er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu. „Í tæknibransanum hefur maður oft heyrt því fleygt fram að „overnight success takes 10 years“. Í okkar tilfelli tók það ekki nema 9,5 ár,“ segir Agnar í Facebook-færslu um söluna.
Nýsköpun Auglýsinga- og markaðsmál Skoðanakannanir Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira