Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júní 2024 09:26 Kristinn Hrafnsson Wikileaks Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. „Ég er búinn að vita hvað til stóð og er búinn að vera að vinna að þessu þannig þetta kemur ekki beinlínis á óvart, en gleðidagur engu að síður. Að loksins að koma manninum út úr fangelsi og á leið til frelsis og að sameinast fjölskyldu sinni, Stellu og strákunum tveimur, í fyrsta skipti sem frjáls maður.“ Kristinn bendir á að í fjórtán ár hafi Assange verið frelsissviptur með einum eða öðrum hætti. Fyrst sem diplómatískur flóttamaður í sendiráði Ekvador, í stofufangelsi í sveit í London og svo í 1.901 dag í Belmarsh-fangelsi í London í Bretlandi. „Þetta er lausn sem er búin að vera í bígerð í töluverðan tíma en loks náðist að negla þetta saman og hann er á ferð til frelsis í Ástralíu.“ Fram kom í fréttum í morgun að Assange hefði náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. Hann á að mæta fyrir dómara á Norður-Maróinaeyjum í Norðvestur Kyrrahafi, sem eru undir stjórn Bandaríkjanna. Síðastliðin fimm ár hefur Assange dvalið í fangelsi í Bretlandi og reynt að forðast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hann mun hafa farið fram á það að mæta fyrir dómara annars staðar en á meginlandi Bandaríkjanna. Assange er ákærður fyrir að afla sér og dreifa leynilegum upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að háttsemin hafi komið fólki í lífshættu. Hægt að greina frá innihaldi á morgun Kristinn segist, vegna sérstaka aðstæðna og samkvæmt samkomulagi við lögmenn, ekki geta tjáð sig um innihald dómssáttarinnar fyrr en á morgun. „Það má bíða til morguns þar sem við getum farið að greina í smáatriðunum nákvæmlega hvað í þessu felst. Gleðitíðindi dagsins eru þau að það sé búið að ná honum út og það sé búið að ná samningi um það og er á leið til frelsis.“ Sigur í maí Kristinn segir þetta samkomulag koma í kjölfar sigurs Assange í réttarsal í Bretlandi þegar hann fékk leyfi til áfrýjunar í framsalsmálinu, með tilvísun í réttarfarsnefnd á grundvelli fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. „Sem snýr meðal annars að frjálsri blaðamennsku. Þá verða vatnaskil og ekki er að undra að við erum hér nokkrum mánuðum síðar í þessum sporum í dag.“ Kristinn er í stöðugu sambandi við Assange en segist ætla að bíða aðeins með að fara út til að hitta hann. „Ég leyfi honum að jafna sig. Við erum í góðu sambandi og höldum því áfram,“ segir Kristinn sem fagnar afmæli sínu í dag og segir þetta einn ánægjulegasta afmælisdag sem hann hefur átt lengi. Mál Julians Assange WikiLeaks Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24. júní 2024 23:50 „Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks 20. maí 2024 21:01 Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20. maí 2024 15:33 Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
„Ég er búinn að vita hvað til stóð og er búinn að vera að vinna að þessu þannig þetta kemur ekki beinlínis á óvart, en gleðidagur engu að síður. Að loksins að koma manninum út úr fangelsi og á leið til frelsis og að sameinast fjölskyldu sinni, Stellu og strákunum tveimur, í fyrsta skipti sem frjáls maður.“ Kristinn bendir á að í fjórtán ár hafi Assange verið frelsissviptur með einum eða öðrum hætti. Fyrst sem diplómatískur flóttamaður í sendiráði Ekvador, í stofufangelsi í sveit í London og svo í 1.901 dag í Belmarsh-fangelsi í London í Bretlandi. „Þetta er lausn sem er búin að vera í bígerð í töluverðan tíma en loks náðist að negla þetta saman og hann er á ferð til frelsis í Ástralíu.“ Fram kom í fréttum í morgun að Assange hefði náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. Hann á að mæta fyrir dómara á Norður-Maróinaeyjum í Norðvestur Kyrrahafi, sem eru undir stjórn Bandaríkjanna. Síðastliðin fimm ár hefur Assange dvalið í fangelsi í Bretlandi og reynt að forðast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hann mun hafa farið fram á það að mæta fyrir dómara annars staðar en á meginlandi Bandaríkjanna. Assange er ákærður fyrir að afla sér og dreifa leynilegum upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að háttsemin hafi komið fólki í lífshættu. Hægt að greina frá innihaldi á morgun Kristinn segist, vegna sérstaka aðstæðna og samkvæmt samkomulagi við lögmenn, ekki geta tjáð sig um innihald dómssáttarinnar fyrr en á morgun. „Það má bíða til morguns þar sem við getum farið að greina í smáatriðunum nákvæmlega hvað í þessu felst. Gleðitíðindi dagsins eru þau að það sé búið að ná honum út og það sé búið að ná samningi um það og er á leið til frelsis.“ Sigur í maí Kristinn segir þetta samkomulag koma í kjölfar sigurs Assange í réttarsal í Bretlandi þegar hann fékk leyfi til áfrýjunar í framsalsmálinu, með tilvísun í réttarfarsnefnd á grundvelli fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. „Sem snýr meðal annars að frjálsri blaðamennsku. Þá verða vatnaskil og ekki er að undra að við erum hér nokkrum mánuðum síðar í þessum sporum í dag.“ Kristinn er í stöðugu sambandi við Assange en segist ætla að bíða aðeins með að fara út til að hitta hann. „Ég leyfi honum að jafna sig. Við erum í góðu sambandi og höldum því áfram,“ segir Kristinn sem fagnar afmæli sínu í dag og segir þetta einn ánægjulegasta afmælisdag sem hann hefur átt lengi.
Mál Julians Assange WikiLeaks Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24. júní 2024 23:50 „Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks 20. maí 2024 21:01 Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20. maí 2024 15:33 Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35
Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24. júní 2024 23:50
„Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks 20. maí 2024 21:01
Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20. maí 2024 15:33
Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00