Þarf heppni til að fæðingarorlof með fjölbura gangi upp? Margrét Finney Jónsdóttir skrifar 26. júní 2024 09:01 Eins og fæðingarorlof fyrir fjölburaforeldra er nú eru 12 mánuðir í fæðingarorlof og við það bætast 3 mánuðir fyrir hvert barn umfram eitt. Tvíburaforeldrar fá því samtals 15 mánuði til að skipta á milli sín og þríburaforeldrar 18 mánuði. Algengt er að fjölburar fæðist fyrir tímann og geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Ef barn/börn dvelja á Vökudeild í meira en 7 daga bætist sá tími sem það dvelur þar aftan við fæðingarorlof. Ég og konan mín eignuðumst þríburastúlkur í apríl 2023 eftir rétt rúmlega 27 vikna meðgöngu eða 3 mánuðum fyrir tímann. Við vorum með stelpurnar okkar í 3 mánuði á Vökudeild og þær útskrifuðust allar heim með næringarsondu og ein þeirra að auki með súrefni. Þær voru því í raun ennþá innskrifaðar á Vökudeildinni en við komumst heim og sinntum þar sjálfar áfram sondugjöfum og súrefnismeðferð. Eins og flest vita er mikil vinna að eignast barn, eitt barn. Að eignast fjölbura er mikil hamingja en líka gríðarlegt álag. Við vorum undirmannaðar frá fyrsta degi heima, dæturnar þrjár en mömmurnar bara tvær. Að geta ekki huggað öll börnin í einu eða sýnt hverju og einu óskipta athygli tekur á. Það þarf að lágmarki 4 hendur til þess að sinna þremur ungabörnum en núverandi skipulag fæðingarorlofs býður ekki upp á það. Við vorum saman í fæðingarorlofi í 8 mánuði og kláraðist réttur okkar því ansi hratt. Eftir það tók við mikið púsluspil varðandi vinnu og dreifingu fæðingarorlofs til þess að geta verið heima þar til stelpurnar fengu dagvistun. Ég er heppin að starfa hjá Ríkinu og safnaði því sumarfríi þrátt fyrir að vera í fæðingarorlofi en konan mín var ekki svo heppin. Við erum heppnar að hafa risa bakland en fjölskylda og vinir hafa tekið vaktir heima hjá okkur frá því að við komum heim með stelpurnar. Við erum heppnar að hafa átt sparnað sem við tæmdum hratt og örugglega vegna þrefalds kostnaðar við að eignast þríbura. - Við erum heppnar að eiga fjárhagslega sterkt bakland sem hefur aðstoðað okkur við kaup á nauðsynlegum hlutum. Við erum heppnar að ein af dætrum okkar er með fötlun og við fáum umönnunargreiðslur mánaðarlega frá Tryggingastofnun. Ég var heppin að hafa lent í alvarlegum veikindum og gat því frestað fæðingarorlofi og tekið veikindaleyfi frá vinnu í staðinn. Við erum heppnar að hægt sé að dreifa fæðingarorlofi yfir lengri tíma og verða þannig fyrir verulegri tekjuskerðingu. Við erum heppnar að leikskólinn gat komið til móts við okkur og leyft stelpunum að byrja mánuði fyrir sumarfrí í staðinn fyrir í haust til að samræmi væri á milli leikskólans og vinnu hjá okkur. Er það heppni sem þarf til þess að fæðingarorlof okkar fjölburaforeldra gangi upp? Það er ýmislegt á þessum lista sem fæst myndu kalla heppni en þetta er raunveruleikinn okkar og það sem hefur gert það að verkum að þetta svokallaða fæðingarorlof okkar gekk upp. Það er engin sanngirni sem felst í því að fæðingarorlof fylgi fæðingu en ekki barni. Í raun fékk elsta dóttir okkar 12 mánuði og því fylgdu 12 greiðslur frá Fæðingarorlofssjóð, sú sem fæddist um 30 sekúndum á eftir henni fékk 3 mánuði og þar með bara 3 greiðslur. Yngsta dóttir okkar, fædd um 50 sekúndum á eftir þeirri elstu, fékk einnig bara 3 mánuði og 3 greiðslur. Þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp. Af hverju eru neikvæðar afleiðingar af því að eignast þrjú börn á sömu mínútunni? Ef dætur okkar ættu hver sinn afmælisdaginn hefðu þetta verið 36 mánuðir í fæðingarorlof og 36 greiðslur. Við dvöldum saman með dætrum okkar á Vökudeild í 3 mánuði. Við fengum fæðingarorlofi framlengt um 3 mánuði samtals fyrir þann tíma. Þarna fylgir fæðingarorlofið hvorki börnunum né foreldrunum, þar sem við vorum tvær og börnin þrjú. Ef einstætt foreldri með eitt barn dvelur á Vökudeild í þennan tíma fær það einnig 3 mánuði, hvernig getur það staðist? Við fjölburaforeldrar erum ekki mörg en við verðum að hafa hátt, nýta og taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hefur undanfarið í samfélaginu. Við verðum að koma á verulegum breytingum svo að fjölburaforeldrar framtíðarinnar geti notið þess að vera í fæðingarorlofi með börnunum sínum. Höfundur er þríburamóðir og hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Eins og fæðingarorlof fyrir fjölburaforeldra er nú eru 12 mánuðir í fæðingarorlof og við það bætast 3 mánuðir fyrir hvert barn umfram eitt. Tvíburaforeldrar fá því samtals 15 mánuði til að skipta á milli sín og þríburaforeldrar 18 mánuði. Algengt er að fjölburar fæðist fyrir tímann og geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Ef barn/börn dvelja á Vökudeild í meira en 7 daga bætist sá tími sem það dvelur þar aftan við fæðingarorlof. Ég og konan mín eignuðumst þríburastúlkur í apríl 2023 eftir rétt rúmlega 27 vikna meðgöngu eða 3 mánuðum fyrir tímann. Við vorum með stelpurnar okkar í 3 mánuði á Vökudeild og þær útskrifuðust allar heim með næringarsondu og ein þeirra að auki með súrefni. Þær voru því í raun ennþá innskrifaðar á Vökudeildinni en við komumst heim og sinntum þar sjálfar áfram sondugjöfum og súrefnismeðferð. Eins og flest vita er mikil vinna að eignast barn, eitt barn. Að eignast fjölbura er mikil hamingja en líka gríðarlegt álag. Við vorum undirmannaðar frá fyrsta degi heima, dæturnar þrjár en mömmurnar bara tvær. Að geta ekki huggað öll börnin í einu eða sýnt hverju og einu óskipta athygli tekur á. Það þarf að lágmarki 4 hendur til þess að sinna þremur ungabörnum en núverandi skipulag fæðingarorlofs býður ekki upp á það. Við vorum saman í fæðingarorlofi í 8 mánuði og kláraðist réttur okkar því ansi hratt. Eftir það tók við mikið púsluspil varðandi vinnu og dreifingu fæðingarorlofs til þess að geta verið heima þar til stelpurnar fengu dagvistun. Ég er heppin að starfa hjá Ríkinu og safnaði því sumarfríi þrátt fyrir að vera í fæðingarorlofi en konan mín var ekki svo heppin. Við erum heppnar að hafa risa bakland en fjölskylda og vinir hafa tekið vaktir heima hjá okkur frá því að við komum heim með stelpurnar. Við erum heppnar að hafa átt sparnað sem við tæmdum hratt og örugglega vegna þrefalds kostnaðar við að eignast þríbura. - Við erum heppnar að eiga fjárhagslega sterkt bakland sem hefur aðstoðað okkur við kaup á nauðsynlegum hlutum. Við erum heppnar að ein af dætrum okkar er með fötlun og við fáum umönnunargreiðslur mánaðarlega frá Tryggingastofnun. Ég var heppin að hafa lent í alvarlegum veikindum og gat því frestað fæðingarorlofi og tekið veikindaleyfi frá vinnu í staðinn. Við erum heppnar að hægt sé að dreifa fæðingarorlofi yfir lengri tíma og verða þannig fyrir verulegri tekjuskerðingu. Við erum heppnar að leikskólinn gat komið til móts við okkur og leyft stelpunum að byrja mánuði fyrir sumarfrí í staðinn fyrir í haust til að samræmi væri á milli leikskólans og vinnu hjá okkur. Er það heppni sem þarf til þess að fæðingarorlof okkar fjölburaforeldra gangi upp? Það er ýmislegt á þessum lista sem fæst myndu kalla heppni en þetta er raunveruleikinn okkar og það sem hefur gert það að verkum að þetta svokallaða fæðingarorlof okkar gekk upp. Það er engin sanngirni sem felst í því að fæðingarorlof fylgi fæðingu en ekki barni. Í raun fékk elsta dóttir okkar 12 mánuði og því fylgdu 12 greiðslur frá Fæðingarorlofssjóð, sú sem fæddist um 30 sekúndum á eftir henni fékk 3 mánuði og þar með bara 3 greiðslur. Yngsta dóttir okkar, fædd um 50 sekúndum á eftir þeirri elstu, fékk einnig bara 3 mánuði og 3 greiðslur. Þetta er reikningsdæmi sem gengur ekki upp. Af hverju eru neikvæðar afleiðingar af því að eignast þrjú börn á sömu mínútunni? Ef dætur okkar ættu hver sinn afmælisdaginn hefðu þetta verið 36 mánuðir í fæðingarorlof og 36 greiðslur. Við dvöldum saman með dætrum okkar á Vökudeild í 3 mánuði. Við fengum fæðingarorlofi framlengt um 3 mánuði samtals fyrir þann tíma. Þarna fylgir fæðingarorlofið hvorki börnunum né foreldrunum, þar sem við vorum tvær og börnin þrjú. Ef einstætt foreldri með eitt barn dvelur á Vökudeild í þennan tíma fær það einnig 3 mánuði, hvernig getur það staðist? Við fjölburaforeldrar erum ekki mörg en við verðum að hafa hátt, nýta og taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hefur undanfarið í samfélaginu. Við verðum að koma á verulegum breytingum svo að fjölburaforeldrar framtíðarinnar geti notið þess að vera í fæðingarorlofi með börnunum sínum. Höfundur er þríburamóðir og hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar