Innlent

Braut rúðu lögreglubíls með því að skalla hana í­trekað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur hlotið 45 daga skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Austurlands fyrir brot gegn valdstjórninni og eignaspjöll. Brotin framdi maðurinn fyrir framan lögreglubíl að kvöldi til í janúar í fyrra.

Annars vegar var hann ákærður fyrir að hrækja á lögreglumann sem var við skyldustörf. Fram kemur að hrákinn hafnaði andliti og auga lögreglumannsins.

Hins vegar var hann ákærður fyrir að skella höfði sínu ítrekað í hliðarrúðu lögreglubílsins. Það varð til þess að rúðan brotnaði.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm og mat dómarinn fjarvist hans að jöfnu við játningu.

Líkt og áður segir hlýtur maðurinn 45 daga skilorðsbundinn dóm, og þá er honum gert að greiða 99 þúsund krónur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×