Sjálfbærniskólinn: Mörg fyrirtæki að gera geggjað góða hluti án þess að átta sig á því Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. júní 2024 07:00 Sjálfbærniskóli Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík hefst þann 10.september nk. og segir Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu og einn gestgjafi skólans að námskeiðið muni nýtast vel smáum sem stórum fyrirtækjum, en ekkert síður starfsfólki ráðuneyta og stofnana. Vísir/Vilhelm „Það eru mörg fyrirtæki að gera geggjaða hluti nú þegar, án þess endilega að átta sig á því að margt af því telst nú þegar til sjálfbærninnar,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu og gestgjafi í Sjálfbærniskólanum sem hefst í haust í Opna háskólanum, Háskóla Reykjavíkur. Sem dæmi nefnir Elva góða stjórnarhætti, þá áherslu vinnustaða að starfsfólki líði vel og að allar raddir heyrist. Allt séu þetta atriði sem heyri undir sjálfbærni. „Í skólanum verður hins vegar kennt, hvernig hægt er að tengja alla punktana saman þannig að heildarmyndin sé skýr.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um Sjálfbærniskólann sem hefst þann 10.september næstkomandi, sjá nánar um dagskrá hér. Allir þurfa að taka þátt Í kynningu um Sjálfbærniskólann segir að námskeiðið sé góður vettvangur til að undirbúa fyrirtæki undir þær lagabreytingar sem framundan eru og eiga við um stór fyrirtæki. Að mati Elvu, þýðir þetta þó alls ekki nema síður sé, að skólinn sé ekki sérstaklega góður valkostur fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. „Því flest fyrirtæki eru birgjar hjá öðrum fyrirtækjum og í því samhengi er atvinnulífið allt partur af sömu virðiskeðjunni. Að mínu mati geta smærri og meðalstór fyrirtæki skapað sér samkeppnisforskot með því að auka á þekkingu sína um sjálfbærni og verða um leið betur í stakk búin til að mæta kröfum stóru fyrirtækjanna um sjálfbærni sinna birgja.“ Að sama skapi telur Elva fulla ástæðu fyrir vinnustaði hins opinbera að sækja Sjálfbærniskólann. „Kerfið er svolítið þannig upp byggt að það vantar þvermálefnalega ábyrgð inn í ráðuneyti og stofnanir sem endar með því að stjórnkerfið nær illa eða alls ekki utan um málaflokka sem snerta margar stjórnsýslueiningar. Þegar kemur að sjálfbærni á þetta hins vegar ekki við því til þess að ná árangri, er mikilvægt að enginn sé undanskilinn og alltaf sé verið að horfa á stóru myndina; hvernig allt þarf að tengjast.“ Elva segir það ákveðið verkefni framundan að einfalda orðræðu um sjálfbærni þannig að hún verði betur skiljanleg öllum. Sjálfbærni er í raun sprottin frá fræðimannasamfélaginu. Orðræðan um sjálfbærni virkar því oft sem eitthvert sérfræðingatal. Rannsóknir verða áfram mikilvægar. Hins vegar þarf að virkja sem flesta í sjálfbærni og til þess að gera það, þarf að ræða sjálfbærni á mannamáli.“ Þá segir Elva skiljanlegt að sumir upplifi breytingar á lögum og regluverki sem íþyngjandi. „Það er eðlilegt og mannlegt að upplifa nánast hálfgerða lömun þegar allt í einu poppar upp á radarinn umræða um að miklar breytingar séu framundan. En fyrir mér eru þessar nýju reglur ekki kvöð heldur regluverk sem mun auðvelda okkur vinnuna,“ segir Elva og bætir við: „Síðustu árin hefur það til dæmis reynst mörgum fyrirtækjum erfitt að geta sýnt og sannað sína sjálfbærni. Sum fyrirtæki hafa reynt að gera það með vottunum, en vottanir ná yfirleitt bara yfir ákveðna tegund af starfsemi. Nýju lögin eru hins vegar að vísa okkur veginn. Þarna er búið að ramma inn nýjar leikreglur og útskýringar á því hvernig við eigum að gera hlutina. Að því leytinu til er verið að auðvelda okkur vinnuna miðað við síðustu árin, auk þess sem upplýsingar verða loks samanburðarhæfar. Stundum taki þó tíma að venjast nýjum reglum. „Eflaust er þetta ekkert ólíkt því og þegar ársreikningar voru kynntar til sögunnar. Í dag þykir eðlilegt og sjálfsagt að þeir sem reka fyrirtæki séu með endurskoðað bókhald og fólki þætti fjarstæðukennt ef það væru engar reglur um það, hvernig ber að standa að þessum ársreikningaskilum.“ Elva segir eðlilegt að hjá mörgum fyrirtækjum sé upplýsingaparturinn um sjálfbærni að bætast við hjá fjármáladeildunum. „Því þar er nú þegar starfandi fólk með hæfni og þekkingu á ferlum, sem eru svolítið í takt við þá ferla sem nýjar leikreglur um upplýsingaskil kveða á um.“ Elva segir mörg fyrirtæki nú þegar vera að gera geggjað góða hluti en átti sig ekki endilega á því hvað tilheyrir sjálfbærni. Að efla vellíðan starfsfólks og áherla á að allar raddir heyrist, er sem dæmi eitthvað sem mörg fyrirtæki vinna markvisst að en átta sig ekki á að flokkast undir sjálfbærni.Vísir/Vilhelm Fjölbreyttur nemendahópur Sjálf vonast Elva til þess að sem fjölbreyttasti hópur fólks muni sækja námskeið Sjálfbærniskólans. „Auðvitað munu mörg fyrirtæki senda sjálfbærnifulltrúana sína eða umhverfisfulltrúa e á námskeiðið. En ég myndi gjarnan vilja fá annað fólk líka, sem telst til byrjenda eða er að vinna á öðrum sviðum. Ég nefni sem dæmi mannauðsfólkið,“ segir Elva og bætir við: „Loftlagsmálin hafa verið svo fyrirferðarmikil í umræðunni síðustu árin, sem eðlilegt er því þau eru mjög brýn. En fyrir vikið áttar fólk sig kannski ekki alltaf á því hvað það er margt annað sem flokkast undir sjálfbærni.“ Yfir þetta verður farið í Sjálfbærniskólanum. „Á námskeiðinu verður farið vel yfir það hvernig við getum tengt alla punkta saman þannig að við sjáum heildarmyndina og skiljum samhengi hlutanna. Breiddin í sjálfbærniverkefnum er mjög mikil og þess vegna er mikilvægt að fjölbreytnin í nemendahópnum verði það líka,“ segir Elva og bætir við: „Sjálfbærniskólinn snýst ekki um að búa til sérfræðinga í sjálfbærni, heldur frekar að gefa þau vopn, tól og tæki sem gott er að hafa innan vinnustaða. Þessi tól og tæki hjálpa til við að taka samtalið innandyra, við starfsfólk og hagaðila, þannig að allir átti sig á því hvers vegna þarf að saman í stóru myndinni á endanum.“ Að mati Elvu er atvinnulífið að fara í gegnum mjög áhugaverða tíma. „Mér finnst atvinnulífið standa á miklum tímamótum, ekki síst vegna þróunar gervigreindarinnar sem er hröð akkúrat á þessum sama tíma og svo mikið er að gerast í sjálfbærnimálunum. Nýr reglurammi er fyrir mér áhugavert tækifæri til að læra betur á það, hvernig við ætlum að nálgast þessi tímamót og vinna með allt þetta sem nú er verið að búa til.“ Margir velti þó fyrir sér, hvernig fyrirtækin þeirra geti hafið þessa vegferð formlega; Hver ættu fyrstu skrefin að vera? Ég tel að Sjálfbærniskólinn muni hjálpa mikið til við þetta. Því á námskeiðinu munu fyrirtækin ná að spegla sjálfan sig í málaflokknum, meta stöðuna og tengja betur verkefni saman þannig að stóra myndin sjáist.“ Allt á endanum snúist þetta um sama pokann af auðlindum og náttúru. „Við erum bara með einn poka af náttúru. Það skiptir í rauninni engu máli hvert okkar klárar þennan poka, ef hann tæmist, þá bitnar það á okkur öllum. Sjálfbærni snýst í raun um að búa til samfélag manna sem passar upp á þennan poka af náttúru og þær auðlindir sem við búum yfir.“ Sjálfbærni Skóla- og menntamál Umhverfismál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. 26. júní 2024 07:00 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 „Orðið var við aukna umræðu um að vinnan eigi ekki að valda álagi“ „Það sem er að gerast núna og má segja að sé samfélagsleg breyting, er að atvinnulífið er að reyna að gera betur á marga vegu, þó það sé kannski mjög margt í einu,“ segir Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitunni og Veitum. 6. júní 2024 07:01 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 „Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. 29. maí 2024 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sem dæmi nefnir Elva góða stjórnarhætti, þá áherslu vinnustaða að starfsfólki líði vel og að allar raddir heyrist. Allt séu þetta atriði sem heyri undir sjálfbærni. „Í skólanum verður hins vegar kennt, hvernig hægt er að tengja alla punktana saman þannig að heildarmyndin sé skýr.“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um Sjálfbærniskólann sem hefst þann 10.september næstkomandi, sjá nánar um dagskrá hér. Allir þurfa að taka þátt Í kynningu um Sjálfbærniskólann segir að námskeiðið sé góður vettvangur til að undirbúa fyrirtæki undir þær lagabreytingar sem framundan eru og eiga við um stór fyrirtæki. Að mati Elvu, þýðir þetta þó alls ekki nema síður sé, að skólinn sé ekki sérstaklega góður valkostur fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. „Því flest fyrirtæki eru birgjar hjá öðrum fyrirtækjum og í því samhengi er atvinnulífið allt partur af sömu virðiskeðjunni. Að mínu mati geta smærri og meðalstór fyrirtæki skapað sér samkeppnisforskot með því að auka á þekkingu sína um sjálfbærni og verða um leið betur í stakk búin til að mæta kröfum stóru fyrirtækjanna um sjálfbærni sinna birgja.“ Að sama skapi telur Elva fulla ástæðu fyrir vinnustaði hins opinbera að sækja Sjálfbærniskólann. „Kerfið er svolítið þannig upp byggt að það vantar þvermálefnalega ábyrgð inn í ráðuneyti og stofnanir sem endar með því að stjórnkerfið nær illa eða alls ekki utan um málaflokka sem snerta margar stjórnsýslueiningar. Þegar kemur að sjálfbærni á þetta hins vegar ekki við því til þess að ná árangri, er mikilvægt að enginn sé undanskilinn og alltaf sé verið að horfa á stóru myndina; hvernig allt þarf að tengjast.“ Elva segir það ákveðið verkefni framundan að einfalda orðræðu um sjálfbærni þannig að hún verði betur skiljanleg öllum. Sjálfbærni er í raun sprottin frá fræðimannasamfélaginu. Orðræðan um sjálfbærni virkar því oft sem eitthvert sérfræðingatal. Rannsóknir verða áfram mikilvægar. Hins vegar þarf að virkja sem flesta í sjálfbærni og til þess að gera það, þarf að ræða sjálfbærni á mannamáli.“ Þá segir Elva skiljanlegt að sumir upplifi breytingar á lögum og regluverki sem íþyngjandi. „Það er eðlilegt og mannlegt að upplifa nánast hálfgerða lömun þegar allt í einu poppar upp á radarinn umræða um að miklar breytingar séu framundan. En fyrir mér eru þessar nýju reglur ekki kvöð heldur regluverk sem mun auðvelda okkur vinnuna,“ segir Elva og bætir við: „Síðustu árin hefur það til dæmis reynst mörgum fyrirtækjum erfitt að geta sýnt og sannað sína sjálfbærni. Sum fyrirtæki hafa reynt að gera það með vottunum, en vottanir ná yfirleitt bara yfir ákveðna tegund af starfsemi. Nýju lögin eru hins vegar að vísa okkur veginn. Þarna er búið að ramma inn nýjar leikreglur og útskýringar á því hvernig við eigum að gera hlutina. Að því leytinu til er verið að auðvelda okkur vinnuna miðað við síðustu árin, auk þess sem upplýsingar verða loks samanburðarhæfar. Stundum taki þó tíma að venjast nýjum reglum. „Eflaust er þetta ekkert ólíkt því og þegar ársreikningar voru kynntar til sögunnar. Í dag þykir eðlilegt og sjálfsagt að þeir sem reka fyrirtæki séu með endurskoðað bókhald og fólki þætti fjarstæðukennt ef það væru engar reglur um það, hvernig ber að standa að þessum ársreikningaskilum.“ Elva segir eðlilegt að hjá mörgum fyrirtækjum sé upplýsingaparturinn um sjálfbærni að bætast við hjá fjármáladeildunum. „Því þar er nú þegar starfandi fólk með hæfni og þekkingu á ferlum, sem eru svolítið í takt við þá ferla sem nýjar leikreglur um upplýsingaskil kveða á um.“ Elva segir mörg fyrirtæki nú þegar vera að gera geggjað góða hluti en átti sig ekki endilega á því hvað tilheyrir sjálfbærni. Að efla vellíðan starfsfólks og áherla á að allar raddir heyrist, er sem dæmi eitthvað sem mörg fyrirtæki vinna markvisst að en átta sig ekki á að flokkast undir sjálfbærni.Vísir/Vilhelm Fjölbreyttur nemendahópur Sjálf vonast Elva til þess að sem fjölbreyttasti hópur fólks muni sækja námskeið Sjálfbærniskólans. „Auðvitað munu mörg fyrirtæki senda sjálfbærnifulltrúana sína eða umhverfisfulltrúa e á námskeiðið. En ég myndi gjarnan vilja fá annað fólk líka, sem telst til byrjenda eða er að vinna á öðrum sviðum. Ég nefni sem dæmi mannauðsfólkið,“ segir Elva og bætir við: „Loftlagsmálin hafa verið svo fyrirferðarmikil í umræðunni síðustu árin, sem eðlilegt er því þau eru mjög brýn. En fyrir vikið áttar fólk sig kannski ekki alltaf á því hvað það er margt annað sem flokkast undir sjálfbærni.“ Yfir þetta verður farið í Sjálfbærniskólanum. „Á námskeiðinu verður farið vel yfir það hvernig við getum tengt alla punkta saman þannig að við sjáum heildarmyndina og skiljum samhengi hlutanna. Breiddin í sjálfbærniverkefnum er mjög mikil og þess vegna er mikilvægt að fjölbreytnin í nemendahópnum verði það líka,“ segir Elva og bætir við: „Sjálfbærniskólinn snýst ekki um að búa til sérfræðinga í sjálfbærni, heldur frekar að gefa þau vopn, tól og tæki sem gott er að hafa innan vinnustaða. Þessi tól og tæki hjálpa til við að taka samtalið innandyra, við starfsfólk og hagaðila, þannig að allir átti sig á því hvers vegna þarf að saman í stóru myndinni á endanum.“ Að mati Elvu er atvinnulífið að fara í gegnum mjög áhugaverða tíma. „Mér finnst atvinnulífið standa á miklum tímamótum, ekki síst vegna þróunar gervigreindarinnar sem er hröð akkúrat á þessum sama tíma og svo mikið er að gerast í sjálfbærnimálunum. Nýr reglurammi er fyrir mér áhugavert tækifæri til að læra betur á það, hvernig við ætlum að nálgast þessi tímamót og vinna með allt þetta sem nú er verið að búa til.“ Margir velti þó fyrir sér, hvernig fyrirtækin þeirra geti hafið þessa vegferð formlega; Hver ættu fyrstu skrefin að vera? Ég tel að Sjálfbærniskólinn muni hjálpa mikið til við þetta. Því á námskeiðinu munu fyrirtækin ná að spegla sjálfan sig í málaflokknum, meta stöðuna og tengja betur verkefni saman þannig að stóra myndin sjáist.“ Allt á endanum snúist þetta um sama pokann af auðlindum og náttúru. „Við erum bara með einn poka af náttúru. Það skiptir í rauninni engu máli hvert okkar klárar þennan poka, ef hann tæmist, þá bitnar það á okkur öllum. Sjálfbærni snýst í raun um að búa til samfélag manna sem passar upp á þennan poka af náttúru og þær auðlindir sem við búum yfir.“
Sjálfbærni Skóla- og menntamál Umhverfismál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Stjórnun Mannauðsmál Tengdar fréttir Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. 26. júní 2024 07:00 Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00 „Orðið var við aukna umræðu um að vinnan eigi ekki að valda álagi“ „Það sem er að gerast núna og má segja að sé samfélagsleg breyting, er að atvinnulífið er að reyna að gera betur á marga vegu, þó það sé kannski mjög margt í einu,“ segir Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitunni og Veitum. 6. júní 2024 07:01 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 „Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. 29. maí 2024 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sjálfbærniskólinn opnar: Reglugerðin mun líka hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki „Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust. 26. júní 2024 07:00
Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). 24. júní 2024 07:00
„Orðið var við aukna umræðu um að vinnan eigi ekki að valda álagi“ „Það sem er að gerast núna og má segja að sé samfélagsleg breyting, er að atvinnulífið er að reyna að gera betur á marga vegu, þó það sé kannski mjög margt í einu,“ segir Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitunni og Veitum. 6. júní 2024 07:01
Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00
„Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. 29. maí 2024 07:00