Húsnæðisátak Reykjavíkur á fullu skriði Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 26. júní 2024 19:31 Húsnæðisátak Reykjavíkur sem við hófum snemma í vor gengur vel. Stöðuna kynntum við borgarstjóri á blaðamannafundi fyrr í dag í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi eftir kynningu í umhverfis- og skipulagsráði í morgun. 500 nýjar íbúðir á litlum lóðum í Grafarvogi eru í undirbúningi og við hyggjumst rýna álíka tækifæri í öðrum hverfum í kjölfarið. Lagt var af stað með hugmyndir um 1000 íbúðir í Grafarvogi en búið er að falla frá þeim umdeildu og eftir standa þessar 500 sem talið er að muni þjóna hverfinu vel og mæta um leið brýnni húsnæðisþörf. Aðferðarfræðin sem við beitum snýst um að nýta innviði sem allra best og mæta húsnæðisskorti á sjálfbæran hátt á forsendum hverfanna og á forsendum jákvæðrar borgarþróunar. Við ætlum að fjölga íbúðum á litlum og krúttlegum reitum innan hverfa sem styður við þá þjónustukjarna sem fyrir eru og verslun og þjónustu sem hefur sumsstaðar átt erfitt uppdráttar. Það styrkir blómlega nærþjónustu sem einfaldar íbúum lífið. Þetta gerir minni verktökum kleift að fara af stað með lítil uppbyggingarverkefni sem er til þess fallið að stuðla að því að rjúfa kyrrstöðuna og frostið á húsnæðismarkaði. Lögð er rík áhersla á að öll hönnun nýju uppbyggingarinnar verði í takt við ásýnd hverfanna eins og auðmjúkir og kurteisir gestir sem setjast í lausu sætin við kvöldverðarborðið. Á sama tíma hyggjumst við nýta ferðina vel og skapa auk uppbyggingarinnar aukin lífsgæði í hverfunum, taka vel utan um og faðma að okkur almannarýmin og grænu svæðin og bæta þau í leiðinni. Þetta er góð borgarþróun upp á sitt besta og þetta er svar við þeirri brýnu húsnæðiskrísu sem við stöndum frammi fyrir. Fyrir borgarbúa, á forsendum borgarbúa. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Húsnæðisátak Reykjavíkur sem við hófum snemma í vor gengur vel. Stöðuna kynntum við borgarstjóri á blaðamannafundi fyrr í dag í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi eftir kynningu í umhverfis- og skipulagsráði í morgun. 500 nýjar íbúðir á litlum lóðum í Grafarvogi eru í undirbúningi og við hyggjumst rýna álíka tækifæri í öðrum hverfum í kjölfarið. Lagt var af stað með hugmyndir um 1000 íbúðir í Grafarvogi en búið er að falla frá þeim umdeildu og eftir standa þessar 500 sem talið er að muni þjóna hverfinu vel og mæta um leið brýnni húsnæðisþörf. Aðferðarfræðin sem við beitum snýst um að nýta innviði sem allra best og mæta húsnæðisskorti á sjálfbæran hátt á forsendum hverfanna og á forsendum jákvæðrar borgarþróunar. Við ætlum að fjölga íbúðum á litlum og krúttlegum reitum innan hverfa sem styður við þá þjónustukjarna sem fyrir eru og verslun og þjónustu sem hefur sumsstaðar átt erfitt uppdráttar. Það styrkir blómlega nærþjónustu sem einfaldar íbúum lífið. Þetta gerir minni verktökum kleift að fara af stað með lítil uppbyggingarverkefni sem er til þess fallið að stuðla að því að rjúfa kyrrstöðuna og frostið á húsnæðismarkaði. Lögð er rík áhersla á að öll hönnun nýju uppbyggingarinnar verði í takt við ásýnd hverfanna eins og auðmjúkir og kurteisir gestir sem setjast í lausu sætin við kvöldverðarborðið. Á sama tíma hyggjumst við nýta ferðina vel og skapa auk uppbyggingarinnar aukin lífsgæði í hverfunum, taka vel utan um og faðma að okkur almannarýmin og grænu svæðin og bæta þau í leiðinni. Þetta er góð borgarþróun upp á sitt besta og þetta er svar við þeirri brýnu húsnæðiskrísu sem við stöndum frammi fyrir. Fyrir borgarbúa, á forsendum borgarbúa. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar