Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Groningen sem endaði í 2. sæti hollensku B-deildarinnar á síðasta tímabili og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni.
„Það er gott að vera kominn aftur í grænt,“ segir Brynjólfur í tilkynningu Groningen um félagaskiptin.
‘𝐆𝐨𝐨𝐝 𝐭𝐨 𝐛𝐞 𝐛𝐚𝐜𝐤 𝐢𝐧 𝐠𝐫𝐞𝐞𝐧!’ 💚
— FC Groningen (@fcgroningen) June 27, 2024
We lieten Brynjólfur voor de allereerste keer het stadion zien, en dit was zijn reactie 🥰 #dekleurenvanFCG pic.twitter.com/jLwsCjKWKn
Hann vísaði þar í tíma sinn hjá Breiðabliki sem hann lék með allt þar til hann fór til Kristiansund 2021. Brynjólfur lék 83 leiki fyrir norska liðið og skoraði í þeim sautján mörk.
Brynjólfur, sem er 23 ára framherji, hefur skorað eitt mark í tveimur leikjum fyrir íslenska landsliðið.