Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 11:29 Össuri var hreinlega brugðið þegar hann sá Bandaríkjaforseta í nótt, Biden hengdi haus, með opinn munn eins og maður sér stundum á gömlum mönnum á elliheimilum. vísir/getty Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. Össur skrifar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir það sem fyrir augu bar. Hann segir Demókrata þurfi nýtt forsetaefni, á elleftu stundu. Össuri leið hræðilega undir kappræðunum Hann segir Joe Biden hafa verið afkastamikinn og góðan forseta og komið mörgum góðum málum í gegn meðan Donald Trump sé frægur raðlygari, „dæmdur glæpamaður“ en þetta hafi ekki verið boðlegt. „Frómt frá sagt virkaði Biden hræðilega í kappræðunum. Hann birtist sem mjög gamall og þreyttur, hreyfði sig einsog háaldraður maður – sem hann er auðvitað að verða – undir miklu álagi. Rödd hans var hás og aðþrengd, og maður átti stundum erfitt með að greina bæði hvað hann sagði, og samhengið í hinum töluðu orðum,” segir Össur. Og honum þótti ekki síður athyglisvert að fylgjast með Biden þegar Trump hafði orðið. „[Þá] hengdi hann hálfvegis haus, svipbrigðalaus með opinn hangandi munn einsog maður sér stundum á mjög gömlum mönnum á elliheimilum. Það fór um mig kjánahrollur undir umræðunum og mér leið satt að segja hræðilega meðan á þeim stóð. Biden var augljóslega þyngdur af ellibelgnum, og gamli bardagamaðurinn, sem oft leiftraði, og var stundum örskjótur að hugsa, með „one-liners“ á hraðbergi, var hvergi sjáanlegur.“ Trump hins vegar í essinu sínu En Össuri virtist hins vegar Trump í essinu sínu. „Á meðan gustaði stundum af Trump. Hann leit vel út, augljóslega í miklu betra formi en síðast, mun reyndari, virtisr þróttmeiri og miklu yngri - sem hann er þó ekki. Trump virtist á köflum fullur af sjálfstrausti, laug sig með flóðmælsku frá hverju málinu á fætur öðru, skellti skuldinni á valdaránstilrauninni sem hann hvatti Proud Boys og aðra til 6. Janúar, 2021, á Nancy Pelosi, laug því að mikilvægum vitnisburðum hefði verið skotið undan.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Össur skrifar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir það sem fyrir augu bar. Hann segir Demókrata þurfi nýtt forsetaefni, á elleftu stundu. Össuri leið hræðilega undir kappræðunum Hann segir Joe Biden hafa verið afkastamikinn og góðan forseta og komið mörgum góðum málum í gegn meðan Donald Trump sé frægur raðlygari, „dæmdur glæpamaður“ en þetta hafi ekki verið boðlegt. „Frómt frá sagt virkaði Biden hræðilega í kappræðunum. Hann birtist sem mjög gamall og þreyttur, hreyfði sig einsog háaldraður maður – sem hann er auðvitað að verða – undir miklu álagi. Rödd hans var hás og aðþrengd, og maður átti stundum erfitt með að greina bæði hvað hann sagði, og samhengið í hinum töluðu orðum,” segir Össur. Og honum þótti ekki síður athyglisvert að fylgjast með Biden þegar Trump hafði orðið. „[Þá] hengdi hann hálfvegis haus, svipbrigðalaus með opinn hangandi munn einsog maður sér stundum á mjög gömlum mönnum á elliheimilum. Það fór um mig kjánahrollur undir umræðunum og mér leið satt að segja hræðilega meðan á þeim stóð. Biden var augljóslega þyngdur af ellibelgnum, og gamli bardagamaðurinn, sem oft leiftraði, og var stundum örskjótur að hugsa, með „one-liners“ á hraðbergi, var hvergi sjáanlegur.“ Trump hins vegar í essinu sínu En Össuri virtist hins vegar Trump í essinu sínu. „Á meðan gustaði stundum af Trump. Hann leit vel út, augljóslega í miklu betra formi en síðast, mun reyndari, virtisr þróttmeiri og miklu yngri - sem hann er þó ekki. Trump virtist á köflum fullur af sjálfstrausti, laug sig með flóðmælsku frá hverju málinu á fætur öðru, skellti skuldinni á valdaránstilrauninni sem hann hvatti Proud Boys og aðra til 6. Janúar, 2021, á Nancy Pelosi, laug því að mikilvægum vitnisburðum hefði verið skotið undan.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49