„Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2024 18:46 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Einar Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis gegn lögreglu. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum en þetta geti grafið undan trausti milli lögreglu og borgara. Það að „doxa“, eða “documentera” á vondri íslensku, er hugtak sem stundum er notað í daglegu tali yfir það að safna og birta opinberlega persónuupplýsingar um fólk. Þetta á til að mynda við um nöfn, myndir, símanúmer, heimilisföng og jafnvel fjölskylduupplýsingar. Aðferðin er þekkt og ekki ný af nálinni, en fleiri dæmi um slíkt hafa komið upp hér á landi að undanförnu þar sem háttseminni er beitt gegn lögreglumönnum. Þegar þessi háttsemi beinist gegn lögreglumönnum er það litið alvarlegum augum. „Við höfum fengið ábendingar til okkar hjá ríkislögreglustjóra að það er verið að birta persónuupplýsingar um lögreglumenn. Birta nöfn og myndir af þeim í tengslum við ákveðin mál sem hafa verið í umræðunni,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Kveikt í bíl lögreglumanns Þetta sé óheppilegt af ýmsum ástæðum, einkum fyrir lögreglumenn sem sinna viðkvæmum rannsóknum, og ekki síður hvað lýtur að persónulegu öryggi lögreglumanna. „Við fengum ábendingar um það, og nýlega meðal annars, að á samfélagsmiðlum hafa verið settar fram hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna,“ segir Þórhallur. Fréttastofu er meðal annars kunnugt um að slík mál hafi komið upp í framhaldi af mótmælum fyrir nokkrum vikum þegar lögregla beitti piparúða geng mótmælendum. Klippa: Hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna Þórhallur segir að oft sé um hótanir eða ögrun að ræða, en það hefur einnig gerst að eignaspjöllum sé beitt. „Það var kveikt í bíl hjá lögreglumanni fyrir utan heimili hans, það hafa verið unnin skemmdarverk á bifreið við heimili yfirmanns hjá lögreglu. Og það eru fleiri dæmi þar sem tilhneigingin virðist vera að sneiða nærri persónulegu öryggi lögreglumanna,“ segir Runólfur. „Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum og annað og þetta er neikvæð þróun sem við erum að greina.“ Grefur undan trausti milli lögreglu og borgara Þetta geti leitt til þess að lögreglumenn grípi til ráðstafana til að vernda öryggi sitt. „Samband lögreglunnar við borgarana þarf að vera gegnsætt, opið og það þarf að vera traust þarna á milli. Og við teljum það vera neikvæða þróun ef að lögreglumenn þurfi að grípa til eigin ráðstafana til að tryggja sitt eigið persónulega öryggi með einhverjum ráðstöfunum, að fara innan gæsalappa „huldu höfði.“ Við höfum séð það á myndum að lögreglumenn hafa sett aðeins fyrir andlitið á sér. Þetta er neikvæð þróun hvað varðar samband lögreglu og borgara,“ útskýrir Runólfur. Með ráðstöfunum á borð við þær sem Runólfur lýsir sé lögregla ekki að reyna að fara huldu höfði í þeim tilgangi að komast upp með óþarfa valdbeitingu, heldur til þess að tryggja eigið öryggi. Sé tilgangurinn með birtingu persónuupplýsinga með einhverjum hætti sá að veita valdstjórninni aðhald, þá séu til betri leiðir til þess. Í því sambandi nefnir hann til að mynda bæði innra og ytra eftirlit með lögreglu, dómstóla, Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu. „Það er mikið eftirlit með því að lögreglumenn misbeiti ekki sínu valdi,“ segir Runólfur. „Það allt saman heilbrigt og eðlilegt og sjálfsagt og það er mikilvægt fyrir borgara landsins að vita hvar valdmörk lögreglunnar eru.“ Merkja aukningu í ofbeldi gegn lögreglu Hvort sem birting persónuupplýsinga beinist gegn lögreglu eða öðrum borgurum, þá sé tilgangurinn þar að baki yfirleitt ekki af hinu góða. „Í þessum fræðum sem að við höfum verið að kynna okkur þá er þetta oft gert í illskeyttum tilgangi, að birta persónuupplýsingar,“ segir Runólfur. Hann segir embættið greina neikvæða þróun hvað varðar starfsaðstæður lögreglu. Til að mynda sýni tölfræði yfir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu neikvæða þróun. „Það hafa veriðá bilinu hundrað til tvö hundruð mál áári. 2023 náði þetta tæplega tvö hundruð málum og hafa aldrei verið fleiri mál sem eru skráðþannig í málaskrárkerfi lögreglu,“ segir Runólfur. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það að „doxa“, eða “documentera” á vondri íslensku, er hugtak sem stundum er notað í daglegu tali yfir það að safna og birta opinberlega persónuupplýsingar um fólk. Þetta á til að mynda við um nöfn, myndir, símanúmer, heimilisföng og jafnvel fjölskylduupplýsingar. Aðferðin er þekkt og ekki ný af nálinni, en fleiri dæmi um slíkt hafa komið upp hér á landi að undanförnu þar sem háttseminni er beitt gegn lögreglumönnum. Þegar þessi háttsemi beinist gegn lögreglumönnum er það litið alvarlegum augum. „Við höfum fengið ábendingar til okkar hjá ríkislögreglustjóra að það er verið að birta persónuupplýsingar um lögreglumenn. Birta nöfn og myndir af þeim í tengslum við ákveðin mál sem hafa verið í umræðunni,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Kveikt í bíl lögreglumanns Þetta sé óheppilegt af ýmsum ástæðum, einkum fyrir lögreglumenn sem sinna viðkvæmum rannsóknum, og ekki síður hvað lýtur að persónulegu öryggi lögreglumanna. „Við fengum ábendingar um það, og nýlega meðal annars, að á samfélagsmiðlum hafa verið settar fram hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna,“ segir Þórhallur. Fréttastofu er meðal annars kunnugt um að slík mál hafi komið upp í framhaldi af mótmælum fyrir nokkrum vikum þegar lögregla beitti piparúða geng mótmælendum. Klippa: Hótanir um eignaspjöll á heimilum nafngreindra lögreglumanna Þórhallur segir að oft sé um hótanir eða ögrun að ræða, en það hefur einnig gerst að eignaspjöllum sé beitt. „Það var kveikt í bíl hjá lögreglumanni fyrir utan heimili hans, það hafa verið unnin skemmdarverk á bifreið við heimili yfirmanns hjá lögreglu. Og það eru fleiri dæmi þar sem tilhneigingin virðist vera að sneiða nærri persónulegu öryggi lögreglumanna,“ segir Runólfur. „Hótanir eru að færast nær fjölskyldum og heimilum og annað og þetta er neikvæð þróun sem við erum að greina.“ Grefur undan trausti milli lögreglu og borgara Þetta geti leitt til þess að lögreglumenn grípi til ráðstafana til að vernda öryggi sitt. „Samband lögreglunnar við borgarana þarf að vera gegnsætt, opið og það þarf að vera traust þarna á milli. Og við teljum það vera neikvæða þróun ef að lögreglumenn þurfi að grípa til eigin ráðstafana til að tryggja sitt eigið persónulega öryggi með einhverjum ráðstöfunum, að fara innan gæsalappa „huldu höfði.“ Við höfum séð það á myndum að lögreglumenn hafa sett aðeins fyrir andlitið á sér. Þetta er neikvæð þróun hvað varðar samband lögreglu og borgara,“ útskýrir Runólfur. Með ráðstöfunum á borð við þær sem Runólfur lýsir sé lögregla ekki að reyna að fara huldu höfði í þeim tilgangi að komast upp með óþarfa valdbeitingu, heldur til þess að tryggja eigið öryggi. Sé tilgangurinn með birtingu persónuupplýsinga með einhverjum hætti sá að veita valdstjórninni aðhald, þá séu til betri leiðir til þess. Í því sambandi nefnir hann til að mynda bæði innra og ytra eftirlit með lögreglu, dómstóla, Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu. „Það er mikið eftirlit með því að lögreglumenn misbeiti ekki sínu valdi,“ segir Runólfur. „Það allt saman heilbrigt og eðlilegt og sjálfsagt og það er mikilvægt fyrir borgara landsins að vita hvar valdmörk lögreglunnar eru.“ Merkja aukningu í ofbeldi gegn lögreglu Hvort sem birting persónuupplýsinga beinist gegn lögreglu eða öðrum borgurum, þá sé tilgangurinn þar að baki yfirleitt ekki af hinu góða. „Í þessum fræðum sem að við höfum verið að kynna okkur þá er þetta oft gert í illskeyttum tilgangi, að birta persónuupplýsingar,“ segir Runólfur. Hann segir embættið greina neikvæða þróun hvað varðar starfsaðstæður lögreglu. Til að mynda sýni tölfræði yfir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu neikvæða þróun. „Það hafa veriðá bilinu hundrað til tvö hundruð mál áári. 2023 náði þetta tæplega tvö hundruð málum og hafa aldrei verið fleiri mál sem eru skráðþannig í málaskrárkerfi lögreglu,“ segir Runólfur.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira