Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2024 13:02 Wayne Rooney vonar að Jude Bellingham láti slælega frammistöðu enska landsliðsins ekki fara of mikið í taugarnar á sér. getty/Alex Grimm Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. Bellingham spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum í fyrsta leik Englands gegn Serbíu og skoraði sigurmark liðsins. Síðan hefur hann ekki náð sér á strik og virkað pirraður, eitthvað sem Rooney tók eftir í markalausa jafnteflinu gegn Slóveníu. „Þrisvar eða fjórum sinnum í fyrri hálfleiknum gat hann ekki leynt óánægju sinni. Hann horfði í kringum sig og fórnaði höndum. Svoleiðis líkamstjáning sendir skilaboð til stuðningsmanna, liðsfélaga og þjálfarans,“ skrifaði Rooney í pistli í The Times. „Ég vona bara að hann missi ekki stjórn á sér svo hann geri ekki eitthvað heimskulegt, fái rautt spjald eða meiðist. Gegn Slóveníu virtist hann nálægt því. Einu sinni hljóp hann í gegnum vörnina en sendingin var of föst og hann renndi sér á hnjánum og klessti næstum því á auglýsingaskilti. Pirringur. Þú getur meitt þig á einhverjum svona kjánaskap.“ Rooney benti þó á að það mætti ekki gleymast að Bellingham er aðeins 21 árs. Þrátt fyrir það er hann á sínu þriðju stórmóti með enska landsliðinu. England mætir Slóvakíu í sextán liða úrslitum í Gelsenkirchen á morgun. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Sjá meira
Bellingham spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum í fyrsta leik Englands gegn Serbíu og skoraði sigurmark liðsins. Síðan hefur hann ekki náð sér á strik og virkað pirraður, eitthvað sem Rooney tók eftir í markalausa jafnteflinu gegn Slóveníu. „Þrisvar eða fjórum sinnum í fyrri hálfleiknum gat hann ekki leynt óánægju sinni. Hann horfði í kringum sig og fórnaði höndum. Svoleiðis líkamstjáning sendir skilaboð til stuðningsmanna, liðsfélaga og þjálfarans,“ skrifaði Rooney í pistli í The Times. „Ég vona bara að hann missi ekki stjórn á sér svo hann geri ekki eitthvað heimskulegt, fái rautt spjald eða meiðist. Gegn Slóveníu virtist hann nálægt því. Einu sinni hljóp hann í gegnum vörnina en sendingin var of föst og hann renndi sér á hnjánum og klessti næstum því á auglýsingaskilti. Pirringur. Þú getur meitt þig á einhverjum svona kjánaskap.“ Rooney benti þó á að það mætti ekki gleymast að Bellingham er aðeins 21 árs. Þrátt fyrir það er hann á sínu þriðju stórmóti með enska landsliðinu. England mætir Slóvakíu í sextán liða úrslitum í Gelsenkirchen á morgun.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Sjá meira
Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31