Árið er 1990 Rebekka Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2024 14:30 Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Þótt árið sé 2024 þá upplifir maður að vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi séu líkari því sem í boði var árið 1990. Þegar malbikaðir vegir voru í minnihluta, í kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð var gert ráð fyrir einu til tveimur ónýtum dekkjum á leiðinni, lakkskemmdum og jafnvel einni skemmdri framrúðu eða framljósi. Vegirnir sem standa til boða á Vestfjörðum og Vesturlandi árið 2024 eru af ýmsum gerðum, en þeir eru m.a. malbikaðir, malbikaðir með holum eða blæðingum, malbikaðir að hluta, malbik hefur verið fjarlægt, hefðbundnir gamlir malarvegir og vegir sem óljóst er hvernig flokkast, nema kannski sem slóðar. Vegirnir eru líka misgamlir, stuttur malarkafli teygir sig aftur til ársins 1950 og svo eru nokkrir kílómetrar af nýjum vegum, sem enn hafa ekki fengið að fagna 1 árs afmælinu sínu. Það sem þessir vegkaflar eiga þó sameiginlegt er að þeir eru í ákaflega lélegu ásigkomulagi. Ekkert nema holur og skemmdir, meira að segja á nokkurra mánaða gömlum og langþráðum vegkafla Vestfjarðavegar um svonefndan Teigskóg. Í hinni opinberu umræðu er þungaflutningum af Vestfjörðum kennt um bagalegt ástand vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Maður hefur vissan skilning á slíkum málflutningi, þegar um er að ræða álag á vegkafla sem voru gerðir og byggðir upp á þeim árum sem strandsiglingar voru stundaðar hringinn í kringum landið og atvinnulíf á Vestfjörðum var í lægð og minna um álag á vegi vegna þungaflutninga. Það getur þó varla átt við um vegi sem gerðir voru á síðustu árum eða jafnvel síðustu mánuðum, en eru samt í slæmu ástandi. Veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir álagi vegna þungaflutninga á hinum nýju vegum. Fáir velta samgöngum meira fyrir sér en Vestfirðingar og það er af ástæðu. Hér hafa aldrei verið í boði samkeppnishæfir vegir í samanburði við aðra landshluta og þeir vegkaflar sem hafa verið gerðir á allra síðustu árum og ættu þar með að teljast samkeppnishæfir, endast ekki fyrir þá umferð sem hér fer um. Samgönguáætlun er því mjög vinsælt lesefni Vestfirðinga og skiptir öllu máli. Hvort sem það er vegna þeirra framkvæmda sem áætlaðar eru, forgangsröðun framkvæmda eða hvernig viðhaldi vega skuli hagað til næstu ára. Það voru því nokkur vonbrigði að ekki hafi verið lokið við umræðu og gerð samgönguáætlunar á nýafstöðnu þingi. Samgönguáætlun ein og sér mun sennilega ekki bjarga því bagalega ástandi sem vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi eru í, á árinu 2024, en hún mun vonandi marka stefnuna til framtíðar, forgagnsraða framkvæmdum og segja til um hvernig viðhaldi vegakerfisins verði háttað. Það skiptir sköpum fyrir íbúa og fyrirtæki sem búa við þessa slæmu vegi að hafa skýra stefnu til framtíðar og að minsta kosti einhverjar upplýsingar um það hversu lengi verður boðið upp á vegi sem eru á pari eða jafnvel verri en þeir vegir sem í boði voru árið 1990. Þá væri einnig kostur að hafa einhverja hugmynd um það hvenær von verður á samkeppnishæfum vegum á Vestfjörðum, vegum sem eitthvað munu endast inn í framtíðina. Í ljósi þess að umfjöllun og afgreiðslu á samgönguáætlun var frestað á nýafstöðnu þingi, þá bind ég vonir við að þingmenn noti nú sumarfríið til að fara í ökuferð um Vesturland og Vestfirði. Nýti þannig tækifærið til að upplifa á eigin skinni vegi eins og þeir voru árið 1990. Jafnvel fái að rifja upp eins og ein dekkjaskipti út í kanti, með Boga og lagið „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni frá 1990, ómandi í útvarpinu. Mæti svo reynslunni ríkari og vel nestaðir fyrir umræðu um samgönguáætlun á komandi þingi. Höfundur er formaður heimastjórnar Patreksfjarðar í Vesturbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vesturbyggð Samgöngur Umferðaröryggi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Þótt árið sé 2024 þá upplifir maður að vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi séu líkari því sem í boði var árið 1990. Þegar malbikaðir vegir voru í minnihluta, í kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð var gert ráð fyrir einu til tveimur ónýtum dekkjum á leiðinni, lakkskemmdum og jafnvel einni skemmdri framrúðu eða framljósi. Vegirnir sem standa til boða á Vestfjörðum og Vesturlandi árið 2024 eru af ýmsum gerðum, en þeir eru m.a. malbikaðir, malbikaðir með holum eða blæðingum, malbikaðir að hluta, malbik hefur verið fjarlægt, hefðbundnir gamlir malarvegir og vegir sem óljóst er hvernig flokkast, nema kannski sem slóðar. Vegirnir eru líka misgamlir, stuttur malarkafli teygir sig aftur til ársins 1950 og svo eru nokkrir kílómetrar af nýjum vegum, sem enn hafa ekki fengið að fagna 1 árs afmælinu sínu. Það sem þessir vegkaflar eiga þó sameiginlegt er að þeir eru í ákaflega lélegu ásigkomulagi. Ekkert nema holur og skemmdir, meira að segja á nokkurra mánaða gömlum og langþráðum vegkafla Vestfjarðavegar um svonefndan Teigskóg. Í hinni opinberu umræðu er þungaflutningum af Vestfjörðum kennt um bagalegt ástand vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Maður hefur vissan skilning á slíkum málflutningi, þegar um er að ræða álag á vegkafla sem voru gerðir og byggðir upp á þeim árum sem strandsiglingar voru stundaðar hringinn í kringum landið og atvinnulíf á Vestfjörðum var í lægð og minna um álag á vegi vegna þungaflutninga. Það getur þó varla átt við um vegi sem gerðir voru á síðustu árum eða jafnvel síðustu mánuðum, en eru samt í slæmu ástandi. Veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir álagi vegna þungaflutninga á hinum nýju vegum. Fáir velta samgöngum meira fyrir sér en Vestfirðingar og það er af ástæðu. Hér hafa aldrei verið í boði samkeppnishæfir vegir í samanburði við aðra landshluta og þeir vegkaflar sem hafa verið gerðir á allra síðustu árum og ættu þar með að teljast samkeppnishæfir, endast ekki fyrir þá umferð sem hér fer um. Samgönguáætlun er því mjög vinsælt lesefni Vestfirðinga og skiptir öllu máli. Hvort sem það er vegna þeirra framkvæmda sem áætlaðar eru, forgangsröðun framkvæmda eða hvernig viðhaldi vega skuli hagað til næstu ára. Það voru því nokkur vonbrigði að ekki hafi verið lokið við umræðu og gerð samgönguáætlunar á nýafstöðnu þingi. Samgönguáætlun ein og sér mun sennilega ekki bjarga því bagalega ástandi sem vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi eru í, á árinu 2024, en hún mun vonandi marka stefnuna til framtíðar, forgagnsraða framkvæmdum og segja til um hvernig viðhaldi vegakerfisins verði háttað. Það skiptir sköpum fyrir íbúa og fyrirtæki sem búa við þessa slæmu vegi að hafa skýra stefnu til framtíðar og að minsta kosti einhverjar upplýsingar um það hversu lengi verður boðið upp á vegi sem eru á pari eða jafnvel verri en þeir vegir sem í boði voru árið 1990. Þá væri einnig kostur að hafa einhverja hugmynd um það hvenær von verður á samkeppnishæfum vegum á Vestfjörðum, vegum sem eitthvað munu endast inn í framtíðina. Í ljósi þess að umfjöllun og afgreiðslu á samgönguáætlun var frestað á nýafstöðnu þingi, þá bind ég vonir við að þingmenn noti nú sumarfríið til að fara í ökuferð um Vesturland og Vestfirði. Nýti þannig tækifærið til að upplifa á eigin skinni vegi eins og þeir voru árið 1990. Jafnvel fái að rifja upp eins og ein dekkjaskipti út í kanti, með Boga og lagið „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni frá 1990, ómandi í útvarpinu. Mæti svo reynslunni ríkari og vel nestaðir fyrir umræðu um samgönguáætlun á komandi þingi. Höfundur er formaður heimastjórnar Patreksfjarðar í Vesturbyggð.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun