Handtekinn á þaki vallarins þar sem hann ætlaði að ná góðum myndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2024 07:00 21 árs gamall maður kom sér upp á þakið á Westfalenstadion á leik Þýskalands og Danmerkur. Rene Nijhuis/MB Media/Getty Images Þýska sérsveitin var kölluð út á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liðar úrslitum Evrópumótsins vegna manns sem var búinn að koma sér upp á þak Westfalenstadion. Þýskaland og Danmörk áttust við á Westfalenstadion, heimavelli Dortmund, í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðastliðinn þriðjudag þar sem Þjóðverjar höfðu betur, 2-0. Gera þurfti hlé á leiknum á 35. mínútu vegna veðurs þar sem þrumur, eldingar, haglél og rigning settu strik í reikninginn. Snemma í síðari hálfleik sást svo maður uppi á þaki vallarins. Maðurinn var svartklæddur, með hulið andlit og bakpoka á bakinu. Lögregla sá manninn klukkan 22:11 að staðartíma og eftir að lögregluþjónar, drónar og þyrla höfðu fylgst með honum í dágóða stund var hann handtekinn af þýsku sérsveitinni klukkan 23:44. Schwarze Kleidung, das Gesicht vermummt und dazu noch ein schwarzer Rucksack. Der Osnabrücker (21), der beim EM-Spiel gegen Dänemark unter dem Stadiondach herumkletterte, hätte auch leicht für einen Terroristen gehalten werden können... – Ohne Abo lesbarhttps://t.co/hla0lnsQgy pic.twitter.com/oK9af1aLr3— Hasepost – Zeitung für Osnabrück (@hasepost) June 30, 2024 Maðurinn var færður í handjárn, en ekkert grunsamlegt fannst í bakpokanum. Hins vegar fannst myndavél í bakpokanum og sagði maðurinn, sem er 21 árs frá Osnabruck í norðvestur Þýskalandi, að hann hafi komið sér upp á þakið til að ná góðum myndum. Lögreglan staðfesti svo að lokum að maðurinn væri ekki grunaður um að hafa komið sér upp á þakið í pólitískum tilgangi og að hann hafi áður tekið myndir af merkilegum byggingum úr mikilli hæð í Herne árið 2022 og Ulm í maí á þessu ári. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Þýskaland og Danmörk áttust við á Westfalenstadion, heimavelli Dortmund, í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðastliðinn þriðjudag þar sem Þjóðverjar höfðu betur, 2-0. Gera þurfti hlé á leiknum á 35. mínútu vegna veðurs þar sem þrumur, eldingar, haglél og rigning settu strik í reikninginn. Snemma í síðari hálfleik sást svo maður uppi á þaki vallarins. Maðurinn var svartklæddur, með hulið andlit og bakpoka á bakinu. Lögregla sá manninn klukkan 22:11 að staðartíma og eftir að lögregluþjónar, drónar og þyrla höfðu fylgst með honum í dágóða stund var hann handtekinn af þýsku sérsveitinni klukkan 23:44. Schwarze Kleidung, das Gesicht vermummt und dazu noch ein schwarzer Rucksack. Der Osnabrücker (21), der beim EM-Spiel gegen Dänemark unter dem Stadiondach herumkletterte, hätte auch leicht für einen Terroristen gehalten werden können... – Ohne Abo lesbarhttps://t.co/hla0lnsQgy pic.twitter.com/oK9af1aLr3— Hasepost – Zeitung für Osnabrück (@hasepost) June 30, 2024 Maðurinn var færður í handjárn, en ekkert grunsamlegt fannst í bakpokanum. Hins vegar fannst myndavél í bakpokanum og sagði maðurinn, sem er 21 árs frá Osnabruck í norðvestur Þýskalandi, að hann hafi komið sér upp á þakið til að ná góðum myndum. Lögreglan staðfesti svo að lokum að maðurinn væri ekki grunaður um að hafa komið sér upp á þakið í pólitískum tilgangi og að hann hafi áður tekið myndir af merkilegum byggingum úr mikilli hæð í Herne árið 2022 og Ulm í maí á þessu ári.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira