Njarðvík mistókst að komast á toppinn og botnliðið náði í mikilvæg stig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2024 21:09 Afturelding gerði góða ferð til Njarðvíkur. Twiter@umfafturelding Afturelding vann góðan 5-2 sigur er liðið heimsótti Njarðvík í Lengudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann botnlið Þróttar mikilvægan 1-0 sigur gegn Grindavík. Það var Liam Daði Jeffs sem skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Þróttar gegn Grindavík. Með sigrinum lyfti Þróttur sér upp af botninum og er nú með níu stig í 11. sæti deildarinnar, en Grindvíkingar sitja í 5. sæti með 13 stig. Þá vann Afturelding sterkan 5-2 sigur er liðið heimsótti Njarðvíkinga á sama tíma. Hrannar Snær Magnússon kom gestunum yfir strax á fjórðu mínútu áður en Elmar Kári Enesson Cogic tvöfaldaði forystu AFtureldingar með marku úr víti á 16. mínútu. Njarðvíkingum tókst þó að jafna metin með mörkum frá Tómasi Bjarka Jónssyni á 35. mínútu og Oumar Diouck á 70. mínútu. Gestirnir settu svo í fluggír á lokamínútum leiksins og Aron Jóhannsson kom Aftureldingu yfir á nýjan leik með marki á 77. mínútu áður en Elmar Kári Enesson Cogic skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna fimm mínútum síðar. Það var svo Sævar Atli Hugason sem innsiglaði sigurinn með marki þegar um þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, lokatölur 5-2. Á lokamínútunum sauð svo allt upp úr og fengu tveir leikmenn Njarðvíkur að líta rauðaspjaldið. Joao Ananias og Erlendur Guðnason fengu báðir reisupassann á annarri mínútu uppbótartíma og voru því aðeins á undan liðsfélögum sínum í sturtu. Afturelding situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig, sex stigum á eftir Njarðvíkingum sem sitja í öðru sæti og hefðu komið sér á toppinn með sigri. Lengjudeild karla Afturelding UMF Njarðvík Þróttur Reykjavík UMF Grindavík Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Það var Liam Daði Jeffs sem skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Þróttar gegn Grindavík. Með sigrinum lyfti Þróttur sér upp af botninum og er nú með níu stig í 11. sæti deildarinnar, en Grindvíkingar sitja í 5. sæti með 13 stig. Þá vann Afturelding sterkan 5-2 sigur er liðið heimsótti Njarðvíkinga á sama tíma. Hrannar Snær Magnússon kom gestunum yfir strax á fjórðu mínútu áður en Elmar Kári Enesson Cogic tvöfaldaði forystu AFtureldingar með marku úr víti á 16. mínútu. Njarðvíkingum tókst þó að jafna metin með mörkum frá Tómasi Bjarka Jónssyni á 35. mínútu og Oumar Diouck á 70. mínútu. Gestirnir settu svo í fluggír á lokamínútum leiksins og Aron Jóhannsson kom Aftureldingu yfir á nýjan leik með marki á 77. mínútu áður en Elmar Kári Enesson Cogic skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna fimm mínútum síðar. Það var svo Sævar Atli Hugason sem innsiglaði sigurinn með marki þegar um þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, lokatölur 5-2. Á lokamínútunum sauð svo allt upp úr og fengu tveir leikmenn Njarðvíkur að líta rauðaspjaldið. Joao Ananias og Erlendur Guðnason fengu báðir reisupassann á annarri mínútu uppbótartíma og voru því aðeins á undan liðsfélögum sínum í sturtu. Afturelding situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig, sex stigum á eftir Njarðvíkingum sem sitja í öðru sæti og hefðu komið sér á toppinn með sigri.
Lengjudeild karla Afturelding UMF Njarðvík Þróttur Reykjavík UMF Grindavík Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira