Von á átján stiga hita á Hallormsstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 06:42 Við Atlavík á Hallormsstað þar sem reikna má með fínu veðri í dag Vísir/Vilhelm Reikna má með því að landsmenn hristi höfuðið í sumum landshlutum í dag og haldi áfram að bíða eftir sumrinu. Þeir sem eru á Austurlandi gætu þó viljað hafa stuttbuxur og sólarvörn innan seilingar. Það blæs víðast hvar á landinu í dag að suðvestan, allt frá 3 til 10 m/s. Tveggja stafa tala í hitastigi víðast hvar um landið og gæti farið upp í átján stig á Hallormsstað. Ekki í fyrsta skipti sem sólin velur sér viðkomustað við þéttasta skóglendi landsins. Von er á suðlægri eða breytilegri átt á morgun, 3 til 8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á miðvikudag heldur áfram að blása, þá að norðaustan 5 til 13 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þegar líður á vikuna má reikna með norðlægri eða breytilegri átt, skýjað með köflum og allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hitastig svipað og fyrr í vikunni. Fram undan er fyrsta helgin í júlí sem hefur löngum verið mikil útileguhelgi hér á landi. Bíða verður eitthvað inn í vikuna eftir traustari spá áður en fólk getur verið nokkuð öruggt með hvar megi finna besta veðrið. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skil frá lægð á Grænlandssundi gangi nú yfir landið. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en allhvasst eða hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Norður- og Austurlandi er vindur yfirleitt hægari og bjartviðri. Þar er hlýtt í veðri og hefur hiti víða farið yfir 20 stig, en þegar þetta er ritað hefur mesti hiti mælst 24 stig á Brúsastöðum. Skilin fara nokkuð hratt yfir. Í kvöld snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr rigningunni á suður- og vesturlandi, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil. Lítilsháttar væta á morgun, en styttir upp og léttir víða til síðdegis. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig. Veður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Það blæs víðast hvar á landinu í dag að suðvestan, allt frá 3 til 10 m/s. Tveggja stafa tala í hitastigi víðast hvar um landið og gæti farið upp í átján stig á Hallormsstað. Ekki í fyrsta skipti sem sólin velur sér viðkomustað við þéttasta skóglendi landsins. Von er á suðlægri eða breytilegri átt á morgun, 3 til 8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á miðvikudag heldur áfram að blása, þá að norðaustan 5 til 13 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þegar líður á vikuna má reikna með norðlægri eða breytilegri átt, skýjað með köflum og allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hitastig svipað og fyrr í vikunni. Fram undan er fyrsta helgin í júlí sem hefur löngum verið mikil útileguhelgi hér á landi. Bíða verður eitthvað inn í vikuna eftir traustari spá áður en fólk getur verið nokkuð öruggt með hvar megi finna besta veðrið. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skil frá lægð á Grænlandssundi gangi nú yfir landið. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en allhvasst eða hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Norður- og Austurlandi er vindur yfirleitt hægari og bjartviðri. Þar er hlýtt í veðri og hefur hiti víða farið yfir 20 stig, en þegar þetta er ritað hefur mesti hiti mælst 24 stig á Brúsastöðum. Skilin fara nokkuð hratt yfir. Í kvöld snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr rigningunni á suður- og vesturlandi, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil. Lítilsháttar væta á morgun, en styttir upp og léttir víða til síðdegis. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig.
Veður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira