„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 23:04 Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík. Íbúar á Völlunum eru margir hverjir ósáttir með óvissuna sem þeir telja ríkja um áhrif framkvæmdarinnar á náttúruna í kring. vísir/vilhelm Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Við teljum ótækt að slíkar tilraunir og starfsemi fari fram svo nærri íbúabyggð og skorum á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hverfa frá áætlunum, eða í það minnsta leggja ákvörðunina um áframhaldandi verkefni í hendur bæjarbúa með íbúakosningu.“ Óvissuþættir ekki réttlætanlegir „Við erum að leiða saman hesta okkar til að styrkja mótmælin. Verkefnið er miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta verður mjög nálægt byggð þegar fram líða stundir. Maður setur spurningamerki við margt þegar maður fer að kynna sér þetta meira,“ segir Ragnar Þór Reynisson ábyrgðarmaður listans og nefnir ýmislegt: „Þetta getur haft áhrif á grunnvatnsstöðuna sem getur hækkað við byggð og lækkað annars staðar. Við sjáum grunnvatnsrennslið til sjávar, þar sem þeir virðast ætla að taka mikið magn af vatni til að dæla í jörðina. Það virðist ekki eiga að skila sér aftur sem hefur áhrif á sjávarseltuna og hita sjávar við land. Þetta eru ákveðnir óvissuþættir sem okkur finnst ekki réttlætanlegt að óvissa ríki um, þegar náttúran er í húfi.“ Hann kallar því eftir meira samtali við íbúa og helst íbúakosningu. Ekki búið að sjá fyrir fjármögnun „Þetta var kynnt fyrir nokkru síðan og þetta fer í kynningarferli og boðað til fundar og íbúum boðið að vera með. En það er bara brotabrot af fólki sem var meðvitað um hvað væri í gangi. Það er enn þá að birtast fólk sem vissi ekki af þessu en býr hér á Völlunum. Hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Ragnar Þór og bætir við að Facebook hópur, sem hefur það markmið að mótmæla staðsetningu framkvæmda, hafi vaxið á ógnarhraða. „Það var þess vegna sem við ákváðum að framlengja í undirskriftarsöfnun, af því þetta er að dreifast hratt út. Eins og staðan er í dag er þetta í umsagnarferli og fer síðan til Skipulagsstofnunar. Höfn og geymslusvæði, til að standa undir þessu, er í ferli líka en það er ekki búið að sjá fyrir fjármögnun.“ Ragnar Þór segir að á upplýsingafundi íbúa hafi verið mikill áhugi og hiti í salnum. Til standi að halda annan sambærilegan fund á næstunni. Segja áhrif harla ólíkleg Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd. Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Sjá meira
Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Við teljum ótækt að slíkar tilraunir og starfsemi fari fram svo nærri íbúabyggð og skorum á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hverfa frá áætlunum, eða í það minnsta leggja ákvörðunina um áframhaldandi verkefni í hendur bæjarbúa með íbúakosningu.“ Óvissuþættir ekki réttlætanlegir „Við erum að leiða saman hesta okkar til að styrkja mótmælin. Verkefnið er miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta verður mjög nálægt byggð þegar fram líða stundir. Maður setur spurningamerki við margt þegar maður fer að kynna sér þetta meira,“ segir Ragnar Þór Reynisson ábyrgðarmaður listans og nefnir ýmislegt: „Þetta getur haft áhrif á grunnvatnsstöðuna sem getur hækkað við byggð og lækkað annars staðar. Við sjáum grunnvatnsrennslið til sjávar, þar sem þeir virðast ætla að taka mikið magn af vatni til að dæla í jörðina. Það virðist ekki eiga að skila sér aftur sem hefur áhrif á sjávarseltuna og hita sjávar við land. Þetta eru ákveðnir óvissuþættir sem okkur finnst ekki réttlætanlegt að óvissa ríki um, þegar náttúran er í húfi.“ Hann kallar því eftir meira samtali við íbúa og helst íbúakosningu. Ekki búið að sjá fyrir fjármögnun „Þetta var kynnt fyrir nokkru síðan og þetta fer í kynningarferli og boðað til fundar og íbúum boðið að vera með. En það er bara brotabrot af fólki sem var meðvitað um hvað væri í gangi. Það er enn þá að birtast fólk sem vissi ekki af þessu en býr hér á Völlunum. Hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Ragnar Þór og bætir við að Facebook hópur, sem hefur það markmið að mótmæla staðsetningu framkvæmda, hafi vaxið á ógnarhraða. „Það var þess vegna sem við ákváðum að framlengja í undirskriftarsöfnun, af því þetta er að dreifast hratt út. Eins og staðan er í dag er þetta í umsagnarferli og fer síðan til Skipulagsstofnunar. Höfn og geymslusvæði, til að standa undir þessu, er í ferli líka en það er ekki búið að sjá fyrir fjármögnun.“ Ragnar Þór segir að á upplýsingafundi íbúa hafi verið mikill áhugi og hiti í salnum. Til standi að halda annan sambærilegan fund á næstunni. Segja áhrif harla ólíkleg Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd.
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Sjá meira