Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 23:13 Húsið er hannað af TBL Arkitektum og mun rísa á lóð nýja Landspítalans. Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. Þetta kemur fram í tilkynningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, undirrituðu í dag samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi Heilbrigðisvísindasviðs sem rísa mun á Landspítalalóðinni. ÞG verk átti lægsta tilboð í útboði verksins sem fram fór fyrr á þessu ári. „Nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs er afrakstur áralangrar þróunar og vinnu innan og utan HÍ með það að markmiði efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun á sviði heilbrigðisvísinda í nánu samstarfi við Landspítala. Heilbrigðisvísindasvið gegnir enda lykilhlutverki í menntun heilbrigðisstétta á Íslandi og rannsóknum tengdum heilsu þjóðarinnar.“ Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Stefnt er að því að uppsteypu og ytri frágangi á nýbyggingunni ljúki sumarið 2026 og gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í hana á fyrri helmingi ársins 2028. Endurbætur í Læknagarði hefjast í framhaldinu og áætlað er að þeim ljúki á árinu 2029. Allar tímasetningar eru með fyrirvara um fjárheimildir og þátttöku í útboðum. Við þetta má bæta að nýbyggingin verður umhverfisvottuð samkvæmt BREEAM-staðlinum líkt og aðrar nýbyggingar á Landspítalasvæðinu við Hringbraut. „Menntun heilbrigðisstarfsfólks er lykilatriði þegar kemur að mönnun heilbrigðiskerfisins. Að sameina einingar á sviði heilbrigðisvísinda undir einu þaki mun stuðla að betri samvinnu við kennslu og rannsóknir og þetta hús á eftir að styrkja náið samstarf Landspítala og Háskóla Íslands. Forsenda þess að hægt sé að fjölga nemum er að innviðir séu góðir og það er óhætt að segja að þessi nýbygging eigi eftir að stórbæta aðstöðu heilbrigðisvísinda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hér er stigið afar mikilvægt skref í byggingu húss Heilbrigðisvísindasviðs. Aðdragandinn að þeirri uppbyggingu sem er fram undan hefur verið langur eða hátt í tveir áratugir. Nýbyggingin ásamt endurgerðum Læknagarði mun gjörbreyta aðstöðu Heilbrigðisvísindasviðs til hins betra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að verkefninu fyrir ómetanlegt framlag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að nær öll starfsemi sviðsins verði í byggingunni en hún er nú á níu stöðum víða um borgina. Eirberg, sem frá upphafi hefur hýst Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ á Landspítalalóðinni, verður nýtt áfram af sviðinu eftir því sem þörf krefur. Myndatexti: Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Skóla- og menntamál Háskólar Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, undirrituðu í dag samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi Heilbrigðisvísindasviðs sem rísa mun á Landspítalalóðinni. ÞG verk átti lægsta tilboð í útboði verksins sem fram fór fyrr á þessu ári. „Nýtt hús Heilbrigðisvísindasviðs er afrakstur áralangrar þróunar og vinnu innan og utan HÍ með það að markmiði efla kennslu, rannsóknir og nýsköpun á sviði heilbrigðisvísinda í nánu samstarfi við Landspítala. Heilbrigðisvísindasvið gegnir enda lykilhlutverki í menntun heilbrigðisstétta á Íslandi og rannsóknum tengdum heilsu þjóðarinnar.“ Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann. Stefnt er að því að uppsteypu og ytri frágangi á nýbyggingunni ljúki sumarið 2026 og gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja inn í hana á fyrri helmingi ársins 2028. Endurbætur í Læknagarði hefjast í framhaldinu og áætlað er að þeim ljúki á árinu 2029. Allar tímasetningar eru með fyrirvara um fjárheimildir og þátttöku í útboðum. Við þetta má bæta að nýbyggingin verður umhverfisvottuð samkvæmt BREEAM-staðlinum líkt og aðrar nýbyggingar á Landspítalasvæðinu við Hringbraut. „Menntun heilbrigðisstarfsfólks er lykilatriði þegar kemur að mönnun heilbrigðiskerfisins. Að sameina einingar á sviði heilbrigðisvísinda undir einu þaki mun stuðla að betri samvinnu við kennslu og rannsóknir og þetta hús á eftir að styrkja náið samstarf Landspítala og Háskóla Íslands. Forsenda þess að hægt sé að fjölga nemum er að innviðir séu góðir og það er óhætt að segja að þessi nýbygging eigi eftir að stórbæta aðstöðu heilbrigðisvísinda,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hér er stigið afar mikilvægt skref í byggingu húss Heilbrigðisvísindasviðs. Aðdragandinn að þeirri uppbyggingu sem er fram undan hefur verið langur eða hátt í tveir áratugir. Nýbyggingin ásamt endurgerðum Læknagarði mun gjörbreyta aðstöðu Heilbrigðisvísindasviðs til hins betra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að verkefninu fyrir ómetanlegt framlag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að nær öll starfsemi sviðsins verði í byggingunni en hún er nú á níu stöðum víða um borgina. Eirberg, sem frá upphafi hefur hýst Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ á Landspítalalóðinni, verður nýtt áfram af sviðinu eftir því sem þörf krefur. Myndatexti: Frá undirritun samningsins við Læknagarð. Frá vinstri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri ÞG verks, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægar stjórnsýslu HÍ. Þau Þorvaldur, Áslaug og Jón Atli undirrituðu samninginn en Unnur Anna og Guðmundur vottuðu hann.
Skóla- og menntamál Háskólar Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira