Uppbygging almannahagsmuna á Íslandi Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 2. júlí 2024 07:31 Þá er ég loksins búinn að klára skiptin úr Arion banka í ríkisbankann Íslandsbanka og ég vill endilega hvetja fólk til þess að sniðganga Arion banka. Ástæður skiptanna voru þrjár. Fyrsta ástæðan eru tengsl bankans við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem er allt í öllu í íslenskum viðskiptum og hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum í Gaza sem telur dráp á um 14 þúsund palestínskum börnum og allt í allt um 35 þúsund manns á aðeins nokkrum undanförnum mánuðum. Önnur ástæðan er sú að Arion banki er einkarekinn banki með rætur í bandarískum kapítalisma. Hagnaður Arion banka eflir ekki íslenskt samfélag heldur færist hann yfir til eigenda bankans og færir þannig í raun úr landi þjóðararðinn sem myndi skapast ef við héldum öllum bankarekstri í eigu ríkisins, sem sé sameign almennings. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í bankanum og stærsti íslenski hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með tæp 10%. Það er ljóst að 10% hlutur er ekki til þess fallinn að afnema kapítalíska menningu bankans en slíkt afnám er að mínu mati nauðsynlegt til þess að breyta Íslandi úr okursamfélagi í velferðarsamfélag þar sem uppbygging samfélagsins er í forgangi. Þriðja ástæðan byggir að nokkru á ástæðu númer 2. Arion banki hefur á þessu ári skipað sér sess sem lykilaðili í okri á leigumarkaðnum. Leigumiðlunin Igloo er á vegum Arion banka og á hverjum degi er að finna auglýsingar á leiguíbúðum þar sem verðin eru ótrúlega há og mun hærri heldur en hið háa verð sem við höfum vanist á undanförnum árum á leigumarkaðnum. Fjölmargir hafa fært sig yfir til Indó en ég persónulega mæli gegn því af sömu ástæðum og ég mæli gegn Arion banka. Indó er einkafyrirtæki sem er m.a. í eigu fjárfestingarfélaga sem munu að sjálfsögðu gera kröfu um arðsemi og arðgreiðslur, ef ekki strax þá fljótlega. Í samhenginu við leigumarkaðinn vill ég hvet ég alla á leigumarkaðnum til þess að skrá sig á lista hjá Bjargi íbúðafélagi verkalýðsfélaganna í landinu. Þar er leiguverð langt undir venjulegu verði á almenna markaðnum og hvað þá í samanburði við leiguíbúðirnar sem Arion banki auglýsir. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar sem líta hornauga á svona skilaboð og ég vill gjarnan hvetja fólk til þess að hlusta ekki á áróður atvinnulífsins sem alltaf vill segja okkur að við höfum ekkert um málin að segja, við eigum bara að borga það verð sem okkur er sett. En við getum tekið ákvörðun um að taka völdin í okkar hendur, lýðræði en ekki auðræði á Íslandi öðlumst við með ákveðni fyrir hagsmunum almennings en ekki fyrirtækja sem greiða sér arð ofan á laun, eitthvað sem almenningur fær ekki. Slík ákvörðun gæti t.d. falist í því að gera kröfu um lagabreytingar sem banna arðgreiðslur einkafyrirtækja, létta á með minni fyrirtækjum sem eru rekin með tapi og gera kröfu um að einkafyrirtæki sem sýna fram á hæfni til hagnaðar leggi sig fram fyrir samfélagið og til uppbyggingar þess. Þessa hugmynd um fyrirtækjarekstur á Íslandi getum við tekið upp ef við höfum áhuga á slíku, burtséð frá því hversu margir segja okkur að við getum ekki gert þetta eða annað. Í slíkum málflutningi felast þau skilaboð að við eigum bara að sætta okkur við að vera undir hæl ríka fólksins og persónulega er ég tilbúinn til að vinna gegn þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku samfélagi. En þú? Höfundur er klínískur starfsmaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfinu sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Arion banki Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þá er ég loksins búinn að klára skiptin úr Arion banka í ríkisbankann Íslandsbanka og ég vill endilega hvetja fólk til þess að sniðganga Arion banka. Ástæður skiptanna voru þrjár. Fyrsta ástæðan eru tengsl bankans við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem er allt í öllu í íslenskum viðskiptum og hefur lýst yfir stuðningi við þjóðarmorð Ísraela á Palestínumönnum í Gaza sem telur dráp á um 14 þúsund palestínskum börnum og allt í allt um 35 þúsund manns á aðeins nokkrum undanförnum mánuðum. Önnur ástæðan er sú að Arion banki er einkarekinn banki með rætur í bandarískum kapítalisma. Hagnaður Arion banka eflir ekki íslenskt samfélag heldur færist hann yfir til eigenda bankans og færir þannig í raun úr landi þjóðararðinn sem myndi skapast ef við héldum öllum bankarekstri í eigu ríkisins, sem sé sameign almennings. Nokkrir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í bankanum og stærsti íslenski hluthafinn er Gildi lífeyrissjóður með tæp 10%. Það er ljóst að 10% hlutur er ekki til þess fallinn að afnema kapítalíska menningu bankans en slíkt afnám er að mínu mati nauðsynlegt til þess að breyta Íslandi úr okursamfélagi í velferðarsamfélag þar sem uppbygging samfélagsins er í forgangi. Þriðja ástæðan byggir að nokkru á ástæðu númer 2. Arion banki hefur á þessu ári skipað sér sess sem lykilaðili í okri á leigumarkaðnum. Leigumiðlunin Igloo er á vegum Arion banka og á hverjum degi er að finna auglýsingar á leiguíbúðum þar sem verðin eru ótrúlega há og mun hærri heldur en hið háa verð sem við höfum vanist á undanförnum árum á leigumarkaðnum. Fjölmargir hafa fært sig yfir til Indó en ég persónulega mæli gegn því af sömu ástæðum og ég mæli gegn Arion banka. Indó er einkafyrirtæki sem er m.a. í eigu fjárfestingarfélaga sem munu að sjálfsögðu gera kröfu um arðsemi og arðgreiðslur, ef ekki strax þá fljótlega. Í samhenginu við leigumarkaðinn vill ég hvet ég alla á leigumarkaðnum til þess að skrá sig á lista hjá Bjargi íbúðafélagi verkalýðsfélaganna í landinu. Þar er leiguverð langt undir venjulegu verði á almenna markaðnum og hvað þá í samanburði við leiguíbúðirnar sem Arion banki auglýsir. Á Íslandi eru fjölmargir aðilar sem líta hornauga á svona skilaboð og ég vill gjarnan hvetja fólk til þess að hlusta ekki á áróður atvinnulífsins sem alltaf vill segja okkur að við höfum ekkert um málin að segja, við eigum bara að borga það verð sem okkur er sett. En við getum tekið ákvörðun um að taka völdin í okkar hendur, lýðræði en ekki auðræði á Íslandi öðlumst við með ákveðni fyrir hagsmunum almennings en ekki fyrirtækja sem greiða sér arð ofan á laun, eitthvað sem almenningur fær ekki. Slík ákvörðun gæti t.d. falist í því að gera kröfu um lagabreytingar sem banna arðgreiðslur einkafyrirtækja, létta á með minni fyrirtækjum sem eru rekin með tapi og gera kröfu um að einkafyrirtæki sem sýna fram á hæfni til hagnaðar leggi sig fram fyrir samfélagið og til uppbyggingar þess. Þessa hugmynd um fyrirtækjarekstur á Íslandi getum við tekið upp ef við höfum áhuga á slíku, burtséð frá því hversu margir segja okkur að við getum ekki gert þetta eða annað. Í slíkum málflutningi felast þau skilaboð að við eigum bara að sætta okkur við að vera undir hæl ríka fólksins og persónulega er ég tilbúinn til að vinna gegn þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku samfélagi. En þú? Höfundur er klínískur starfsmaður á Landspítala, opinbera heilbrigðiskerfinu sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun