Skipverji á strandveiðibát í bráðri hættu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2024 08:41 Björgunarskip Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar frá þremur stöðum voru send á vettvang. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu. „Það kom leki í bát sem staðsettur var um fimm mílum norðaustur af Gróttu og virðist leka talsvert. Við kölluðum út þyrlu og fáum skip Landsbjargar frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði á staðinn líka,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Hann segir að um 40 mínútum eftir að útkallið kom hafi fyrstu menn verið komnir á staðinn. Það sjáist talsverður leki. Sigmenn úr þyrlu hafi þá farið um borð og skoðað skipverjann og metið það svo að það þurfi að flytja hann á spítala. Þangað var hann kominn um klukkustund eftir að útkallið barst. Eftir það fóru menn úr Landsbjargarskipunum um borð með dælur og dældu mesta vatninu úr bátnum og þéttu svo lekann. „Svo draga þeir hann til hafnar í Hafnarfirði,“ segir Viggó og að þangað hafi þeir verið komnir um fimm tímum eftir að útkallið bara. Hann segir aðgerðina hafa gengið vel fyrir sig og fljótt þó svo að hún hafi tekið nokkra klukkutíma. Hann segir ekki liggja fyrir hvað kom fyrir manninn um borð og að hann viti ekki meira um líðan hans. Viggó segir að hættan hafi verið töluverð. „Þegar það er komið svo mikið af sjó í bátinn að það er komin slagsíða, hann er farinn að halla. Þá er stöðugleikinn skertur og þá veit maður ekki hversu langt er í að það klárist. Að báturinn sökkvi hreinlega. Við kölluðum því alla út á hæsta forgangi. En þetta slapp fyrir horn.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Strandveiðar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Það kom leki í bát sem staðsettur var um fimm mílum norðaustur af Gróttu og virðist leka talsvert. Við kölluðum út þyrlu og fáum skip Landsbjargar frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði á staðinn líka,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Hann segir að um 40 mínútum eftir að útkallið kom hafi fyrstu menn verið komnir á staðinn. Það sjáist talsverður leki. Sigmenn úr þyrlu hafi þá farið um borð og skoðað skipverjann og metið það svo að það þurfi að flytja hann á spítala. Þangað var hann kominn um klukkustund eftir að útkallið barst. Eftir það fóru menn úr Landsbjargarskipunum um borð með dælur og dældu mesta vatninu úr bátnum og þéttu svo lekann. „Svo draga þeir hann til hafnar í Hafnarfirði,“ segir Viggó og að þangað hafi þeir verið komnir um fimm tímum eftir að útkallið bara. Hann segir aðgerðina hafa gengið vel fyrir sig og fljótt þó svo að hún hafi tekið nokkra klukkutíma. Hann segir ekki liggja fyrir hvað kom fyrir manninn um borð og að hann viti ekki meira um líðan hans. Viggó segir að hættan hafi verið töluverð. „Þegar það er komið svo mikið af sjó í bátinn að það er komin slagsíða, hann er farinn að halla. Þá er stöðugleikinn skertur og þá veit maður ekki hversu langt er í að það klárist. Að báturinn sökkvi hreinlega. Við kölluðum því alla út á hæsta forgangi. En þetta slapp fyrir horn.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Reykjavík Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Strandveiðar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira