Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 21:43 Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur. Vísir Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Sunak boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara á dögunum. Skoðanakannanir spá því að íhaldsflokkurinn bíði afhroð og að Sunak sjálfur sé í hættu á að ná ekki inn á þing. Verkamannaflokknum er spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám, eða 410 þingsætum. Íhaldsflokknum er spáð 131 sæti. Kjósendur sem rætt var við á kjörstað í morgun voru flestir sammála um að breytinga væri þörf. „Mér finnst ekkert hafa farið vel á síðustu fjórtán árum og ég tel mjög mikilvægt að við fáum rétt úrslit. Ég var meira að segja spenntur fyrir því að við fengjum aðra andstöðu fyrir stóru flokkana tvo. Ég held reyndar að það gerist ekki en það væri frábært. Ég sé bara möguleika á miklum breytingum og það er það sem ég vonast eftir,“ sagði kjósandinn James Erskine sem starfar í auglýsingabransanum. Sindri ræddi við Hafstein Birgi Einarsson stjórnmálafræðing í Kvöldfréttum. Miðað við skoðanakannanir segir Hafsteinn útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn fari með stórsigur. „Þau gætu verið að fara úr því að vera með eitt af hverju þingsæti í tvö af hverju þingsæti, tvöfaldað þingmannafjöldann sinn og jafnvel er möguleiki á að það verði sögulegur sigur.“ Aðspurður hvers vegna Íhaldsflokkurinn missi svo mikið fylgi nefnir hann bæði efnahagsmál og þá röð hneykslismála sem upp hafa komið. „Við vorum með Boris Johnson sem hélt partý í Downingstræti tíu þegar útgöngubann stóð yfir. Síðan fengum við Liz Truss. Hún þótti hafa sett fram afar ótrúverðuga efnahagsstefnu. Síðan kemur Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra, þykir ver hæfur en ekki mjög spennandi frambjóðandi.“ Allir aldurshópar kjósi Verkamannaflokkinn Hafsteinn segir bæði persónuleika frambjóðenda og málefnin skipta máli þegar kemur að kosningabaráttunni. „Auðvitað vilja kjósendur fá leiðtoga sem er trúverðugur, sem getur fylgt fram þeirri stefnu sem leiðtoginn skiptir máli.“ Mun raunverulega eitthvað breytast? Finnur almenningur fyrir því hvort sem Verkamanna- eða Íhaldsflokkurinn er við stjórnvölinn? „Ég held það sé óhætt að segja það. Ég held að þó að Starmer sé töluvert nær miðjunni heldur en forveri hans í embætti formanns verkamannaflokksins, þá ber mikið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í stefnu,“ segir Hafsteinn. Þannig megi búast við við brotthvarf frá aðalstefnunni í ríkisfjármálum landsins og aukna áherslu á velferðarmál í staðinn. Hafsteinn segir hefðbundna mynstrið í aldursdreifingu þannig að yngra fólk kjósi Verkamannaflokkinn og eldra fólk Íhaldsflokkinn. „En þegar það eru svona stórsigrar eins og stefnir í þarna, þá eru bara allir aldurshópar að fara að kjósa meira og minna það sama.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Sunak boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara á dögunum. Skoðanakannanir spá því að íhaldsflokkurinn bíði afhroð og að Sunak sjálfur sé í hættu á að ná ekki inn á þing. Verkamannaflokknum er spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám, eða 410 þingsætum. Íhaldsflokknum er spáð 131 sæti. Kjósendur sem rætt var við á kjörstað í morgun voru flestir sammála um að breytinga væri þörf. „Mér finnst ekkert hafa farið vel á síðustu fjórtán árum og ég tel mjög mikilvægt að við fáum rétt úrslit. Ég var meira að segja spenntur fyrir því að við fengjum aðra andstöðu fyrir stóru flokkana tvo. Ég held reyndar að það gerist ekki en það væri frábært. Ég sé bara möguleika á miklum breytingum og það er það sem ég vonast eftir,“ sagði kjósandinn James Erskine sem starfar í auglýsingabransanum. Sindri ræddi við Hafstein Birgi Einarsson stjórnmálafræðing í Kvöldfréttum. Miðað við skoðanakannanir segir Hafsteinn útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn fari með stórsigur. „Þau gætu verið að fara úr því að vera með eitt af hverju þingsæti í tvö af hverju þingsæti, tvöfaldað þingmannafjöldann sinn og jafnvel er möguleiki á að það verði sögulegur sigur.“ Aðspurður hvers vegna Íhaldsflokkurinn missi svo mikið fylgi nefnir hann bæði efnahagsmál og þá röð hneykslismála sem upp hafa komið. „Við vorum með Boris Johnson sem hélt partý í Downingstræti tíu þegar útgöngubann stóð yfir. Síðan fengum við Liz Truss. Hún þótti hafa sett fram afar ótrúverðuga efnahagsstefnu. Síðan kemur Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra, þykir ver hæfur en ekki mjög spennandi frambjóðandi.“ Allir aldurshópar kjósi Verkamannaflokkinn Hafsteinn segir bæði persónuleika frambjóðenda og málefnin skipta máli þegar kemur að kosningabaráttunni. „Auðvitað vilja kjósendur fá leiðtoga sem er trúverðugur, sem getur fylgt fram þeirri stefnu sem leiðtoginn skiptir máli.“ Mun raunverulega eitthvað breytast? Finnur almenningur fyrir því hvort sem Verkamanna- eða Íhaldsflokkurinn er við stjórnvölinn? „Ég held það sé óhætt að segja það. Ég held að þó að Starmer sé töluvert nær miðjunni heldur en forveri hans í embætti formanns verkamannaflokksins, þá ber mikið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í stefnu,“ segir Hafsteinn. Þannig megi búast við við brotthvarf frá aðalstefnunni í ríkisfjármálum landsins og aukna áherslu á velferðarmál í staðinn. Hafsteinn segir hefðbundna mynstrið í aldursdreifingu þannig að yngra fólk kjósi Verkamannaflokkinn og eldra fólk Íhaldsflokkinn. „En þegar það eru svona stórsigrar eins og stefnir í þarna, þá eru bara allir aldurshópar að fara að kjósa meira og minna það sama.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira