Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 21:43 Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur. Vísir Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Sunak boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara á dögunum. Skoðanakannanir spá því að íhaldsflokkurinn bíði afhroð og að Sunak sjálfur sé í hættu á að ná ekki inn á þing. Verkamannaflokknum er spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám, eða 410 þingsætum. Íhaldsflokknum er spáð 131 sæti. Kjósendur sem rætt var við á kjörstað í morgun voru flestir sammála um að breytinga væri þörf. „Mér finnst ekkert hafa farið vel á síðustu fjórtán árum og ég tel mjög mikilvægt að við fáum rétt úrslit. Ég var meira að segja spenntur fyrir því að við fengjum aðra andstöðu fyrir stóru flokkana tvo. Ég held reyndar að það gerist ekki en það væri frábært. Ég sé bara möguleika á miklum breytingum og það er það sem ég vonast eftir,“ sagði kjósandinn James Erskine sem starfar í auglýsingabransanum. Sindri ræddi við Hafstein Birgi Einarsson stjórnmálafræðing í Kvöldfréttum. Miðað við skoðanakannanir segir Hafsteinn útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn fari með stórsigur. „Þau gætu verið að fara úr því að vera með eitt af hverju þingsæti í tvö af hverju þingsæti, tvöfaldað þingmannafjöldann sinn og jafnvel er möguleiki á að það verði sögulegur sigur.“ Aðspurður hvers vegna Íhaldsflokkurinn missi svo mikið fylgi nefnir hann bæði efnahagsmál og þá röð hneykslismála sem upp hafa komið. „Við vorum með Boris Johnson sem hélt partý í Downingstræti tíu þegar útgöngubann stóð yfir. Síðan fengum við Liz Truss. Hún þótti hafa sett fram afar ótrúverðuga efnahagsstefnu. Síðan kemur Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra, þykir ver hæfur en ekki mjög spennandi frambjóðandi.“ Allir aldurshópar kjósi Verkamannaflokkinn Hafsteinn segir bæði persónuleika frambjóðenda og málefnin skipta máli þegar kemur að kosningabaráttunni. „Auðvitað vilja kjósendur fá leiðtoga sem er trúverðugur, sem getur fylgt fram þeirri stefnu sem leiðtoginn skiptir máli.“ Mun raunverulega eitthvað breytast? Finnur almenningur fyrir því hvort sem Verkamanna- eða Íhaldsflokkurinn er við stjórnvölinn? „Ég held það sé óhætt að segja það. Ég held að þó að Starmer sé töluvert nær miðjunni heldur en forveri hans í embætti formanns verkamannaflokksins, þá ber mikið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í stefnu,“ segir Hafsteinn. Þannig megi búast við við brotthvarf frá aðalstefnunni í ríkisfjármálum landsins og aukna áherslu á velferðarmál í staðinn. Hafsteinn segir hefðbundna mynstrið í aldursdreifingu þannig að yngra fólk kjósi Verkamannaflokkinn og eldra fólk Íhaldsflokkinn. „En þegar það eru svona stórsigrar eins og stefnir í þarna, þá eru bara allir aldurshópar að fara að kjósa meira og minna það sama.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira
Sunak boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara á dögunum. Skoðanakannanir spá því að íhaldsflokkurinn bíði afhroð og að Sunak sjálfur sé í hættu á að ná ekki inn á þing. Verkamannaflokknum er spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám, eða 410 þingsætum. Íhaldsflokknum er spáð 131 sæti. Kjósendur sem rætt var við á kjörstað í morgun voru flestir sammála um að breytinga væri þörf. „Mér finnst ekkert hafa farið vel á síðustu fjórtán árum og ég tel mjög mikilvægt að við fáum rétt úrslit. Ég var meira að segja spenntur fyrir því að við fengjum aðra andstöðu fyrir stóru flokkana tvo. Ég held reyndar að það gerist ekki en það væri frábært. Ég sé bara möguleika á miklum breytingum og það er það sem ég vonast eftir,“ sagði kjósandinn James Erskine sem starfar í auglýsingabransanum. Sindri ræddi við Hafstein Birgi Einarsson stjórnmálafræðing í Kvöldfréttum. Miðað við skoðanakannanir segir Hafsteinn útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn fari með stórsigur. „Þau gætu verið að fara úr því að vera með eitt af hverju þingsæti í tvö af hverju þingsæti, tvöfaldað þingmannafjöldann sinn og jafnvel er möguleiki á að það verði sögulegur sigur.“ Aðspurður hvers vegna Íhaldsflokkurinn missi svo mikið fylgi nefnir hann bæði efnahagsmál og þá röð hneykslismála sem upp hafa komið. „Við vorum með Boris Johnson sem hélt partý í Downingstræti tíu þegar útgöngubann stóð yfir. Síðan fengum við Liz Truss. Hún þótti hafa sett fram afar ótrúverðuga efnahagsstefnu. Síðan kemur Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra, þykir ver hæfur en ekki mjög spennandi frambjóðandi.“ Allir aldurshópar kjósi Verkamannaflokkinn Hafsteinn segir bæði persónuleika frambjóðenda og málefnin skipta máli þegar kemur að kosningabaráttunni. „Auðvitað vilja kjósendur fá leiðtoga sem er trúverðugur, sem getur fylgt fram þeirri stefnu sem leiðtoginn skiptir máli.“ Mun raunverulega eitthvað breytast? Finnur almenningur fyrir því hvort sem Verkamanna- eða Íhaldsflokkurinn er við stjórnvölinn? „Ég held það sé óhætt að segja það. Ég held að þó að Starmer sé töluvert nær miðjunni heldur en forveri hans í embætti formanns verkamannaflokksins, þá ber mikið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í stefnu,“ segir Hafsteinn. Þannig megi búast við við brotthvarf frá aðalstefnunni í ríkisfjármálum landsins og aukna áherslu á velferðarmál í staðinn. Hafsteinn segir hefðbundna mynstrið í aldursdreifingu þannig að yngra fólk kjósi Verkamannaflokkinn og eldra fólk Íhaldsflokkinn. „En þegar það eru svona stórsigrar eins og stefnir í þarna, þá eru bara allir aldurshópar að fara að kjósa meira og minna það sama.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Sjá meira