Gámur fluttur án leyfis eiganda og öllu stolið úr honum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 20:47 Gámur Landslagna áður en hann var fluttur á geymslusvæðið án hans vitundar. Aðsend Eigandi pípulagningafyrirtækisins Landslagna segir að gámur í eigu fyrirtækisins, sem staðsettur var á einkalóð þess, hafi verið fluttur út fyrir bæjarmörkin í dag án hans vitundar. Þar hafi pípulagningar- og hreinlætisvörum að andvirði tíu til fjórtán milljóna króna verið stolið úr gámnum. Eigandinn hyggst lögsækja flutningaþjónustuna. Almar Gunnarsson pípulagningameistari er eigandi Landslagna ehf. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa geymt vinnuáhöld í fjörutíu feta gámi á einkalóð Landslagna við Fiskislóð í Reykjavík. Honum hafi brugðið í brún í dag þegar hann mætti á Fiskislóð og gámurinn verið á bak og burt. Síðar hafi hann komist að því að flutningaþjónustan ET hafi fengið beiðni frá ótilgreindum aðila um að flytja gáminn á geymslusvæði á Hólmsheiði. Almar hafi þá farið á svæðið, þar sem hann kom að gámnum tómum. Almar segir að verðmæti upp á tíu til fjórtán milljónir hafi verið í gámnum. „Þjófarnir hringdu bara í ET flutninga úr einhverjum svona burner-síma og báðu um flutning á gámnum. Og ET mætti á lóðina, tók gáminn, fór með hann upp eftir og hitti ekki einn né neinn. Svo var bara gámurinn tæmdur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við ET flutninga, þar sem hann fékk þær upplýsingar um að reikningur yrði sendur á smíðafyrirtæki staðsett á Akureyri vegna flutninganna. Það fyrirtæki kannist hins vegar ekkert við að hafa beðið um að flytja gám fyrir sunnan. Auðveldara en að panta pítsu „Ég er búinn að tala við tryggingafélagið mitt og þeir eru að skoða þetta. Ég er búinn að tala við lögmenn og þeir vilja meina að ET séu ábyrgir af því að það eru þeir sem flytja gáminn að beiðni þjófanna,“ segir Almar. „Og ET er einhvern veginn alveg sama. Ég hringdi í þá og þeir sögðu mér bara að tala við lögfræðing.“ Hann segir undarlegt og fyndið að auðveldara virðist að láta flytja gám frá einum stað til annars en að panta pítsu. Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri ET flutninga vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Almar Gunnarsson pípulagningameistari er eigandi Landslagna ehf. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa geymt vinnuáhöld í fjörutíu feta gámi á einkalóð Landslagna við Fiskislóð í Reykjavík. Honum hafi brugðið í brún í dag þegar hann mætti á Fiskislóð og gámurinn verið á bak og burt. Síðar hafi hann komist að því að flutningaþjónustan ET hafi fengið beiðni frá ótilgreindum aðila um að flytja gáminn á geymslusvæði á Hólmsheiði. Almar hafi þá farið á svæðið, þar sem hann kom að gámnum tómum. Almar segir að verðmæti upp á tíu til fjórtán milljónir hafi verið í gámnum. „Þjófarnir hringdu bara í ET flutninga úr einhverjum svona burner-síma og báðu um flutning á gámnum. Og ET mætti á lóðina, tók gáminn, fór með hann upp eftir og hitti ekki einn né neinn. Svo var bara gámurinn tæmdur,“ segir Almar í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við ET flutninga, þar sem hann fékk þær upplýsingar um að reikningur yrði sendur á smíðafyrirtæki staðsett á Akureyri vegna flutninganna. Það fyrirtæki kannist hins vegar ekkert við að hafa beðið um að flytja gám fyrir sunnan. Auðveldara en að panta pítsu „Ég er búinn að tala við tryggingafélagið mitt og þeir eru að skoða þetta. Ég er búinn að tala við lögmenn og þeir vilja meina að ET séu ábyrgir af því að það eru þeir sem flytja gáminn að beiðni þjófanna,“ segir Almar. „Og ET er einhvern veginn alveg sama. Ég hringdi í þá og þeir sögðu mér bara að tala við lögfræðing.“ Hann segir undarlegt og fyndið að auðveldara virðist að láta flytja gám frá einum stað til annars en að panta pítsu. Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri ET flutninga vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira