Að óttast blokkir Ásta Logadóttir skrifar 5. júlí 2024 08:02 Á sunnudaginn kom grein á vísi um ummæli borgarstjóra Reykjavíkur með titlinum Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast blokkir. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara fullkomlega hræðsluna við blokkir. Mér finnst það óeðlilegt að hræðast ekki blokkir eins og uppbyggingin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið undanfarið og skipulagið segir til um framtíðar uppbyggingu. Ég viðurkenni það fúslega, ég óttast blokkir! Ástæðan fyrir blokkaróttanum mínum byggist á stöðu þéttingar byggðar sem tapaði áttavitanum einhverstaðar á lífsleiðinni og það virðist sem háar og djúpar byggingar sem standa þétt séu eina markmiðið. Blokkaróttinn stafar af því að ég veit að það eru til aðferðir sem notaðar eru í nágrannalöndum okkar sem stuðla að lífsgæðum íbúa í þeim blokkum sem þar eru byggðar. Hérlendis höfum við skoðað hvað hinir eru að gera en ekki innleitt í nein ferli við þéttingu byggðar. Blokkaróttinn stafar einnig af því að hér eru auglýstar bjartar blokkir sem eru umhverfisvottaðar og ég veit ekki hvað, en raunin er sú að við þá vottun er langt frá því öruggt að nokkur dagsbirta komist inn um glugga þessa umhverfisvottuðu hverfa eða bygginga. Það er allt í lagi að óttast svo lengi sem maður viðurkennir óttann sinn og láti hann ekki stjórna manni. Hvað þá heilu samfélagi. Mig grunar nefnilega að það séu fleiri en ég og Grafarvogsbúar sem hræðumst þessar ógurlegu blokkir. Mig grunar að embættismenn séu hræddir við að setja á breytingar sem tryggja að tekið sé tillit til íbúanna í þéttingarstefnu. Því það þýðir að það þarf að breyta frá núverandi stefnu og mögulega takmarka eitthvað hæðir, dýpt og þéttleika bygginga. Mig grunar að þeir sem maka krókinn á núverandi þéttingarreitum séu hræddir við að lækka tekjur sínar af hverjum reit. Mig grunar að við sem samfélag látum óttann við breytingar stjórna okkur og hér sitjum við í klóm óttans og ekkert breytist til hins betra. Í dag er ekkert að gerast. Enginn að hanna með innivist þessara blokka að leiðarljósi. Mikið væri innilega gaman ef við fengum að horfast í augu við þennan ótta, leyfa honum að vera þarna til tryggja að við skoðum örugglega hvort við séum að fara vel með þéttingu byggðar en leyfum óttanum ekki að stjórna okkur með því að vera andvíg þéttingu byggðar. Mig langar að við horfum á þennan ótta og ráðumst á hann. Ráðumst á hann saman. Í þessum bardaga væri bannað að fara í vörn út af ótta. Við myndum leggja öll spilin á borðið og finna saman út úr þessu með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Þessi grein er ákall til íbúa höfuðborgarsvæðisins og ráðafólks: Okkur langar að hvetja íbúa til að fylgja eftir fordæmi Grafarvogsbúa og vera opin með blokkaróttann sinn til að ná til fjölmiðla og stjórnvalda. Það skiptir máli að láta í sér heyra! Einnig viljum fá viðmiðunarreglur eins og nágrannalöndin okkar til þess að við getum vandað okkur við þéttingu byggðar svo við þurfum ekki að vera hrædd við blokkir! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn kom grein á vísi um ummæli borgarstjóra Reykjavíkur með titlinum Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast blokkir. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara fullkomlega hræðsluna við blokkir. Mér finnst það óeðlilegt að hræðast ekki blokkir eins og uppbyggingin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið undanfarið og skipulagið segir til um framtíðar uppbyggingu. Ég viðurkenni það fúslega, ég óttast blokkir! Ástæðan fyrir blokkaróttanum mínum byggist á stöðu þéttingar byggðar sem tapaði áttavitanum einhverstaðar á lífsleiðinni og það virðist sem háar og djúpar byggingar sem standa þétt séu eina markmiðið. Blokkaróttinn stafar af því að ég veit að það eru til aðferðir sem notaðar eru í nágrannalöndum okkar sem stuðla að lífsgæðum íbúa í þeim blokkum sem þar eru byggðar. Hérlendis höfum við skoðað hvað hinir eru að gera en ekki innleitt í nein ferli við þéttingu byggðar. Blokkaróttinn stafar einnig af því að hér eru auglýstar bjartar blokkir sem eru umhverfisvottaðar og ég veit ekki hvað, en raunin er sú að við þá vottun er langt frá því öruggt að nokkur dagsbirta komist inn um glugga þessa umhverfisvottuðu hverfa eða bygginga. Það er allt í lagi að óttast svo lengi sem maður viðurkennir óttann sinn og láti hann ekki stjórna manni. Hvað þá heilu samfélagi. Mig grunar nefnilega að það séu fleiri en ég og Grafarvogsbúar sem hræðumst þessar ógurlegu blokkir. Mig grunar að embættismenn séu hræddir við að setja á breytingar sem tryggja að tekið sé tillit til íbúanna í þéttingarstefnu. Því það þýðir að það þarf að breyta frá núverandi stefnu og mögulega takmarka eitthvað hæðir, dýpt og þéttleika bygginga. Mig grunar að þeir sem maka krókinn á núverandi þéttingarreitum séu hræddir við að lækka tekjur sínar af hverjum reit. Mig grunar að við sem samfélag látum óttann við breytingar stjórna okkur og hér sitjum við í klóm óttans og ekkert breytist til hins betra. Í dag er ekkert að gerast. Enginn að hanna með innivist þessara blokka að leiðarljósi. Mikið væri innilega gaman ef við fengum að horfast í augu við þennan ótta, leyfa honum að vera þarna til tryggja að við skoðum örugglega hvort við séum að fara vel með þéttingu byggðar en leyfum óttanum ekki að stjórna okkur með því að vera andvíg þéttingu byggðar. Mig langar að við horfum á þennan ótta og ráðumst á hann. Ráðumst á hann saman. Í þessum bardaga væri bannað að fara í vörn út af ótta. Við myndum leggja öll spilin á borðið og finna saman út úr þessu með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Þessi grein er ákall til íbúa höfuðborgarsvæðisins og ráðafólks: Okkur langar að hvetja íbúa til að fylgja eftir fordæmi Grafarvogsbúa og vera opin með blokkaróttann sinn til að ná til fjölmiðla og stjórnvalda. Það skiptir máli að láta í sér heyra! Einnig viljum fá viðmiðunarreglur eins og nágrannalöndin okkar til þess að við getum vandað okkur við þéttingu byggðar svo við þurfum ekki að vera hrædd við blokkir! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar